Mesta framkvæmd frá hruni hefst í haust Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2014 20:00 Hafist verður handa við eitt stærsta byggingarverefni sem ráðist hefur verið í hér á landi í haust. Þá hefst jarðvegsvinna fyrir 600 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík sem áætlað er að kosti á bilinu 25 til 30 milljarða króna. Þetta verður ein stærsta einstaka framkvæmdin frá hruni og þegar henni verður lokið eftir fimm til sex ár verður gjörbreyting orðin á svæðinu á Hlíðarenda. Þar munu Valsmenn hf. reisa fjölbreytta íbúðarbyggð, verslun og þjónusta með nýstárlegum lausnum í umhverfismálum. En Valsmenn eru 40% í eigu Kanttspyrnufélagsins Vals en afgangurinn í eigu um 400 einstaklinga sem lagt hafa allt frá 50 þúsundum til eina milljón króna í félagið.Er búið að ryðja öllum hindrunum úr vegi þannig að hægt er að byrja?„Já, já. Við teljum að svo sé. Við vinnum þetta verkefni á fullri ferð. Ef þú ert að vitna til flugbrautar eða eitthvað slíkt þá teljum við að það sé ákveðið stjórnskipulag í þessu landi. Það er búið að gefa yfirlýsingar og undirrita samkomulög um lokun flugbrautarinnar og við gerum ekki ráð fyrir öðru en henni verði lokað og að þessi uppbyggingaráform nái fram að ganga,“ segir Brynjar Harðarson framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Þarna vísar Brynjar til samkomulags milli ríkis og borgar sem undirritað var í Hörpu í lok október en í því er gert ráð fyrir að minnsta flugbrautin, norð-austur / suð-vestur brautin verði lögð af um næstu áramót. „Við vonumst til að hefja gatnaframkvæmdir í haust og byggingaframkvæmdir næsta vor. Fyrstu íbúarnir flytji síðan inn í hverfið 2016 og ef allt gengur eftir gæti hverfið verið fullbyggt árið 2020,“ segir Brynjar. Helmingur íbúðanna verður tveggja herbergja íbúðir og 21 prósent þriggja herbergja og aðrar stærri. Þá er gert ráð fyrir stúdentaíbúðum, en samtals verða íbúðirnar 600. Húsin verða mjög fjölbreytt útlits og mishá með inngörðum og þakgörðum. Regnvatni verður beint frá þaki í jarðveginn en ekki í niðurföll, bílastæði neðanjarðar undir inngörðum og nýstarlegar lausnir við flokkun og söfnun sorps. Þá verða einnig töluverðar breytingar á íþróttamannvirkjum á Valssvæðinu og m.a. byggt nýtt knatthús þar sem einnig er gert ráð fyrir leikskóla. „Ef þú hefur möguleika á því sem ungur maður eða ung kona að kaupa 50 til 60 fermetra íbúð er það mörgum sinnum viðráðanlegra en ef þú þarft að kaupa 80 til 120 fermetra íbúð,“ segir framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Hafist verður handa við eitt stærsta byggingarverefni sem ráðist hefur verið í hér á landi í haust. Þá hefst jarðvegsvinna fyrir 600 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík sem áætlað er að kosti á bilinu 25 til 30 milljarða króna. Þetta verður ein stærsta einstaka framkvæmdin frá hruni og þegar henni verður lokið eftir fimm til sex ár verður gjörbreyting orðin á svæðinu á Hlíðarenda. Þar munu Valsmenn hf. reisa fjölbreytta íbúðarbyggð, verslun og þjónusta með nýstárlegum lausnum í umhverfismálum. En Valsmenn eru 40% í eigu Kanttspyrnufélagsins Vals en afgangurinn í eigu um 400 einstaklinga sem lagt hafa allt frá 50 þúsundum til eina milljón króna í félagið.Er búið að ryðja öllum hindrunum úr vegi þannig að hægt er að byrja?„Já, já. Við teljum að svo sé. Við vinnum þetta verkefni á fullri ferð. Ef þú ert að vitna til flugbrautar eða eitthvað slíkt þá teljum við að það sé ákveðið stjórnskipulag í þessu landi. Það er búið að gefa yfirlýsingar og undirrita samkomulög um lokun flugbrautarinnar og við gerum ekki ráð fyrir öðru en henni verði lokað og að þessi uppbyggingaráform nái fram að ganga,“ segir Brynjar Harðarson framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Þarna vísar Brynjar til samkomulags milli ríkis og borgar sem undirritað var í Hörpu í lok október en í því er gert ráð fyrir að minnsta flugbrautin, norð-austur / suð-vestur brautin verði lögð af um næstu áramót. „Við vonumst til að hefja gatnaframkvæmdir í haust og byggingaframkvæmdir næsta vor. Fyrstu íbúarnir flytji síðan inn í hverfið 2016 og ef allt gengur eftir gæti hverfið verið fullbyggt árið 2020,“ segir Brynjar. Helmingur íbúðanna verður tveggja herbergja íbúðir og 21 prósent þriggja herbergja og aðrar stærri. Þá er gert ráð fyrir stúdentaíbúðum, en samtals verða íbúðirnar 600. Húsin verða mjög fjölbreytt útlits og mishá með inngörðum og þakgörðum. Regnvatni verður beint frá þaki í jarðveginn en ekki í niðurföll, bílastæði neðanjarðar undir inngörðum og nýstarlegar lausnir við flokkun og söfnun sorps. Þá verða einnig töluverðar breytingar á íþróttamannvirkjum á Valssvæðinu og m.a. byggt nýtt knatthús þar sem einnig er gert ráð fyrir leikskóla. „Ef þú hefur möguleika á því sem ungur maður eða ung kona að kaupa 50 til 60 fermetra íbúð er það mörgum sinnum viðráðanlegra en ef þú þarft að kaupa 80 til 120 fermetra íbúð,“ segir framkvæmdastjóri Valsmanna hf.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira