Mesta framkvæmd frá hruni hefst í haust Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2014 20:00 Hafist verður handa við eitt stærsta byggingarverefni sem ráðist hefur verið í hér á landi í haust. Þá hefst jarðvegsvinna fyrir 600 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík sem áætlað er að kosti á bilinu 25 til 30 milljarða króna. Þetta verður ein stærsta einstaka framkvæmdin frá hruni og þegar henni verður lokið eftir fimm til sex ár verður gjörbreyting orðin á svæðinu á Hlíðarenda. Þar munu Valsmenn hf. reisa fjölbreytta íbúðarbyggð, verslun og þjónusta með nýstárlegum lausnum í umhverfismálum. En Valsmenn eru 40% í eigu Kanttspyrnufélagsins Vals en afgangurinn í eigu um 400 einstaklinga sem lagt hafa allt frá 50 þúsundum til eina milljón króna í félagið.Er búið að ryðja öllum hindrunum úr vegi þannig að hægt er að byrja?„Já, já. Við teljum að svo sé. Við vinnum þetta verkefni á fullri ferð. Ef þú ert að vitna til flugbrautar eða eitthvað slíkt þá teljum við að það sé ákveðið stjórnskipulag í þessu landi. Það er búið að gefa yfirlýsingar og undirrita samkomulög um lokun flugbrautarinnar og við gerum ekki ráð fyrir öðru en henni verði lokað og að þessi uppbyggingaráform nái fram að ganga,“ segir Brynjar Harðarson framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Þarna vísar Brynjar til samkomulags milli ríkis og borgar sem undirritað var í Hörpu í lok október en í því er gert ráð fyrir að minnsta flugbrautin, norð-austur / suð-vestur brautin verði lögð af um næstu áramót. „Við vonumst til að hefja gatnaframkvæmdir í haust og byggingaframkvæmdir næsta vor. Fyrstu íbúarnir flytji síðan inn í hverfið 2016 og ef allt gengur eftir gæti hverfið verið fullbyggt árið 2020,“ segir Brynjar. Helmingur íbúðanna verður tveggja herbergja íbúðir og 21 prósent þriggja herbergja og aðrar stærri. Þá er gert ráð fyrir stúdentaíbúðum, en samtals verða íbúðirnar 600. Húsin verða mjög fjölbreytt útlits og mishá með inngörðum og þakgörðum. Regnvatni verður beint frá þaki í jarðveginn en ekki í niðurföll, bílastæði neðanjarðar undir inngörðum og nýstarlegar lausnir við flokkun og söfnun sorps. Þá verða einnig töluverðar breytingar á íþróttamannvirkjum á Valssvæðinu og m.a. byggt nýtt knatthús þar sem einnig er gert ráð fyrir leikskóla. „Ef þú hefur möguleika á því sem ungur maður eða ung kona að kaupa 50 til 60 fermetra íbúð er það mörgum sinnum viðráðanlegra en ef þú þarft að kaupa 80 til 120 fermetra íbúð,“ segir framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Hafist verður handa við eitt stærsta byggingarverefni sem ráðist hefur verið í hér á landi í haust. Þá hefst jarðvegsvinna fyrir 600 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík sem áætlað er að kosti á bilinu 25 til 30 milljarða króna. Þetta verður ein stærsta einstaka framkvæmdin frá hruni og þegar henni verður lokið eftir fimm til sex ár verður gjörbreyting orðin á svæðinu á Hlíðarenda. Þar munu Valsmenn hf. reisa fjölbreytta íbúðarbyggð, verslun og þjónusta með nýstárlegum lausnum í umhverfismálum. En Valsmenn eru 40% í eigu Kanttspyrnufélagsins Vals en afgangurinn í eigu um 400 einstaklinga sem lagt hafa allt frá 50 þúsundum til eina milljón króna í félagið.Er búið að ryðja öllum hindrunum úr vegi þannig að hægt er að byrja?„Já, já. Við teljum að svo sé. Við vinnum þetta verkefni á fullri ferð. Ef þú ert að vitna til flugbrautar eða eitthvað slíkt þá teljum við að það sé ákveðið stjórnskipulag í þessu landi. Það er búið að gefa yfirlýsingar og undirrita samkomulög um lokun flugbrautarinnar og við gerum ekki ráð fyrir öðru en henni verði lokað og að þessi uppbyggingaráform nái fram að ganga,“ segir Brynjar Harðarson framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Þarna vísar Brynjar til samkomulags milli ríkis og borgar sem undirritað var í Hörpu í lok október en í því er gert ráð fyrir að minnsta flugbrautin, norð-austur / suð-vestur brautin verði lögð af um næstu áramót. „Við vonumst til að hefja gatnaframkvæmdir í haust og byggingaframkvæmdir næsta vor. Fyrstu íbúarnir flytji síðan inn í hverfið 2016 og ef allt gengur eftir gæti hverfið verið fullbyggt árið 2020,“ segir Brynjar. Helmingur íbúðanna verður tveggja herbergja íbúðir og 21 prósent þriggja herbergja og aðrar stærri. Þá er gert ráð fyrir stúdentaíbúðum, en samtals verða íbúðirnar 600. Húsin verða mjög fjölbreytt útlits og mishá með inngörðum og þakgörðum. Regnvatni verður beint frá þaki í jarðveginn en ekki í niðurföll, bílastæði neðanjarðar undir inngörðum og nýstarlegar lausnir við flokkun og söfnun sorps. Þá verða einnig töluverðar breytingar á íþróttamannvirkjum á Valssvæðinu og m.a. byggt nýtt knatthús þar sem einnig er gert ráð fyrir leikskóla. „Ef þú hefur möguleika á því sem ungur maður eða ung kona að kaupa 50 til 60 fermetra íbúð er það mörgum sinnum viðráðanlegra en ef þú þarft að kaupa 80 til 120 fermetra íbúð,“ segir framkvæmdastjóri Valsmanna hf.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira