31 mark skorað í Lengjubikarnum í gær Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2014 10:26 Ármann Smári fékk rautt í 4-4 jafntefli ÍA og Keflavíkur í gær. Vísir/Anton Það var mikið fjör í Lengjubikar karla í gær en alls fóru sjö leikir fram. Alls var 31 mark skorað í leikjunum. ÍA og Keflavík gerðu jafntefli, 4-4, í dramatískum leik þar sem þrjú mörk voru skoruð á lokamínútum leiksins auk þess að Skagamaðurinn Ármann Smári Björnsson fékk að líta rauða spjaldið. Eftir að Bojan Ljubicic hafði komið Keflavík yfir, 4-3, með tveimur mörkum með skömmu millibili náði Einar Logi Einarsson að bjarga stigi fyrir ÍA með marki á 94. mínútu. Bæði lið eru með sjö stig á toppi 1. riðils ásamt Blikum sem unnu 4-3 sigur á Fram í öðrum markaleik. Grindavík kemur svo næst með sex stig eftir að hafa lagt BÍ/Bolungarvík í gær. KR komst svo á blað með 2-1 sigri á Aftureldingu en liðið hafði tapað fyrir Fram í fyrsta leik sínum í keppninni. Fjölnir og KA gerðu 1-1 jafntefli en þetta var fyrsta stig Akureyringa í keppninni eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Fjölnir er nú með fjögur stig en Þór og FH eru með fullt hús stiga á toppnum að loknum tveimur leikjum. ÍBV tapaði sínum fyrsta leik í 3. riðli er liðið mætti Víkingi frá Ólafsvík. Eyþór Helgi Birgisson tryggði Ólafsvíkingum sigur gegn hans gamla liði með marki á 89. mínútu. Þá unnu Selfyssingar sigur á Haukum, 3-2. ÍBV og Selfoss eru bæði með sex stig í riðlinum, einu á eftir Víkingi Reykjavík. Stjarnan er með fimm stig og Ólafsvíkingar þrjú. Einn leikur fer fram í dag en þá mætir Þór liði Þróttar í 2. riðli í Boganum á Akureyri.Úrslit gærdagsins:1. riðill:ÍA - Keflavík 4-4 0-1 Daníel Gylfason (21.), 1-1 Garðar Gunnlaugsson (46.), 1-2 Hörður Sveinsson (53.), 2-2 Andri Adolphsson (56.), 3-2 Jón Vilhelm Ákason (58.), 3-3 Bojan Ljubicic, víti (90.), 3-4 Bojan Ljubicic (92.), 4-4 Einar Logi Einarsson (94.).Breiðablik - Fram 4-3 0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (2.), 1-1 Finnur Orri Margeirsson (5.), 2-1 Tómas Óli Garðarsson (17.), 3-1 Tómas Óli Garðarsson (40.), 3-2 Aron Þórður Albertsson (45.), 4-2 Finnur Orri Margeirsson (79.), 4-3 Aron Þórður Albertsson (81.).Grindavík - BÍ/Bolungarvík 2-1 1-0 Juraj Grijelj (15.), 1-1 Andri Rúnar Bjarnason (51.), 2-1 Ivan Jugovic (89.).KR - Afturelding 2-1 1-0 Baldur Sigurðsson (16.), 1-1 Elvar Ingi Vignisson (65.), 2-1 Aron Bjarki Jósepsson, víti (90.).2. riðill:Fjölnir - KA 1-1 1-0 Ragnar Leósson (53.), 1-1 Ævar Ingi Jóhannesson (63.).3. riðill:Haukar - Selfoss 2-3 1-0 Hilmar Rafn Emilsson (12.), 1-1 Andri Már Hermannsson (16.), 1-2 Svavar Berg Jóhannsson (29.), 1-3 Andri Már Hermannsson (73.), 2-3 Hilmar Trausti Arnarsson (83.).Víkingur Ó - ÍBV 2-1 0-1 Atli Fannar Jónsson (14.), 1-1 Steinar Már Ragnarsson (72.), 2-1 Eyþór Helgi Birgisson (89.). Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Það var mikið fjör í Lengjubikar karla í gær en alls fóru sjö leikir fram. Alls var 31 mark skorað í leikjunum. ÍA og Keflavík gerðu jafntefli, 4-4, í dramatískum leik þar sem þrjú mörk voru skoruð á lokamínútum leiksins auk þess að Skagamaðurinn Ármann Smári Björnsson fékk að líta rauða spjaldið. Eftir að Bojan Ljubicic hafði komið Keflavík yfir, 4-3, með tveimur mörkum með skömmu millibili náði Einar Logi Einarsson að bjarga stigi fyrir ÍA með marki á 94. mínútu. Bæði lið eru með sjö stig á toppi 1. riðils ásamt Blikum sem unnu 4-3 sigur á Fram í öðrum markaleik. Grindavík kemur svo næst með sex stig eftir að hafa lagt BÍ/Bolungarvík í gær. KR komst svo á blað með 2-1 sigri á Aftureldingu en liðið hafði tapað fyrir Fram í fyrsta leik sínum í keppninni. Fjölnir og KA gerðu 1-1 jafntefli en þetta var fyrsta stig Akureyringa í keppninni eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Fjölnir er nú með fjögur stig en Þór og FH eru með fullt hús stiga á toppnum að loknum tveimur leikjum. ÍBV tapaði sínum fyrsta leik í 3. riðli er liðið mætti Víkingi frá Ólafsvík. Eyþór Helgi Birgisson tryggði Ólafsvíkingum sigur gegn hans gamla liði með marki á 89. mínútu. Þá unnu Selfyssingar sigur á Haukum, 3-2. ÍBV og Selfoss eru bæði með sex stig í riðlinum, einu á eftir Víkingi Reykjavík. Stjarnan er með fimm stig og Ólafsvíkingar þrjú. Einn leikur fer fram í dag en þá mætir Þór liði Þróttar í 2. riðli í Boganum á Akureyri.Úrslit gærdagsins:1. riðill:ÍA - Keflavík 4-4 0-1 Daníel Gylfason (21.), 1-1 Garðar Gunnlaugsson (46.), 1-2 Hörður Sveinsson (53.), 2-2 Andri Adolphsson (56.), 3-2 Jón Vilhelm Ákason (58.), 3-3 Bojan Ljubicic, víti (90.), 3-4 Bojan Ljubicic (92.), 4-4 Einar Logi Einarsson (94.).Breiðablik - Fram 4-3 0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (2.), 1-1 Finnur Orri Margeirsson (5.), 2-1 Tómas Óli Garðarsson (17.), 3-1 Tómas Óli Garðarsson (40.), 3-2 Aron Þórður Albertsson (45.), 4-2 Finnur Orri Margeirsson (79.), 4-3 Aron Þórður Albertsson (81.).Grindavík - BÍ/Bolungarvík 2-1 1-0 Juraj Grijelj (15.), 1-1 Andri Rúnar Bjarnason (51.), 2-1 Ivan Jugovic (89.).KR - Afturelding 2-1 1-0 Baldur Sigurðsson (16.), 1-1 Elvar Ingi Vignisson (65.), 2-1 Aron Bjarki Jósepsson, víti (90.).2. riðill:Fjölnir - KA 1-1 1-0 Ragnar Leósson (53.), 1-1 Ævar Ingi Jóhannesson (63.).3. riðill:Haukar - Selfoss 2-3 1-0 Hilmar Rafn Emilsson (12.), 1-1 Andri Már Hermannsson (16.), 1-2 Svavar Berg Jóhannsson (29.), 1-3 Andri Már Hermannsson (73.), 2-3 Hilmar Trausti Arnarsson (83.).Víkingur Ó - ÍBV 2-1 0-1 Atli Fannar Jónsson (14.), 1-1 Steinar Már Ragnarsson (72.), 2-1 Eyþór Helgi Birgisson (89.).
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira