31 mark skorað í Lengjubikarnum í gær Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2014 10:26 Ármann Smári fékk rautt í 4-4 jafntefli ÍA og Keflavíkur í gær. Vísir/Anton Það var mikið fjör í Lengjubikar karla í gær en alls fóru sjö leikir fram. Alls var 31 mark skorað í leikjunum. ÍA og Keflavík gerðu jafntefli, 4-4, í dramatískum leik þar sem þrjú mörk voru skoruð á lokamínútum leiksins auk þess að Skagamaðurinn Ármann Smári Björnsson fékk að líta rauða spjaldið. Eftir að Bojan Ljubicic hafði komið Keflavík yfir, 4-3, með tveimur mörkum með skömmu millibili náði Einar Logi Einarsson að bjarga stigi fyrir ÍA með marki á 94. mínútu. Bæði lið eru með sjö stig á toppi 1. riðils ásamt Blikum sem unnu 4-3 sigur á Fram í öðrum markaleik. Grindavík kemur svo næst með sex stig eftir að hafa lagt BÍ/Bolungarvík í gær. KR komst svo á blað með 2-1 sigri á Aftureldingu en liðið hafði tapað fyrir Fram í fyrsta leik sínum í keppninni. Fjölnir og KA gerðu 1-1 jafntefli en þetta var fyrsta stig Akureyringa í keppninni eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Fjölnir er nú með fjögur stig en Þór og FH eru með fullt hús stiga á toppnum að loknum tveimur leikjum. ÍBV tapaði sínum fyrsta leik í 3. riðli er liðið mætti Víkingi frá Ólafsvík. Eyþór Helgi Birgisson tryggði Ólafsvíkingum sigur gegn hans gamla liði með marki á 89. mínútu. Þá unnu Selfyssingar sigur á Haukum, 3-2. ÍBV og Selfoss eru bæði með sex stig í riðlinum, einu á eftir Víkingi Reykjavík. Stjarnan er með fimm stig og Ólafsvíkingar þrjú. Einn leikur fer fram í dag en þá mætir Þór liði Þróttar í 2. riðli í Boganum á Akureyri.Úrslit gærdagsins:1. riðill:ÍA - Keflavík 4-4 0-1 Daníel Gylfason (21.), 1-1 Garðar Gunnlaugsson (46.), 1-2 Hörður Sveinsson (53.), 2-2 Andri Adolphsson (56.), 3-2 Jón Vilhelm Ákason (58.), 3-3 Bojan Ljubicic, víti (90.), 3-4 Bojan Ljubicic (92.), 4-4 Einar Logi Einarsson (94.).Breiðablik - Fram 4-3 0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (2.), 1-1 Finnur Orri Margeirsson (5.), 2-1 Tómas Óli Garðarsson (17.), 3-1 Tómas Óli Garðarsson (40.), 3-2 Aron Þórður Albertsson (45.), 4-2 Finnur Orri Margeirsson (79.), 4-3 Aron Þórður Albertsson (81.).Grindavík - BÍ/Bolungarvík 2-1 1-0 Juraj Grijelj (15.), 1-1 Andri Rúnar Bjarnason (51.), 2-1 Ivan Jugovic (89.).KR - Afturelding 2-1 1-0 Baldur Sigurðsson (16.), 1-1 Elvar Ingi Vignisson (65.), 2-1 Aron Bjarki Jósepsson, víti (90.).2. riðill:Fjölnir - KA 1-1 1-0 Ragnar Leósson (53.), 1-1 Ævar Ingi Jóhannesson (63.).3. riðill:Haukar - Selfoss 2-3 1-0 Hilmar Rafn Emilsson (12.), 1-1 Andri Már Hermannsson (16.), 1-2 Svavar Berg Jóhannsson (29.), 1-3 Andri Már Hermannsson (73.), 2-3 Hilmar Trausti Arnarsson (83.).Víkingur Ó - ÍBV 2-1 0-1 Atli Fannar Jónsson (14.), 1-1 Steinar Már Ragnarsson (72.), 2-1 Eyþór Helgi Birgisson (89.). Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Það var mikið fjör í Lengjubikar karla í gær en alls fóru sjö leikir fram. Alls var 31 mark skorað í leikjunum. ÍA og Keflavík gerðu jafntefli, 4-4, í dramatískum leik þar sem þrjú mörk voru skoruð á lokamínútum leiksins auk þess að Skagamaðurinn Ármann Smári Björnsson fékk að líta rauða spjaldið. Eftir að Bojan Ljubicic hafði komið Keflavík yfir, 4-3, með tveimur mörkum með skömmu millibili náði Einar Logi Einarsson að bjarga stigi fyrir ÍA með marki á 94. mínútu. Bæði lið eru með sjö stig á toppi 1. riðils ásamt Blikum sem unnu 4-3 sigur á Fram í öðrum markaleik. Grindavík kemur svo næst með sex stig eftir að hafa lagt BÍ/Bolungarvík í gær. KR komst svo á blað með 2-1 sigri á Aftureldingu en liðið hafði tapað fyrir Fram í fyrsta leik sínum í keppninni. Fjölnir og KA gerðu 1-1 jafntefli en þetta var fyrsta stig Akureyringa í keppninni eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Fjölnir er nú með fjögur stig en Þór og FH eru með fullt hús stiga á toppnum að loknum tveimur leikjum. ÍBV tapaði sínum fyrsta leik í 3. riðli er liðið mætti Víkingi frá Ólafsvík. Eyþór Helgi Birgisson tryggði Ólafsvíkingum sigur gegn hans gamla liði með marki á 89. mínútu. Þá unnu Selfyssingar sigur á Haukum, 3-2. ÍBV og Selfoss eru bæði með sex stig í riðlinum, einu á eftir Víkingi Reykjavík. Stjarnan er með fimm stig og Ólafsvíkingar þrjú. Einn leikur fer fram í dag en þá mætir Þór liði Þróttar í 2. riðli í Boganum á Akureyri.Úrslit gærdagsins:1. riðill:ÍA - Keflavík 4-4 0-1 Daníel Gylfason (21.), 1-1 Garðar Gunnlaugsson (46.), 1-2 Hörður Sveinsson (53.), 2-2 Andri Adolphsson (56.), 3-2 Jón Vilhelm Ákason (58.), 3-3 Bojan Ljubicic, víti (90.), 3-4 Bojan Ljubicic (92.), 4-4 Einar Logi Einarsson (94.).Breiðablik - Fram 4-3 0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (2.), 1-1 Finnur Orri Margeirsson (5.), 2-1 Tómas Óli Garðarsson (17.), 3-1 Tómas Óli Garðarsson (40.), 3-2 Aron Þórður Albertsson (45.), 4-2 Finnur Orri Margeirsson (79.), 4-3 Aron Þórður Albertsson (81.).Grindavík - BÍ/Bolungarvík 2-1 1-0 Juraj Grijelj (15.), 1-1 Andri Rúnar Bjarnason (51.), 2-1 Ivan Jugovic (89.).KR - Afturelding 2-1 1-0 Baldur Sigurðsson (16.), 1-1 Elvar Ingi Vignisson (65.), 2-1 Aron Bjarki Jósepsson, víti (90.).2. riðill:Fjölnir - KA 1-1 1-0 Ragnar Leósson (53.), 1-1 Ævar Ingi Jóhannesson (63.).3. riðill:Haukar - Selfoss 2-3 1-0 Hilmar Rafn Emilsson (12.), 1-1 Andri Már Hermannsson (16.), 1-2 Svavar Berg Jóhannsson (29.), 1-3 Andri Már Hermannsson (73.), 2-3 Hilmar Trausti Arnarsson (83.).Víkingur Ó - ÍBV 2-1 0-1 Atli Fannar Jónsson (14.), 1-1 Steinar Már Ragnarsson (72.), 2-1 Eyþór Helgi Birgisson (89.).
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira