"Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það“ 9. mars 2014 11:47 Már var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi í morgun. Vísir/GVA/Pjetur „Auðvitað er ég fórnarlamb í þessu. Þetta er eins og einhver maður byggi á Akureyri, hann sé ráðinn í starf á Akranesi með ákveðin laun, og hann selur húsið sitt á Akureyri og kaupir annað á Akranesi,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már var gestur Sigurjóns Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann var skipaður seðlabankastjóri árið 2009 eftir að hæfnisnefnd undir forystu Jónasar Haralz taldi hann hæfastan. „Nokkrum mánuðum seinna kemur svo vinnuveitandinn og segir: „Heyrðu, þetta er 30 prósent lægra.“ Hvað gerir þessi maður? Nú hann náttúrulega labbar til Vilhjálms í verklalýðsfélaginu og spyr hvort það sé ekki hægt að fara í mál.“ Már segir að honum hafi þá verið kynnt ákveðinn kjör seðlabankastjóra sem hann hafi gengist að en þá lá fyrir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur leggði fram frumvarp um kjör æðstu embættismanna. „Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það,“ sagði Már í þættinum. „Þetta snýst um hvernig er rétt staðið að ákvörðunum, er staðið við samninga og þetta snýst um sjálfstæði Seðlabankans og embættisstöðu seðlabankastjóra.“ Því ef málið hefði einungis snúist um það að seðlabankastjóri tæki á sig almenna lækkun launa upp á 10 til 15 prósent hefði hann ekki sett sig upp á móti því, en þarna hafi átt að lækka laun seðlabankastjóra og nokkurra annarra æðstu embættismanna langt umfram slíka almenna lækkun og þá þurfi bankinn að huga að sjálfstæði sínu gagnvart framkvæmdavaldinu. Hann hafi því þurft að ákveða hvort forsendur væru breyttar fyrir fyrirhugaðri ráðningu hans og hann þurft að íhuga hvort hann drægi umsóknina til baka og hann hafi rætt það við formann bankaráðsins. „Þá hringir í mig ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu og segist ætla að lesa fyrir mig ákveðnar tölur. Og ef ég sé sáttur við þær, þá muni ég fara í ráðningarviðtalið, ef ég er það ekki er þeim frjálst að draga mig til baka.“ Síðan komi ákvörðun kjararáðs og þá hafi bankaráð Seðlabankans ákveðið að óska eftir lögfræðiáliti frá Andra Árnasyni hæstaréttarlögmanni um hvernig bæri að bregðast við og svipað hafi margar aðrar opinberar stofnanir gert gagnvart sínum yfirmönnum. Almennt hafi niðurstaðan verið að laun yfirmanna stofnana skyldu óbreytt út uppsagnarfrest og Andri komist að þeirri niðurstöðu að uppsagnarfrestur seðlabankastjóra væri skipunartíminn, eða fimm ár. Héraðsdómur hafi síðan úrskurðað á annan hátt. „Þá var ég búinn að ákveða það að halda ekki áfram með málið nema ég fengi til þess einhvern atbeina frá bankanum. Ég hefði hætt, ég hefði ekki farið áfram og þá hefði niðurstaða ekki komið í málið og formaður bankaráðs, að mínu viti, taldi það réttilega að það væri mikið hagsmunamál fyrir bankann að fá þetta klárt. Vegna þess að hún hafði ítrekað í bréfum til kjararáðs vísað til þess að bankaráð gæti ekki ákveðið aðkomu sína að þessu máli fyrr en niðurstaða í þessu dómsmáli lægi fyrir.“ Már segir það varða sjálfstæði bankans að ekki sé hægt að hrekja bankastjóra hans og aðra frá því að sinna lögbundnum skyldum sínum með því að lækka við hann launin. Hlýða má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Seðlabankinn greiddi málskostnað Más gegn bankanum "Í ljósi þessa var sú ákvörðun tekin að bankinn stæði straum af öllum kostnaði vegna málsins.“ 7. mars 2014 17:50 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Auðvitað er ég fórnarlamb í þessu. Þetta er eins og einhver maður byggi á Akureyri, hann sé ráðinn í starf á Akranesi með ákveðin laun, og hann selur húsið sitt á Akureyri og kaupir annað á Akranesi,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már var gestur Sigurjóns Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann var skipaður seðlabankastjóri árið 2009 eftir að hæfnisnefnd undir forystu Jónasar Haralz taldi hann hæfastan. „Nokkrum mánuðum seinna kemur svo vinnuveitandinn og segir: „Heyrðu, þetta er 30 prósent lægra.“ Hvað gerir þessi maður? Nú hann náttúrulega labbar til Vilhjálms í verklalýðsfélaginu og spyr hvort það sé ekki hægt að fara í mál.“ Már segir að honum hafi þá verið kynnt ákveðinn kjör seðlabankastjóra sem hann hafi gengist að en þá lá fyrir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur leggði fram frumvarp um kjör æðstu embættismanna. „Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það,“ sagði Már í þættinum. „Þetta snýst um hvernig er rétt staðið að ákvörðunum, er staðið við samninga og þetta snýst um sjálfstæði Seðlabankans og embættisstöðu seðlabankastjóra.“ Því ef málið hefði einungis snúist um það að seðlabankastjóri tæki á sig almenna lækkun launa upp á 10 til 15 prósent hefði hann ekki sett sig upp á móti því, en þarna hafi átt að lækka laun seðlabankastjóra og nokkurra annarra æðstu embættismanna langt umfram slíka almenna lækkun og þá þurfi bankinn að huga að sjálfstæði sínu gagnvart framkvæmdavaldinu. Hann hafi því þurft að ákveða hvort forsendur væru breyttar fyrir fyrirhugaðri ráðningu hans og hann þurft að íhuga hvort hann drægi umsóknina til baka og hann hafi rætt það við formann bankaráðsins. „Þá hringir í mig ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu og segist ætla að lesa fyrir mig ákveðnar tölur. Og ef ég sé sáttur við þær, þá muni ég fara í ráðningarviðtalið, ef ég er það ekki er þeim frjálst að draga mig til baka.“ Síðan komi ákvörðun kjararáðs og þá hafi bankaráð Seðlabankans ákveðið að óska eftir lögfræðiáliti frá Andra Árnasyni hæstaréttarlögmanni um hvernig bæri að bregðast við og svipað hafi margar aðrar opinberar stofnanir gert gagnvart sínum yfirmönnum. Almennt hafi niðurstaðan verið að laun yfirmanna stofnana skyldu óbreytt út uppsagnarfrest og Andri komist að þeirri niðurstöðu að uppsagnarfrestur seðlabankastjóra væri skipunartíminn, eða fimm ár. Héraðsdómur hafi síðan úrskurðað á annan hátt. „Þá var ég búinn að ákveða það að halda ekki áfram með málið nema ég fengi til þess einhvern atbeina frá bankanum. Ég hefði hætt, ég hefði ekki farið áfram og þá hefði niðurstaða ekki komið í málið og formaður bankaráðs, að mínu viti, taldi það réttilega að það væri mikið hagsmunamál fyrir bankann að fá þetta klárt. Vegna þess að hún hafði ítrekað í bréfum til kjararáðs vísað til þess að bankaráð gæti ekki ákveðið aðkomu sína að þessu máli fyrr en niðurstaða í þessu dómsmáli lægi fyrir.“ Már segir það varða sjálfstæði bankans að ekki sé hægt að hrekja bankastjóra hans og aðra frá því að sinna lögbundnum skyldum sínum með því að lækka við hann launin. Hlýða má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Seðlabankinn greiddi málskostnað Más gegn bankanum "Í ljósi þessa var sú ákvörðun tekin að bankinn stæði straum af öllum kostnaði vegna málsins.“ 7. mars 2014 17:50 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Seðlabankinn greiddi málskostnað Más gegn bankanum "Í ljósi þessa var sú ákvörðun tekin að bankinn stæði straum af öllum kostnaði vegna málsins.“ 7. mars 2014 17:50