Innlent

„Mikill er máttur Fésbókar“

Baldvin Þormóðsson skrifar
Birgir Örn Steinarsson.
Birgir Örn Steinarsson. vísir/valli
Mikill er máttur Fésbókar. Í gær póstaði ég lýsingu á líkamsárás sem ég varð vitni að í von um að þau skilaboð bærust til þolanda að hún hefði bandamann - vildi hún kæra. segir Birgir Örn Steinarsson, tónlistarmaður, í nýrri stöðuuppfærslu á Facebook.

Vísir greindi frá annarri stöðuuppfærslu Birgis í gær þar sem hann segir frá hrottalegri líkamsárás sem hann varð vitni að.

„Það var haft samband við mig og ég veit nú hverjir áttu í hlut, nöfn þeirra, aldur og það ástand sem þau búa við.“ segir Birgir í stöðuuppfærslunni.

„Það er ykkur að þakka að nú séu skilaboðin komin til hennar. Þau rötuðu á réttan stað.“ segir Birgir sem endar stöðuuppfærsluna á heimspekilegri hugmynd um samfélagsmiðilinn.

„Kannski er mesti lærdómur gærdagsins að í gegnum Fésbókina getum við öll passað upp á hvort annað, látið vita að okkur sé ekki sama þegar við sjáum svona - og að við sættum okkur ekki við slíkt. Við getum hjálpast að við að koma slíkum skilaboðum áleiðis. Fésbókin er samfélagsmiðill og við erum samfélagið. Notum hana vel.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×