Innlent

Stúlka barin af karlmanni við Hringbraut í dag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Birgir Örn Steinarsson
Birgir Örn Steinarsson vísir/valli
Birgir Örn Steinarsson, tónlistarmaður, var fyrr í dag á leið fram hjá BSÍ á Hringbraut þegar hann varð vitni að grófu ofbeldi karlmanns gagnvart ungri konu.

„Hann greip stelpuna á hárinu, henti henni niður, barði hana og sparkaði í hana. Þegar ég stöðva bílinn þá stoppar hann og stelpan hleypur grátandi burt.“

Maðurinn fór inn í verslun N1 á Hringbraut og fór Birgir á eftir honum.

„Hann horfði í augun á mér og spurði hvort mér þætti eitthvað athugavert við að berja stelpu og sagði ég honum að mér þætti þetta aumingjaskapur. Þá kallaði hann stelpuna allskyns ljótum nöfnum.“

Ekki var kallað til lögreglu þar sem stúlkan hljóp á brott og karlmaðurinn hélt leiðar sinnar skömmu síðar.

Karlmaðurinn er á þrítugsaldri, um það bil 175 cm, rauðhærður og í rauðum íþróttagalla.

„Ef stelpan sér þetta þá vil ég að hún viti að ég er hennar bandamaður í þessu máli og verð vitni vilji hún kæra. Ég mun aldrei gleyma andliti þessa manns,“ segir Birgir að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×