Sport

Þrír duttu í lokastökkinu og runnu á rassinum í mark | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var mikil dramatík í sextán manna úrslitum í skíðaati á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi í dag en þrír af fjórir keppendum í einum riðlunum misstu jafnvægið í síðasta stökkinu og runnu á rassinum yfir marklínuna.  

Rússinn Egor Korotkov, Svíinn Victor Öhling Norberg og Finninn Jouni Pellinen misstu allir jafnvægið og það þurfti að skoða mynd frá marklínunni til að finna út hver þeirra náði öðru sætinu og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitununum.

Svisslendingurinn Armin Niederer græddi mest á óförum hinna þriggja því hann kom fyrstur í mark þrátt fyrir að hafa verið næstsíðastur fyrir lokastökkið. Hann stóð af sér lokastökkið og kom fyrstur í markið.

Svo fór að Rússinn Egor Korotkov rann fyrstur yfir marklínuna og tryggði sér sæti í undanúrslitunum en það er ekki oft sem þrír koma á rassinum í mark. Það er hægt að sjá myndband af þessum dramatíska endi með því að smella hér fyrir ofan.

Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×