Sport

Svona er að fara á 140km hraða niður ísilagða braut | Myndbönd

Það er ekki fyrir alla að renna sér á 140km hraða með höfuðið á undan.
Það er ekki fyrir alla að renna sér á 140km hraða með höfuðið á undan. Vísir/Getty
Baksleðakeppnin og keppni á skeleton-sleðum hafa vakið mikla athygli á Vetrarólympíuleikunum og skyldi engan undra.

Í þeim renna karlar og konur sér niður ísilagða braut á u.þ.b. 140km hraða og í tilfelli skeleton-sleðanna, með höfuðið á undan.

Lítið má út af bregða í þessum mögnuðu íþróttagreinum þar sem menn eru í kappi við tímann.

Í meðfylgjandi myndböndum má sjá hvernig það er að fara niður braut á skeleton-sleða frá sjónarhorni íþróttamannsins og einnig hvernig það er að vera efri maður í keppni á tveggja manna baksleðum.

Sjón er söguríkari. Þvílíkur hraði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×