„Fyrir neðan virðingu Alþingis“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. febrúar 2014 12:00 Hart var tekist á í þingsal í gærkvöldi. Þingmenn tókust á af hörku í þingsal í gær, þegar umræða um Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var á dagskrá. Efnisatriði skýrslunar voru þó í aukahlutverki, stór hluti umræðunnar fór í þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem felur meðal annars í sér að draga aðildarumsókn Íslands í ESB til baka. Einnig var fundarstjórn forseta til umræðu og undir lokin snérust ræður að miklu leyti um hvort slíta ætti þingfundi, vegna þreytu þingmanna. Fundi var slitið klukkan 23:40 í gærkvöldi. Umræðu um Evrópuskýrsluna var frestað og verður fyrsta mál á dagskrá í dag þegar þingfundur hefst klukkan 15. Fréttnæmasta atvik kvöldsins var væntanlega frammíkall utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar, í ræðu Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri grænna. Steingrímur fór fram á afsökunarbeiðni frá Gunnari Braga vegna orðalags þingsályktunartillögu hans. Þegar Steingrímur var að ljúka ræðu sinni þar sem hann gagnrýndi utanríkisráðherra kallaði sá síðarnefndi fram í: „Ég hef þó ekki logið að þinginu eins og þú.“ Mikil viðbrögð urðu við þessum orðum Gunnars Braga. Steingrímur svaraði: „Auðvitað er hæstvirtur ráðherra orðin þvílíkur ómerkingur í þingsölum.“ Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og meðlimur í forsætisnefnd Alþingis, var næstur í pontu á eftir Steingrími. Hann sagði að ef hann sæti i stóli forseta myndi hann enda þingfund. Hann sagði orð Gunnars Braga „algjörlega fyrir neðan virðingu Alþingis“. Eftir þónokkra umræðu um orð utanríkisráðherra, steig hann sjálfur í pontu og bað Steingrím afsökunar. Steingrímur svaraði um hæl: „Friðarins vegna tek ég það gilt, okkur getur öllum orðið á í hita leiksins, en ég tek engu að síður undir tillögur um að við slítum þessum fundi og förum heim að sofa.“Ragnheiður styður ekki tillöguna Annar fréttnæmur atburður á þingi í gær. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sagðist ekki ætla að styðja þingsályktunartillögu Gunnars Braga.„Nei, ég mun ekki styðja þessa tillögu óbreytta,“ sagði Ragnheiður meðal annars á þinginu í gær.„Það er í mínum huga alveg sama hversu erfitt verkefnið er eða þungt, þá þarf að útkljá það með einhverjum hætti og í mínum huga á ekki að útkljá þetta deiluefni nema af þjóðinni sjálfri og það í kosningum sem Alþingi boðar til.“ Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Þingmenn tókust á af hörku í þingsal í gær, þegar umræða um Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var á dagskrá. Efnisatriði skýrslunar voru þó í aukahlutverki, stór hluti umræðunnar fór í þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem felur meðal annars í sér að draga aðildarumsókn Íslands í ESB til baka. Einnig var fundarstjórn forseta til umræðu og undir lokin snérust ræður að miklu leyti um hvort slíta ætti þingfundi, vegna þreytu þingmanna. Fundi var slitið klukkan 23:40 í gærkvöldi. Umræðu um Evrópuskýrsluna var frestað og verður fyrsta mál á dagskrá í dag þegar þingfundur hefst klukkan 15. Fréttnæmasta atvik kvöldsins var væntanlega frammíkall utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar, í ræðu Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri grænna. Steingrímur fór fram á afsökunarbeiðni frá Gunnari Braga vegna orðalags þingsályktunartillögu hans. Þegar Steingrímur var að ljúka ræðu sinni þar sem hann gagnrýndi utanríkisráðherra kallaði sá síðarnefndi fram í: „Ég hef þó ekki logið að þinginu eins og þú.“ Mikil viðbrögð urðu við þessum orðum Gunnars Braga. Steingrímur svaraði: „Auðvitað er hæstvirtur ráðherra orðin þvílíkur ómerkingur í þingsölum.“ Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og meðlimur í forsætisnefnd Alþingis, var næstur í pontu á eftir Steingrími. Hann sagði að ef hann sæti i stóli forseta myndi hann enda þingfund. Hann sagði orð Gunnars Braga „algjörlega fyrir neðan virðingu Alþingis“. Eftir þónokkra umræðu um orð utanríkisráðherra, steig hann sjálfur í pontu og bað Steingrím afsökunar. Steingrímur svaraði um hæl: „Friðarins vegna tek ég það gilt, okkur getur öllum orðið á í hita leiksins, en ég tek engu að síður undir tillögur um að við slítum þessum fundi og förum heim að sofa.“Ragnheiður styður ekki tillöguna Annar fréttnæmur atburður á þingi í gær. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sagðist ekki ætla að styðja þingsályktunartillögu Gunnars Braga.„Nei, ég mun ekki styðja þessa tillögu óbreytta,“ sagði Ragnheiður meðal annars á þinginu í gær.„Það er í mínum huga alveg sama hversu erfitt verkefnið er eða þungt, þá þarf að útkljá það með einhverjum hætti og í mínum huga á ekki að útkljá þetta deiluefni nema af þjóðinni sjálfri og það í kosningum sem Alþingi boðar til.“
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira