„Fyrir neðan virðingu Alþingis“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. febrúar 2014 12:00 Hart var tekist á í þingsal í gærkvöldi. Þingmenn tókust á af hörku í þingsal í gær, þegar umræða um Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var á dagskrá. Efnisatriði skýrslunar voru þó í aukahlutverki, stór hluti umræðunnar fór í þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem felur meðal annars í sér að draga aðildarumsókn Íslands í ESB til baka. Einnig var fundarstjórn forseta til umræðu og undir lokin snérust ræður að miklu leyti um hvort slíta ætti þingfundi, vegna þreytu þingmanna. Fundi var slitið klukkan 23:40 í gærkvöldi. Umræðu um Evrópuskýrsluna var frestað og verður fyrsta mál á dagskrá í dag þegar þingfundur hefst klukkan 15. Fréttnæmasta atvik kvöldsins var væntanlega frammíkall utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar, í ræðu Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri grænna. Steingrímur fór fram á afsökunarbeiðni frá Gunnari Braga vegna orðalags þingsályktunartillögu hans. Þegar Steingrímur var að ljúka ræðu sinni þar sem hann gagnrýndi utanríkisráðherra kallaði sá síðarnefndi fram í: „Ég hef þó ekki logið að þinginu eins og þú.“ Mikil viðbrögð urðu við þessum orðum Gunnars Braga. Steingrímur svaraði: „Auðvitað er hæstvirtur ráðherra orðin þvílíkur ómerkingur í þingsölum.“ Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og meðlimur í forsætisnefnd Alþingis, var næstur í pontu á eftir Steingrími. Hann sagði að ef hann sæti i stóli forseta myndi hann enda þingfund. Hann sagði orð Gunnars Braga „algjörlega fyrir neðan virðingu Alþingis“. Eftir þónokkra umræðu um orð utanríkisráðherra, steig hann sjálfur í pontu og bað Steingrím afsökunar. Steingrímur svaraði um hæl: „Friðarins vegna tek ég það gilt, okkur getur öllum orðið á í hita leiksins, en ég tek engu að síður undir tillögur um að við slítum þessum fundi og förum heim að sofa.“Ragnheiður styður ekki tillöguna Annar fréttnæmur atburður á þingi í gær. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sagðist ekki ætla að styðja þingsályktunartillögu Gunnars Braga.„Nei, ég mun ekki styðja þessa tillögu óbreytta,“ sagði Ragnheiður meðal annars á þinginu í gær.„Það er í mínum huga alveg sama hversu erfitt verkefnið er eða þungt, þá þarf að útkljá það með einhverjum hætti og í mínum huga á ekki að útkljá þetta deiluefni nema af þjóðinni sjálfri og það í kosningum sem Alþingi boðar til.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Þingmenn tókust á af hörku í þingsal í gær, þegar umræða um Evrópuskýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var á dagskrá. Efnisatriði skýrslunar voru þó í aukahlutverki, stór hluti umræðunnar fór í þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem felur meðal annars í sér að draga aðildarumsókn Íslands í ESB til baka. Einnig var fundarstjórn forseta til umræðu og undir lokin snérust ræður að miklu leyti um hvort slíta ætti þingfundi, vegna þreytu þingmanna. Fundi var slitið klukkan 23:40 í gærkvöldi. Umræðu um Evrópuskýrsluna var frestað og verður fyrsta mál á dagskrá í dag þegar þingfundur hefst klukkan 15. Fréttnæmasta atvik kvöldsins var væntanlega frammíkall utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar, í ræðu Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri grænna. Steingrímur fór fram á afsökunarbeiðni frá Gunnari Braga vegna orðalags þingsályktunartillögu hans. Þegar Steingrímur var að ljúka ræðu sinni þar sem hann gagnrýndi utanríkisráðherra kallaði sá síðarnefndi fram í: „Ég hef þó ekki logið að þinginu eins og þú.“ Mikil viðbrögð urðu við þessum orðum Gunnars Braga. Steingrímur svaraði: „Auðvitað er hæstvirtur ráðherra orðin þvílíkur ómerkingur í þingsölum.“ Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og meðlimur í forsætisnefnd Alþingis, var næstur í pontu á eftir Steingrími. Hann sagði að ef hann sæti i stóli forseta myndi hann enda þingfund. Hann sagði orð Gunnars Braga „algjörlega fyrir neðan virðingu Alþingis“. Eftir þónokkra umræðu um orð utanríkisráðherra, steig hann sjálfur í pontu og bað Steingrím afsökunar. Steingrímur svaraði um hæl: „Friðarins vegna tek ég það gilt, okkur getur öllum orðið á í hita leiksins, en ég tek engu að síður undir tillögur um að við slítum þessum fundi og förum heim að sofa.“Ragnheiður styður ekki tillöguna Annar fréttnæmur atburður á þingi í gær. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sagðist ekki ætla að styðja þingsályktunartillögu Gunnars Braga.„Nei, ég mun ekki styðja þessa tillögu óbreytta,“ sagði Ragnheiður meðal annars á þinginu í gær.„Það er í mínum huga alveg sama hversu erfitt verkefnið er eða þungt, þá þarf að útkljá það með einhverjum hætti og í mínum huga á ekki að útkljá þetta deiluefni nema af þjóðinni sjálfri og það í kosningum sem Alþingi boðar til.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira