„Stórlega vegið að almannarétti“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 14:20 VÍSIR/GVA „Við teljum að hugmyndir um náttúrupassa og gjald inn á einstaka staði vegi að svokölluðum almannarétti sem fjallar um það að fólk geti gengið um óræktað land,“ segir GuðmundurIngi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Landvernd, Ferðafélag Íslands, Ferðaklúbburinn 4x4, SAMÚT og Útivist gera þá kröfu að hugmynd um náttúrupassa verði betur útfærð. Guðmundur tekur þó undir að víða þurfi að efla innviði og þjónustu til að forða ferðamannastöðum og náttúruperlum frá skemmdum og ágangi. Í þeim tilgangi sé ásættanlegt að innheimta gjald af ferðamönnum sem renni til uppbyggingar og reksturs á slíkum stöðum, þar með talið til fræðslu, landvörslu og öryggismála. „Í samráðshópi um náttúrupassa á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafa útfærslur annarra hugmynda en náttúrupassans ekki fengist ræddar. Samtökin telja að fara beri leiðir sem ekki brjóta á almannaréttinum, til dæmis blandaða leið hóflegs komu- eða brottfarargjalds og breytinga á gistináttagjaldi og/eða virðisaukaskatti.“ Guðmundur segir því kröfu samtakanna skýra um að þessar leiðir verði útfærðar á sama tíma og náttúrupassinn og í kjölfarið verði endanlegar ákvarðanir teknar um leiðir til gjaldtöku ferðamanna.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar.MYND/AÐSEND„Við styðjum að sjálfsögðu uppbyggingu á þeim stöðum sem verst hafa orðið úti, en þó ekki alla. Sumir staðir myndu missa sjarma sinn og eiginleika ef þeir yrðu byggðir upp. Þar er því mikilvægt að beita öðrum aðferðum við að hefta ágang fólks á þau svæði.“ Hann segir samtökin hafa fullan skilning á því að málið sé brýnt en hvetja ráðherra, landeigendur og aðila í ferðaþjónustunni að sameinast um að tryggja að sú mikilvæga stefnumótun sem nú er í gangi tryggi vernd almannaréttarins og að litið verði gaumgæfilega á aðferðir sem tryggja það. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Við teljum að hugmyndir um náttúrupassa og gjald inn á einstaka staði vegi að svokölluðum almannarétti sem fjallar um það að fólk geti gengið um óræktað land,“ segir GuðmundurIngi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Landvernd, Ferðafélag Íslands, Ferðaklúbburinn 4x4, SAMÚT og Útivist gera þá kröfu að hugmynd um náttúrupassa verði betur útfærð. Guðmundur tekur þó undir að víða þurfi að efla innviði og þjónustu til að forða ferðamannastöðum og náttúruperlum frá skemmdum og ágangi. Í þeim tilgangi sé ásættanlegt að innheimta gjald af ferðamönnum sem renni til uppbyggingar og reksturs á slíkum stöðum, þar með talið til fræðslu, landvörslu og öryggismála. „Í samráðshópi um náttúrupassa á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafa útfærslur annarra hugmynda en náttúrupassans ekki fengist ræddar. Samtökin telja að fara beri leiðir sem ekki brjóta á almannaréttinum, til dæmis blandaða leið hóflegs komu- eða brottfarargjalds og breytinga á gistináttagjaldi og/eða virðisaukaskatti.“ Guðmundur segir því kröfu samtakanna skýra um að þessar leiðir verði útfærðar á sama tíma og náttúrupassinn og í kjölfarið verði endanlegar ákvarðanir teknar um leiðir til gjaldtöku ferðamanna.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar.MYND/AÐSEND„Við styðjum að sjálfsögðu uppbyggingu á þeim stöðum sem verst hafa orðið úti, en þó ekki alla. Sumir staðir myndu missa sjarma sinn og eiginleika ef þeir yrðu byggðir upp. Þar er því mikilvægt að beita öðrum aðferðum við að hefta ágang fólks á þau svæði.“ Hann segir samtökin hafa fullan skilning á því að málið sé brýnt en hvetja ráðherra, landeigendur og aðila í ferðaþjónustunni að sameinast um að tryggja að sú mikilvæga stefnumótun sem nú er í gangi tryggi vernd almannaréttarins og að litið verði gaumgæfilega á aðferðir sem tryggja það.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira