Engir hjólastólar á Hverfisgötunni Birta Björnsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 20:00 Framkvæmdir hafa nú staðið yfir á Hverfisgötunni undanfarna mánuði og víða sér fyrir endann á þeim. Formaður samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra segir með ólíkindum að ekkert hafði verið hugsað fyrir aðgengi fyrir fatlaða í endurbótunum, því sé á flestum stöðum á götunni verulega ábótavant. „Kantarnir hér á götunni eru til að mynda svo háir að það eru aðeins þrír staðir á allri götunni sem við komumst upp á. Ef ég fer út úr bílnum á einhverju bílastæði með börnin með mér þarf ég að fara eina 300-400 metra á götunni þar til ég kemst upp á gangstéttina. Það virðist vera algjört hugsunarleysi með framkvæmdirnar hérna," segir Arnar Helgi Lárusson. „Það verður ekkert farið í þessar framkvæmdir aftur fyrr en kannski eftir 70 til 100 ár og við erum búin að bíða lengi eftir því að göturnar hérna verði teknar í gegn og svo er bara horft framhjá öllu aðgengi þegar farið er í þetta. Þetta er bara mjög sorglegt." Arnar Helgi bendir á ramp við Hverfisgötu 42, sem sé til fyrirmyndar. Þegar hann hafi spurst fyrir um tilkomu rampsins hafi hann fengið þau svör að hann hafi verið settur til þess að auðvelda aðgengi fyrir vörumóttöku og ruslafötur. „Það er farið betur með rusl í Reykjavík en fatlað fólk," segir Arnar. „Það má heldur ekki gleyma því að það eru ákveðnar byggingareglur í gildi sem á að fara eftir en hér hefur engu verið fylgt eftir. Kantar mega til dæmis ekki vera meira en þrír sentimetrar, en hér eru kantar allt upp í 10 til 12 sentimetrar. Eldra fólk og allir sem eiga erfitt með gang eiga eftir að eiga í vandræðum með þetta." Arnar segir að um fjórðung þjóðarinnar sé að ræða, það er alla þá einstaklinga sem eru sjón- og heyrnaskertir, sem og aldrað fólk auk þeirra sem eru hreyfihamlaðir. Hann segir að þó að við nokkrar verslanir á Hverfisgötuna sé ástandið ásættanlegt sé það grátegt að þetta sé enn staðreyndin árið 2014. Samskonar gagnrýni hafi komið upp við endurbætur á Laugarveginum fyrir nokkrum árum, en ekki hafi verið lært af reynslunni þar. Þá viti hann til þess að einhverjir verslunareigendur við Hverfisgötu hafi óskað eftir því að aðgengi við verslanir þeirra verði bætt, en það hafi ekki verið gert. „Við þegnar þessa lands eigum jafn mikinn rétt og aðrir á alla þessa staði. Ég er ekkert að tala um að það eigi að byggja lyftur utaná öll gömul tveggja hæða hús en þegar er verið að standa í framkvæmdum á annað borð og ekki er hugsað fyrir þessu er auðvitað fyrir neðan allar hellur," segir Arnar. „Þessi gata er ekki til fyrir mér, sem og verslanirnar við hana, verslunareigendur geta ekki verið sáttir við það að fjórðungi þjóðarinnar detti ekki í hug að koma hingað." Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Framkvæmdir hafa nú staðið yfir á Hverfisgötunni undanfarna mánuði og víða sér fyrir endann á þeim. Formaður samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra segir með ólíkindum að ekkert hafði verið hugsað fyrir aðgengi fyrir fatlaða í endurbótunum, því sé á flestum stöðum á götunni verulega ábótavant. „Kantarnir hér á götunni eru til að mynda svo háir að það eru aðeins þrír staðir á allri götunni sem við komumst upp á. Ef ég fer út úr bílnum á einhverju bílastæði með börnin með mér þarf ég að fara eina 300-400 metra á götunni þar til ég kemst upp á gangstéttina. Það virðist vera algjört hugsunarleysi með framkvæmdirnar hérna," segir Arnar Helgi Lárusson. „Það verður ekkert farið í þessar framkvæmdir aftur fyrr en kannski eftir 70 til 100 ár og við erum búin að bíða lengi eftir því að göturnar hérna verði teknar í gegn og svo er bara horft framhjá öllu aðgengi þegar farið er í þetta. Þetta er bara mjög sorglegt." Arnar Helgi bendir á ramp við Hverfisgötu 42, sem sé til fyrirmyndar. Þegar hann hafi spurst fyrir um tilkomu rampsins hafi hann fengið þau svör að hann hafi verið settur til þess að auðvelda aðgengi fyrir vörumóttöku og ruslafötur. „Það er farið betur með rusl í Reykjavík en fatlað fólk," segir Arnar. „Það má heldur ekki gleyma því að það eru ákveðnar byggingareglur í gildi sem á að fara eftir en hér hefur engu verið fylgt eftir. Kantar mega til dæmis ekki vera meira en þrír sentimetrar, en hér eru kantar allt upp í 10 til 12 sentimetrar. Eldra fólk og allir sem eiga erfitt með gang eiga eftir að eiga í vandræðum með þetta." Arnar segir að um fjórðung þjóðarinnar sé að ræða, það er alla þá einstaklinga sem eru sjón- og heyrnaskertir, sem og aldrað fólk auk þeirra sem eru hreyfihamlaðir. Hann segir að þó að við nokkrar verslanir á Hverfisgötuna sé ástandið ásættanlegt sé það grátegt að þetta sé enn staðreyndin árið 2014. Samskonar gagnrýni hafi komið upp við endurbætur á Laugarveginum fyrir nokkrum árum, en ekki hafi verið lært af reynslunni þar. Þá viti hann til þess að einhverjir verslunareigendur við Hverfisgötu hafi óskað eftir því að aðgengi við verslanir þeirra verði bætt, en það hafi ekki verið gert. „Við þegnar þessa lands eigum jafn mikinn rétt og aðrir á alla þessa staði. Ég er ekkert að tala um að það eigi að byggja lyftur utaná öll gömul tveggja hæða hús en þegar er verið að standa í framkvæmdum á annað borð og ekki er hugsað fyrir þessu er auðvitað fyrir neðan allar hellur," segir Arnar. „Þessi gata er ekki til fyrir mér, sem og verslanirnar við hana, verslunareigendur geta ekki verið sáttir við það að fjórðungi þjóðarinnar detti ekki í hug að koma hingað."
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira