Innlent

Peningum og inneignarnótum að verðmæti 285 þúsund stolið

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/VILHELM/GVA
Brotist var inn í húsnæði Mæðrastyrksnefndar Kópavogs aðfaranótt miðvikudags. Um tvö hundruð þúsund krónum í peningum og 17 inneignarkortum í Bónus, upp á fimm þúsund krónur hvert, var stolið. Kópavogsfréttir greina frá.

„Röðin fyrir utan hjá okkur á þriðjudagseftirmiðdögum er alltaf að lengjast og ljóst að enn eiga margir varla til hnífs og skeiðar,“ segir Anna Kristinsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, í samtali við Kópavogsfréttir.

Aðkoman hafi verið ömurleg og Anna segir illt til þess að hugsa að fólk leggist svo lágt að stela frá þeim sem minnst mega sín.

Styrktarreikningur Mæðrastyrksnefndar er: 536-05-403774, kennitala: 500197-2349.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×