Fótbolti

Karlmenn reknir úr kvennalandsliðinu

Leikmenn Íran í tárum eftir að leik var hætt þar sem þær neituðu að taka ofan höfuðfötin sem eru ólögleg.
Leikmenn Íran í tárum eftir að leik var hætt þar sem þær neituðu að taka ofan höfuðfötin sem eru ólögleg. vísir/afp
Knattspyrnusamband Íran hefur ákveðið að allir leikmenn sem koma til greina í kvennalandslið þjóðarinnar í knattspyrnu þurfi að gangast undir kynpróf.

Það er ekki að ástæðulausu að þessi áhugaverða regla hefur verið sett. Það hefur nefnilega þurft að vísa fjórum leikmönnum úr landsliðinu þar sem þær voru ekki konur eða ekki orðnar konur. Höfðu sem sagt ekki klárað kynskiptiaðgerð að fullu eða voru einfaldlega karlmenn.

Í mörg ár hefur verið grunur um að einhverjir leikmenn liðsins væru ekki kvenmenn og það hefur nú loks fengist staðfest.

Þeir leikmenn sem hefur verið vikið úr landsliðinu fá ekki að spila fótbolta í landinu fyrr en þeir hafa klárað sín mál að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×