"Það er ekki í boði að hætta sjúkraþjálfuninni" Birta Björnsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 20:00 Sjúkraþjálfarar eru nú samningslausir við Sjúkratryggingar Íslands eftir að heilbrigðisráðherra neitaði að skrifa undir nýjan samning við félag þeirra. Það þýðir að sjúklingar þurfa að leggja út margfallt hærri upphæð við komu til sjúkraþjálfara en áður og endurgreiðsluna þurfa þeir að sækja sjálfir í kjölfarið. Þetta fyrirkomulag hafa margir gagnrýnt, meðl annarra Sif Hauksdóttir, móðir þeirra Baldvins Týs, fjögurra ára og Baldurs Ara 3 ára. „Þeir eru báðir með ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdóm og greindust þegar þeir voru tæplega þriggja ára og tæplega tveggja ára gamlir. Þeir eru báðir búnir að vera mjög lengi í sjúkraþjálfun því það er í raun eina meðferðin, það eina sem hægt er að gera. Sjúkraþjálfunin er til dæmis fyrirbyggjandi varðandi styttingar á fótum og annað," segir Sif. „Sjúkraþjálfarar eru einnig mjög stór hluti af vali á öllum hjálpartækjum sem þeir þurfa, þeir sjá hvenær þeir þurfa næturspelkur og hvenær sé kominn tími á að sækja um hjólastól, svo fátt eitt sé nefnt." Sif ritaði opið bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra, í dag. „Mér fannst ég ekki geta bara setið heima og tuðað yfir þessu við fólk. Með þessu langaði mig að ná til hans og vekja hann til umhugsunar um þá stöðu sem hann er að setja fólk í með ákvörðun sinni." Synir Sifjar þurfa hvor um sig að fara til sjúkraþjálfara tvisvar sinnum í viku. Fyrir það þarf hún nú að leggja út samtals um 30 þúsund krónur á viku. Og Sif segir ýmsar upplýsingar vanta til fólks í hennar stöðu, hvernig og hvenær endurgreiðslan eigi að eiga sér stað. „Ég á ekki endalausa þrjátíuþúsundkalla til að punga út í hverri viku, þangað til tekin verður ákvörðun um hvernig endurgreiðslukerfið eigi að virka eða þangað til samningar verða endurnýjaðir. Strákarnir mínir verða að fara í þessa sjúkraþjálfun, það er ekkert í boði að hætta henni. Við verðum bara einhversstaðar að grafa upp þessar 30 þúsund krónur á viku." Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Sjúkraþjálfarar eru nú samningslausir við Sjúkratryggingar Íslands eftir að heilbrigðisráðherra neitaði að skrifa undir nýjan samning við félag þeirra. Það þýðir að sjúklingar þurfa að leggja út margfallt hærri upphæð við komu til sjúkraþjálfara en áður og endurgreiðsluna þurfa þeir að sækja sjálfir í kjölfarið. Þetta fyrirkomulag hafa margir gagnrýnt, meðl annarra Sif Hauksdóttir, móðir þeirra Baldvins Týs, fjögurra ára og Baldurs Ara 3 ára. „Þeir eru báðir með ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdóm og greindust þegar þeir voru tæplega þriggja ára og tæplega tveggja ára gamlir. Þeir eru báðir búnir að vera mjög lengi í sjúkraþjálfun því það er í raun eina meðferðin, það eina sem hægt er að gera. Sjúkraþjálfunin er til dæmis fyrirbyggjandi varðandi styttingar á fótum og annað," segir Sif. „Sjúkraþjálfarar eru einnig mjög stór hluti af vali á öllum hjálpartækjum sem þeir þurfa, þeir sjá hvenær þeir þurfa næturspelkur og hvenær sé kominn tími á að sækja um hjólastól, svo fátt eitt sé nefnt." Sif ritaði opið bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðisráðherra, í dag. „Mér fannst ég ekki geta bara setið heima og tuðað yfir þessu við fólk. Með þessu langaði mig að ná til hans og vekja hann til umhugsunar um þá stöðu sem hann er að setja fólk í með ákvörðun sinni." Synir Sifjar þurfa hvor um sig að fara til sjúkraþjálfara tvisvar sinnum í viku. Fyrir það þarf hún nú að leggja út samtals um 30 þúsund krónur á viku. Og Sif segir ýmsar upplýsingar vanta til fólks í hennar stöðu, hvernig og hvenær endurgreiðslan eigi að eiga sér stað. „Ég á ekki endalausa þrjátíuþúsundkalla til að punga út í hverri viku, þangað til tekin verður ákvörðun um hvernig endurgreiðslukerfið eigi að virka eða þangað til samningar verða endurnýjaðir. Strákarnir mínir verða að fara í þessa sjúkraþjálfun, það er ekkert í boði að hætta henni. Við verðum bara einhversstaðar að grafa upp þessar 30 þúsund krónur á viku."
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira