Fótbolti

Danski kraftaverkaþjálfarinn fallin frá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danir fagna hér sigri á EM 1992.
Danir fagna hér sigri á EM 1992. Vísir/Getty
Richard Moller Nielsen, fyrrum þjálfari danska knattspyrnulandsliðsins og þjálfarinn sem gerði Dani að Evrópumeisturum árið 1992, er látinn 76 ára að aldri.

Moller Nielsen hafði barist við krabbamein síðan að hann greindist með heilaæxli í júlí síðastliðnum.

Sigur Dana á Evrópumótinu í Svíþjóð fyrir 22 árum var hápunktur þjálfaraferils hans sem entist í fjóra áratugi.

Danir fengu þá óvæntan farseðil á mótið eftir á Júgóslövum var meinuð þátttaka. Danska liðið nýtti tækifærið og fór alla leið. Liðið sló sigurstranglegt hollenskt lið út í vítakeppni í undanúrslitunum og vann síðan 2-0 sigur á Þjóðverjum í úrslitaleiknum. Þetta er eitt mesta ævintýrið í knattspyrnusögunni.

Moller Nielsen þjálfaði danska landsliðið frá 1990 til 1996 en á árunum 1978 til 1989 þá stýrði hann danska 21 árs landsliðinu.

Eftir tíma sinn með danska landsliðið þá stýrði Moller Nielsen bæði landsliðum Finnlands og Ísrael.

Richard Moller Nielsen.Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×