Fótbolti

Eiður Smári fékk 17 mínútur í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Vísir/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðustu sautján mínúturnar þegar lið hans Club Brugge vann 3-1 heimasigur á Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Club Brugge var 2-0 yfir í hálfleik og komið í 3-0 tíu mínútum áður en Eiður Smári var sendur inn á völlinn á 73. mínútu.

Eiður Smári kom inná fyrir hinn 21 árs gamla Maxime Lestienne sem skoraði annað mark liðsins en hin bæði mörkin skoraði hinn 37 ára gamli Timmy Simons af vítapunktinum.

Club Brugge er í öðru sæti belgísku deildarinnar en þetta var þriðji deildarsigur liðsins í röð. Standard Liège er með sjö stiga forskot á auk þess leik inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×