Fótbolti

Mark Arons ekki nóg fyrir AZ

Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Bandaríski landsliðsmaðurinn Aron Jóhannsson heldur áfram að gera það gott í hollenska boltanum en hann var enn og aftur á skotskónum í kvöld.

Fjórtánda mark Arons í vetur kom á 21. mínútu í leik gegn Utrecht. Það dugði ekki til leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli. AZ er í sjöunda sæti deildarinnar.

Aron lék allan leikinn en Jóhann Berg Guðmundsson sat á plankanum vinsæla í 90 mínútur.

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði síðustu 40 mínútur leiksins fyrir NEC er það vann flottan útisigur, 1-3, á RKC Waalwijk.

NEC komst upp úr fallsæti með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×