Ósammála um að breyta þurfi lögum Jón Júlíus Karlsson skrifar 18. febrúar 2014 20:00 Sérfræðingur í refsirétti telur ekki æskilegt að fella heimilisofbeldi með sérstökum hætti inn í almenn hegningarlög. Refsingar í heimilsofbeldismálum hafa verið að þyngjast á undanförnum árum. Líkt og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku þá hefur lögreglan á Suðurnesjum unnið sérstaklega í því að bæta vinnu sína í málum sem varða heimilisofbeldi. Lögregluembættið hefur í vinnu sinni rekist á nokkra veggi og lagt til að gerðar verðir breytingar á lögum til að auðvelda framgang mála þegar heimilisofbeldi á sér stað. Jón Þór Ólafsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í refsirétti, er ósammála því að breyta þurfi lögum. „Ég tel að það séu öll úrræði til staðar. Auðvitað er hægt að betrum bæta einstök ákvæði og koma einhverjum þyngingarákvæðum inn í tegnslum við þau, t.a.m. með að þyngja refsimörk í 217. grein sem fjallar um minniháttar líkamsmeiðingar,“ segir Jón Þór. Nýlega féll dómur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir heimilisofbeldi sem komið hefur af stað umræðu um hvort að dómar séu of vægir í þessum málaflokki. Maður var ákærður fyrir að hafa ítekað beitt sambýliskonu sína ofbeldi og hótað henni lífláti. Hann var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Jón Þór segir dóma í þessum málaflokki hafa þyngst. Það að þyngja dóma mun hins vegar ekki leysa vandamálið. „Það á aldrei að líðast að maður eða kona beiti annan ofbeldi. Það verður alltaf að skoða hvert mál fyrir sig. Það er hins vegar alltaf alvarlegt, sama hvort að ofbeldið gerist inn á heimili eða annars staðar, þá eru brot innan heimilisins alltaf alvarlegri.“ Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Sérfræðingur í refsirétti telur ekki æskilegt að fella heimilisofbeldi með sérstökum hætti inn í almenn hegningarlög. Refsingar í heimilsofbeldismálum hafa verið að þyngjast á undanförnum árum. Líkt og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku þá hefur lögreglan á Suðurnesjum unnið sérstaklega í því að bæta vinnu sína í málum sem varða heimilisofbeldi. Lögregluembættið hefur í vinnu sinni rekist á nokkra veggi og lagt til að gerðar verðir breytingar á lögum til að auðvelda framgang mála þegar heimilisofbeldi á sér stað. Jón Þór Ólafsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í refsirétti, er ósammála því að breyta þurfi lögum. „Ég tel að það séu öll úrræði til staðar. Auðvitað er hægt að betrum bæta einstök ákvæði og koma einhverjum þyngingarákvæðum inn í tegnslum við þau, t.a.m. með að þyngja refsimörk í 217. grein sem fjallar um minniháttar líkamsmeiðingar,“ segir Jón Þór. Nýlega féll dómur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir heimilisofbeldi sem komið hefur af stað umræðu um hvort að dómar séu of vægir í þessum málaflokki. Maður var ákærður fyrir að hafa ítekað beitt sambýliskonu sína ofbeldi og hótað henni lífláti. Hann var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Jón Þór segir dóma í þessum málaflokki hafa þyngst. Það að þyngja dóma mun hins vegar ekki leysa vandamálið. „Það á aldrei að líðast að maður eða kona beiti annan ofbeldi. Það verður alltaf að skoða hvert mál fyrir sig. Það er hins vegar alltaf alvarlegt, sama hvort að ofbeldið gerist inn á heimili eða annars staðar, þá eru brot innan heimilisins alltaf alvarlegri.“
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira