Innlent

Hrapaði við ísklifur við Breiðamerkurjökul

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
TF-Líf við brottför á Reykjavíkurflugvelli rétt eftir klukkan þrjú.
TF-Líf við brottför á Reykjavíkurflugvelli rétt eftir klukkan þrjú. vísir/vilhelm
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Höfn og úr Öræfum hafa verið kallaðar út vegna slyss við Breiðamerkurjökul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Um er að ræða hóp fólk sem var þar við ísklifur og virðist einn úr hópnum hafa hrapað og er talinn slasaður. Þyrla Landhelgisgæslu er einnig á leið á staðinn með fjallabjörgunarmenn af höfuðborgarsvæðinu. Einnig voru sóttir björgunarsveitarmenn sem eru við störf hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum í Skaftafelli og eru þeir einnig á leið á staðinn.

Staðsetning er ekki nákvæmlega vituð þar sem fjarskipti eru slitrótt við mennina. Þó er talið að þetta sé í íshelli við NA horn Jökulsárlóns.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×