Lífið samstarf

Nýtt mjólkurlag frá MS

MS hefur gefið út nýtt mjólkurlag.
MS hefur gefið út nýtt mjólkurlag.
Mjólkursamsalan hefur, í samstarfi við auglýsingastofuna ENNEMM, hafið auglýsingaherferð til að vekja athygli á góðum kostum mjólkur undir hinu sígilda slagorði „Mjólk er góð“. "Sú nýstárlega leið var valin að draga fram jákvæð áhrif mjólkur með krítarteikningum. Dana Tanamachi, leturhönnuður og krítarlistamaður, lagði okkur lið við hönnun herferðarinnar, en hún er orðin heimsþekkt fyrir krítarverk sín og hefur unnið fyrir mörg af stærstu vörumerkjum heims," segir Guðný Steinsdóttir markaðsstjóri MS.

"Sjónvarpsauglýsingar voru gerðar í sama stíl af framleiðslufyrirtækinu Sítrusi en þær sýna hvernig mjólkin kemur við sögu í daglegu lífi fólks alla ævi," segir GUðný en sjónvarpsauglýsingarnar skarta lagi sem samið er af Medialux með texta eftir Þórdísi Helgadóttur, textasmið hjá ENNEMM. Jóhann Sigurðarson, leikari, syngur.







Hér má sjá texta nýja mjólkurlagsins




1. erindi

Hraustur kroppur geymir heilbrigða sál.

Hugsandi anda með vitsmuni og mál.

Með stoðirnar rammar sem stuðlaberg,

sterkbyggða vöðva og traustan merg.

Viðlag

Þú fyllir glas af mjólk sem er hressand' og hrein.

Hleður inn kalki í tennur og bein.

Tennur og vöðva og bein og blóð.

Það er bersýnilegt hvað mjólkin er góð.



2. erindi

Í æsku fékkstu mat sem matur var í.

Magnað að allt lífið býrðu að því.

Ef ofurfæða er þínar ær og kýr

opnaðu fernu einn tveir og þrír.



Viðlag endurtekið

Þú fyllir glas af mjólk sem er hressand' og hrein.

Hleður inn kalki í tennur og bein.

Tennur og vöðva og bein og blóð.

Það er bersýnilegt hvað mjólkin er góð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×