Fótbolti

Leikmaður Shakhtar lést í umferðarslysi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða Shakhtar
Brasilíumaðurinn Maicon Pereira de Oliveira lést í umferðarslysi í Úkraínu í morgun en hann var leikmaður Shakhtar Donetsk þar í landi.

Félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í morgun en þar var hinum 25 ára Maicon lýst sem yndislegri manneskju.

„Hann var hæfileikaríkur knattspyrnumaður, opinn og vinalegur strákur. Þetta er mikil sorg fyrir okkur.“

Maicon kom til félagsins árið 2012 frá öðru úkraínsku liði, Volyn Lutsk, og skoraði eitt mark í sex leikjum fyrir félagið. Hann hafði verið lánaður í annað félag, Illichivets Mariupol, til loka tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×