Fótbolti

Kolbeinn varamaður í jafnteflisleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Davy Klaasen skoraði mark Ajax í leiknum.
Davy Klaasen skoraði mark Ajax í leiknum. Vísir/Getty
Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðasta stundarfjórðunginn þegar að Ajax gerði 1-1 jafntefli gegn PEC Zwolle á útivelli í dag.

Kolbeinn náði ekki að setja mark sitt á leikinn eftir að hann kom inn á en Ajax er enn á topppi hollensku úrvalsdeildarinnar með 48 stig, fimm stigum á undan Twente sem á nú leik til góða.

Davy Klaassen kom Ajax yfir á sjöundu mínútu en Gyuon Fernandez jafnaði metin á 35. mínútu fyrir heimamenn. Jesper Droost komst svo næst því að tryggja Zwolle sigur þegar hann átti skot í slá.

Í gær tapaði Íslendingaliðið AZ Alkmaar fyrir Go Ahead Eagles á útivelli, 2-1, en Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í leiknum. Aron Jóhannsson var ekki með AZ vegna meiðsla.

AZ er í sjöunda sæti deildarinnar með 33 stig og með einu stigi meira en PEC Zwolle sem er í því áttunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×