Fótbolti

Ólafur Ingi og félagar töpuðu fyrir toppliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Ingi í leik með Zulte Waregem.
Ólafur Ingi í leik með Zulte Waregem. Vísir/Getty
Lítið gengur hjá Zulte Waregem í belgísku úrvalsdeildinni þessa dagana en liðið lék í dag sinn þriðja leik í röð án sigurs.

Í þetta sinn töpuðu Ólafur Ingi Skúlason og félagar hans fyrir toppliði Standard Liege, 2-0. Ólafur Ingi spilaði allan leikinn og fékk áminningu á 64. mínútu.

Bæði mörk leiksins voru skoruð á níu mínútna kafla seint í leiknum. Paul-Jose M'Poku kom Standard yfir og Jelle van Damme tryggði sigurinn stuttu síðar.

Standard Liege er nú með tólf stiga forystu á Anderlecht á toppi deildarinnar. Liðið er með 60 stig en Zulte Waregem er í fjórða sætinu með 45 stig.

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Club Brugge eru með 47 stig í þriðja sætinu en liðið mætir Genk á útivelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×