Fótbolti

Enn skorar Alfreð Finnbogason

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Alfreð getur ekki hætt að skora
Alfreð getur ekki hætt að skora vísir/getty
Alfreð Finnbogason skoraði eitt marka Heerenveen sem lagði Groningen 3-1 í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Alfreð er búinn að skora 21 mark í 20 deildarleikjum á leiktíðinni.

Alfreð skorar ekki bara fyrir lið sitt. Hann lagði upp fyrsta markið sem RajvvanLa Parra skoraði á 33. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði Hakim Ziyech og fimm mínútum fyrir hálfleik skoraði Alfreð úr vítaspyrnu. Ótrúlegar sjö mínútur hjá Heerenveen.

Maikel Kieftenbeld fékk að líta rauða spjaldið þegar vítaspyrnan var dæmd og náði Heerenveen ekki að nýta liðsmuninn, ekki að það hafi þurft.

Varnarmaðurinn Kenneth Otigba fékk sjálfur að líta rauða spjaldið á 72. mínútu og þá var jafnt í liðum á ný. Það nýtti Groningen með því að minnka muninn fjórum mínútum fyrir leikslok. Michalede Leeuw þar að verki.

Heerenveen er komið í 5. sæti með sigrinum. Liðið er með 36 stig, sjö stigum á eftir Vitesse í 4. sæti og tólf stigum frá toppliði Ajax.

Groningen er í 11. sæti með 28 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×