„Þessi píslavættishugsunarháttur kennara er vonandi á undanhaldi" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 31. janúar 2014 20:00 Grein Arnars hefur vakið mikla athygli. „Þessi píslavættishugsunarháttur kennara er vonandi á undanhaldi,“ segir Arnar Már Arngrímsson, kennari við Menntaskólann á Akureyri. Arnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að vilja ekki leggja meira fjármagn í menntakerfið í grein sem hann skrifaði og birtist á vefsíðunni Akureyri vikublað. „Samfélag sem heldur úti metnaðarfullum söfnum, glæsilegum sendiráðum og menningarhúsum en tímir ekki að borga stoðstéttum (kennarar, heilbrigðisstéttin, löggæslumenn) getur ekki horft framan í fyrrnefndar stéttir og sagt að ekki séu til peningar. Það er upplýst ákvörðun að búa svona um hnútana. Þannig eru reglulega stofnaðir nýir og glæsilegir skólar án þess að rekstur þeirra sem fyrir eru hafi verið tryggður,“ segir hann í greininni.Launin ekki boðleg Arnar segir í samtali við Vísi að laun kennara séu stórt vandamál. „Að jafnaði var ég með 284 þúsund krónur eftir skatt á síðasta ári. Ég legg mig mikið fram í mínu starfi eins og ákaflega margir kennarar. Maður sér marga kennara mæta á sunnudögum og fara yfir verkefni og slíkt. Ég vona að almenningur átti sig á því hvað starf kennarans er viðamikið,“ segir Arnar Már. Hann segir ástandið vera orðið þannig að nemendur fái minni þjónustu. „Bekkirnir eru orðnir of fjölmennir. Maður getur ekki sinnt öllum eins vel. En alltof margir kennarar setja sjálfa sig í síðasta sætið og slíta sjálfum sér út – eru alltaf að vinna.“ Hann segir kennarastarfið vera fjölþætt og krefjandi. „Kennari þarf að vera svo margt. Hann þarf að vera foreldri, leikari, sálfræðingur og kennari. Ég er í skóla með vandaða nemendur og er með þokkalega reynslu. En þegar maður kemur út úr kennslustund þar sem maður hafði kannski samskipti við 32 aðila, þá er maður búinn gefa allt sitt í starfið. Punkturinn í þessu er að kennarar taka hlutverk sitt ákaflega alvarlega, í raun eins og foreldrar,“ útskýrir Arnar.Ýmis vandamál Í grein sinni tiltekur Arnar ýmis vandamál sem snúa að skólakerfinu: 1. Menningin. Afar kæruleysilegt viðhorf margra nemenda til námsins. Mikil atvinnuþátttaka þessa aldurshóps. Skólinn mætir afgangi. Of margir koma illa skólaðir úr grunnskóla.2. Bekkjastærðir. Ég kenni afar sjaldan hæfilega stórum bekkjum. 20 er fínt, 25 gengur, 28 og þú getur gleymt því, nema þú búir í Kína eða Norður-Kóreu þar sem sauðirnir eru skildir frá vitleysingunum í musteri agans. 3. Kennsluskylda. 100 prósent kennsla merkir 24 kenndir tímar á viku. Ég held ég hafi einu sinni á kennsluferlinum kennt 24 tíma. Það var magnað. Mér tókst að vinna vinnuna mína með fullnægjandi hætti. Að jafnaði kenni ég meira (til að fá 310.000 útborgað en ekki 284.000). Margir framhaldsskólakennarar kenna 30 tíma til að lifa af en svíkja sjálfa sig og nemendur um leið. 4. Skólaárið virðist skipulagt fyrir eitthvað annað en kennslu. Þar er gengið út frá sauðburði, göngum og þjónustugeiranum. Nemendur eru ódýrt vinnuafl. 5. Skammdegið. Vinnudagur og vinnuvika nemenda og kennara er of stíf yfir veturinn. Álagið er aldrei meira en í nóvember og desember – afleiðingin kvíði og þunglyndi. Harðsvírustu námsmenn hníga niður í svartasta skammdeginu. Þetta er gjaldið sem við greiðum fyrir langt sumarfrí. 6. Strákamenning. Það er snúið að ná til drengja sem segjast aldrei lesa bækur og eru stoltir af því. 7. Íslenskukunnátta. Stór hluti nemenda getur ekki komið frá sér einni óbrenglaðri setningu á blað. Lesskilningur er víða í molum, áunnir lestrarerfiðleikar (sem stafa af æfingaleysinu einu saman). Mun meiri tími fer í verkefnayfirferð 2013 heldur en 1993. 8. Námsframboð. Einsleitt og margir nemendur á rangri hillu. Það vantar líka mun fleiri hillur til að mæta fjölbreyttum hæfileikum nemenda. 9. Almenningsálitið. Almenningur virðist hafa lítinn skilning á starfinu og nemendur sem eru margir illa haldnir af efnishyggju skilja ekki að nokkur skuli leggjast svo lágt að vilja vera kennari.10. Launin. Á síðasta ári voru útborguð mánaðarlaun mín að meðaltali 284.000. Finnst þér þetta sanngjörn laun? Ég er 41 árs með 5 ára háskólanám að baki, ótal námskeið og mikla starfsreynslu. Ég myndi sætta mig við svona laun fyrir átakaminna starf – en þetta er harðsóttur peningur. Kennsla er hasar – kennari er leikari, foreldri, sálfræðingur og KENNARI og það kostar orku. Þú sem glímir við dyntóttan 16 ára ungling á heimilinu um tölvutíma og tiltekt – finnst þér sanngjarnt að ég fái 284.000 kr. á mánuði fyrir að glíma við 27 þannig eintök?Spjaldtölvur, fundir, kennsluvefir, brilljant kennsluaðferðir, sjálfsmat, skýrslur, flippuð kennsla, kennslurými með tíu metra lofthæð, skjávarpar. Orð fá ekki lýst hversu frábært allt þetta er en við skulum ekki gleyma því að kennarinn er maðurinn, hann er ásamt foreldrunum og þjálfaranum mikilvægasta persónan í lífi barna og unglinga. Án hans gerist ekkert. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
„Þessi píslavættishugsunarháttur kennara er vonandi á undanhaldi,“ segir Arnar Már Arngrímsson, kennari við Menntaskólann á Akureyri. Arnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að vilja ekki leggja meira fjármagn í menntakerfið í grein sem hann skrifaði og birtist á vefsíðunni Akureyri vikublað. „Samfélag sem heldur úti metnaðarfullum söfnum, glæsilegum sendiráðum og menningarhúsum en tímir ekki að borga stoðstéttum (kennarar, heilbrigðisstéttin, löggæslumenn) getur ekki horft framan í fyrrnefndar stéttir og sagt að ekki séu til peningar. Það er upplýst ákvörðun að búa svona um hnútana. Þannig eru reglulega stofnaðir nýir og glæsilegir skólar án þess að rekstur þeirra sem fyrir eru hafi verið tryggður,“ segir hann í greininni.Launin ekki boðleg Arnar segir í samtali við Vísi að laun kennara séu stórt vandamál. „Að jafnaði var ég með 284 þúsund krónur eftir skatt á síðasta ári. Ég legg mig mikið fram í mínu starfi eins og ákaflega margir kennarar. Maður sér marga kennara mæta á sunnudögum og fara yfir verkefni og slíkt. Ég vona að almenningur átti sig á því hvað starf kennarans er viðamikið,“ segir Arnar Már. Hann segir ástandið vera orðið þannig að nemendur fái minni þjónustu. „Bekkirnir eru orðnir of fjölmennir. Maður getur ekki sinnt öllum eins vel. En alltof margir kennarar setja sjálfa sig í síðasta sætið og slíta sjálfum sér út – eru alltaf að vinna.“ Hann segir kennarastarfið vera fjölþætt og krefjandi. „Kennari þarf að vera svo margt. Hann þarf að vera foreldri, leikari, sálfræðingur og kennari. Ég er í skóla með vandaða nemendur og er með þokkalega reynslu. En þegar maður kemur út úr kennslustund þar sem maður hafði kannski samskipti við 32 aðila, þá er maður búinn gefa allt sitt í starfið. Punkturinn í þessu er að kennarar taka hlutverk sitt ákaflega alvarlega, í raun eins og foreldrar,“ útskýrir Arnar.Ýmis vandamál Í grein sinni tiltekur Arnar ýmis vandamál sem snúa að skólakerfinu: 1. Menningin. Afar kæruleysilegt viðhorf margra nemenda til námsins. Mikil atvinnuþátttaka þessa aldurshóps. Skólinn mætir afgangi. Of margir koma illa skólaðir úr grunnskóla.2. Bekkjastærðir. Ég kenni afar sjaldan hæfilega stórum bekkjum. 20 er fínt, 25 gengur, 28 og þú getur gleymt því, nema þú búir í Kína eða Norður-Kóreu þar sem sauðirnir eru skildir frá vitleysingunum í musteri agans. 3. Kennsluskylda. 100 prósent kennsla merkir 24 kenndir tímar á viku. Ég held ég hafi einu sinni á kennsluferlinum kennt 24 tíma. Það var magnað. Mér tókst að vinna vinnuna mína með fullnægjandi hætti. Að jafnaði kenni ég meira (til að fá 310.000 útborgað en ekki 284.000). Margir framhaldsskólakennarar kenna 30 tíma til að lifa af en svíkja sjálfa sig og nemendur um leið. 4. Skólaárið virðist skipulagt fyrir eitthvað annað en kennslu. Þar er gengið út frá sauðburði, göngum og þjónustugeiranum. Nemendur eru ódýrt vinnuafl. 5. Skammdegið. Vinnudagur og vinnuvika nemenda og kennara er of stíf yfir veturinn. Álagið er aldrei meira en í nóvember og desember – afleiðingin kvíði og þunglyndi. Harðsvírustu námsmenn hníga niður í svartasta skammdeginu. Þetta er gjaldið sem við greiðum fyrir langt sumarfrí. 6. Strákamenning. Það er snúið að ná til drengja sem segjast aldrei lesa bækur og eru stoltir af því. 7. Íslenskukunnátta. Stór hluti nemenda getur ekki komið frá sér einni óbrenglaðri setningu á blað. Lesskilningur er víða í molum, áunnir lestrarerfiðleikar (sem stafa af æfingaleysinu einu saman). Mun meiri tími fer í verkefnayfirferð 2013 heldur en 1993. 8. Námsframboð. Einsleitt og margir nemendur á rangri hillu. Það vantar líka mun fleiri hillur til að mæta fjölbreyttum hæfileikum nemenda. 9. Almenningsálitið. Almenningur virðist hafa lítinn skilning á starfinu og nemendur sem eru margir illa haldnir af efnishyggju skilja ekki að nokkur skuli leggjast svo lágt að vilja vera kennari.10. Launin. Á síðasta ári voru útborguð mánaðarlaun mín að meðaltali 284.000. Finnst þér þetta sanngjörn laun? Ég er 41 árs með 5 ára háskólanám að baki, ótal námskeið og mikla starfsreynslu. Ég myndi sætta mig við svona laun fyrir átakaminna starf – en þetta er harðsóttur peningur. Kennsla er hasar – kennari er leikari, foreldri, sálfræðingur og KENNARI og það kostar orku. Þú sem glímir við dyntóttan 16 ára ungling á heimilinu um tölvutíma og tiltekt – finnst þér sanngjarnt að ég fái 284.000 kr. á mánuði fyrir að glíma við 27 þannig eintök?Spjaldtölvur, fundir, kennsluvefir, brilljant kennsluaðferðir, sjálfsmat, skýrslur, flippuð kennsla, kennslurými með tíu metra lofthæð, skjávarpar. Orð fá ekki lýst hversu frábært allt þetta er en við skulum ekki gleyma því að kennarinn er maðurinn, hann er ásamt foreldrunum og þjálfaranum mikilvægasta persónan í lífi barna og unglinga. Án hans gerist ekkert.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira