Hjallastefnunni líkt við Vísindakirkjuna Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2014 14:18 Jóna og Margrét Pála en viðræður við hana hafa verið settar á ís á Ísafirði. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur frestað viðræðum við Hjallastefnuna ehf, fyrirtæki Margrétar Pálu Ólafsdóttur, um rekstur leikskólans Eyrarskjól á Ísafirði. Það er bb.is sem greinir frá þessu. Frestunin er að tillögu Í-listans en Jóna Benediktsdóttir, fulltrúi hans, segir ástæður ýmsar í samtali við bb. Hún segir Hjallastefnuna umdeilt fyrirtæki og henni finnst sem Margrét Pála sé að stilla bæjaryfirvöldum upp við vegg. „Það eru fullt af fyrirtækjum sem gera út á að selja fræðsluefni fyrir skóla, fyrir utan háskólana sem gera það auðvitað líka, þetta er eina fyrirtækið sem ég veit um þar sem er ekki hægt að kaupa bara fræðsluefni fyrir starfsfólk á sanngjörnu verði. Það er ekki bara hægt að kaupa fræðslupakka. Og mér finnst við þurfa að skoða dálítið. Mér finnst okkur vera stillt upp við vegg hérna: annað hvort borgið þið okkur 300 þúsund kall á mánuði eða við yfirtökum leikskólann hjá ykkur,“ segir Jóna meðal annars. Og hún heldur áfram: „Hvað varðar það að einkafyrirtæki reki leikskólann eða sveitarfélagið segir hún ekki skipta öllu máli en þar sem fyrirtækið er mjög umdeilt þá þurfi að skoða þetta mjög vel. „Þetta er pínulítið eins og Vísindakirkjan, annaðhvort trúirðu á þetta eða ert rosalega mikið á móti þessu, þetta er pínulítið þannig. Rosalega margir eru rosalega hrifnir af þessu en rosalega margir eru líka algjörlega á móti þessu.“ Vísindakirkjan hefur lengi verið umdeild en það var L. Ron Hubbard vísindaskáldsagnahöfundur sem stofnaði kirkjuna sem kennir að menn séu ódauðlegar verur sem hafa gleymt eðli sínum. Samkvæmt Wikipediu er markmið Vísindakirkjunnar að losa manninn við slæmar minningar og atburði þannig að hann geti starfað eftir fullri getu. Þessi aðferð hefur verið nefnd endurskoðun líkamans. Uppfært 16:15Afstaða Gísla Halldórs Vegna þessarar fréttar vill Gísli Halldór Halldórsson, formaður fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar og formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, vekja athygli á bókun sinni á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn síðasta. Sem gæti orðið til að varpa ljósari mynd á stöðu mála. Hún er svohljóðandi:„Bókun vegna frestunar málefna Eyrarskjóls Ekki bráðliggur á að afgreiða ákvörðun um að fara í viðræður vegna Hjallastefnunar og má það í sjálfu sér bíða til næsta fundar bæjarstjórnar. Meirihlutinn telur hinsvegar að um sé að ræða málefni sem verðugt er að samþykkja, enda er mikill áhugi fyrir því meðal starfsmanna Eyrarskjóls. Ef einhverjir bæjarfulltrúar vilja velta vöngum yfir því hvort hætta eigi að reka Hjallastefnuna á Eyrarskjóli, sem gert hefur verið síðastliðin 15 ár, þá er vissulega rétti tíminn til þess núna, áður en gengið er að fullu til samstarfs við Hjallastefnuna ehf. um rekstur skólans.“Gísli segir að það sem um ræðir sé að starfsfólk á leikskólanum Eyrarskjóli hafi verið í námskrárvinnu og komst að þeirri niðurstöðu að í stað þess að vinna eftir þeim línum sem lagðar eru í Hjallastefnunni, eins og gert hefur verið síðastliðin 15 ár, þá væri skynsamlegt að fara að fullu í samvinnu við Hjallastefnuna ehf. sem hefur í framhaldinu fallist á að ganga til samninga um að taka að sér rekstur skólans án nokkurs kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið. Ef hinsvegar Hjallastefnan ehf. á að taka einhverja ábyrgð á rekstri skólans án beinnar aðkomu, þá er sett upp gjald fyrir það. „Það er engin ástæða til að ætla annað en að samþykkt verði á næsta fundi bæjarstjórnar að ganga til samninga við Hjallastefnuna ehf. um rekstur leikskólans Eyrarskjóls. Hjallastefnan er rekin í 12 leikskólum víðsvegar um landið á ábyrgð kjörinna fræðslunefnda í viðkomandi sveitarfélögum og ekkert sem gefur tilefni til að efast um gildi hennar,“ segir Gísli. Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur frestað viðræðum við Hjallastefnuna ehf, fyrirtæki Margrétar Pálu Ólafsdóttur, um rekstur leikskólans Eyrarskjól á Ísafirði. Það er bb.is sem greinir frá þessu. Frestunin er að tillögu Í-listans en Jóna Benediktsdóttir, fulltrúi hans, segir ástæður ýmsar í samtali við bb. Hún segir Hjallastefnuna umdeilt fyrirtæki og henni finnst sem Margrét Pála sé að stilla bæjaryfirvöldum upp við vegg. „Það eru fullt af fyrirtækjum sem gera út á að selja fræðsluefni fyrir skóla, fyrir utan háskólana sem gera það auðvitað líka, þetta er eina fyrirtækið sem ég veit um þar sem er ekki hægt að kaupa bara fræðsluefni fyrir starfsfólk á sanngjörnu verði. Það er ekki bara hægt að kaupa fræðslupakka. Og mér finnst við þurfa að skoða dálítið. Mér finnst okkur vera stillt upp við vegg hérna: annað hvort borgið þið okkur 300 þúsund kall á mánuði eða við yfirtökum leikskólann hjá ykkur,“ segir Jóna meðal annars. Og hún heldur áfram: „Hvað varðar það að einkafyrirtæki reki leikskólann eða sveitarfélagið segir hún ekki skipta öllu máli en þar sem fyrirtækið er mjög umdeilt þá þurfi að skoða þetta mjög vel. „Þetta er pínulítið eins og Vísindakirkjan, annaðhvort trúirðu á þetta eða ert rosalega mikið á móti þessu, þetta er pínulítið þannig. Rosalega margir eru rosalega hrifnir af þessu en rosalega margir eru líka algjörlega á móti þessu.“ Vísindakirkjan hefur lengi verið umdeild en það var L. Ron Hubbard vísindaskáldsagnahöfundur sem stofnaði kirkjuna sem kennir að menn séu ódauðlegar verur sem hafa gleymt eðli sínum. Samkvæmt Wikipediu er markmið Vísindakirkjunnar að losa manninn við slæmar minningar og atburði þannig að hann geti starfað eftir fullri getu. Þessi aðferð hefur verið nefnd endurskoðun líkamans. Uppfært 16:15Afstaða Gísla Halldórs Vegna þessarar fréttar vill Gísli Halldór Halldórsson, formaður fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar og formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, vekja athygli á bókun sinni á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn síðasta. Sem gæti orðið til að varpa ljósari mynd á stöðu mála. Hún er svohljóðandi:„Bókun vegna frestunar málefna Eyrarskjóls Ekki bráðliggur á að afgreiða ákvörðun um að fara í viðræður vegna Hjallastefnunar og má það í sjálfu sér bíða til næsta fundar bæjarstjórnar. Meirihlutinn telur hinsvegar að um sé að ræða málefni sem verðugt er að samþykkja, enda er mikill áhugi fyrir því meðal starfsmanna Eyrarskjóls. Ef einhverjir bæjarfulltrúar vilja velta vöngum yfir því hvort hætta eigi að reka Hjallastefnuna á Eyrarskjóli, sem gert hefur verið síðastliðin 15 ár, þá er vissulega rétti tíminn til þess núna, áður en gengið er að fullu til samstarfs við Hjallastefnuna ehf. um rekstur skólans.“Gísli segir að það sem um ræðir sé að starfsfólk á leikskólanum Eyrarskjóli hafi verið í námskrárvinnu og komst að þeirri niðurstöðu að í stað þess að vinna eftir þeim línum sem lagðar eru í Hjallastefnunni, eins og gert hefur verið síðastliðin 15 ár, þá væri skynsamlegt að fara að fullu í samvinnu við Hjallastefnuna ehf. sem hefur í framhaldinu fallist á að ganga til samninga um að taka að sér rekstur skólans án nokkurs kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið. Ef hinsvegar Hjallastefnan ehf. á að taka einhverja ábyrgð á rekstri skólans án beinnar aðkomu, þá er sett upp gjald fyrir það. „Það er engin ástæða til að ætla annað en að samþykkt verði á næsta fundi bæjarstjórnar að ganga til samninga við Hjallastefnuna ehf. um rekstur leikskólans Eyrarskjóls. Hjallastefnan er rekin í 12 leikskólum víðsvegar um landið á ábyrgð kjörinna fræðslunefnda í viðkomandi sveitarfélögum og ekkert sem gefur tilefni til að efast um gildi hennar,“ segir Gísli.
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira