Innlent

Enn hætta á snjóflóðum fyrir austan

Enn er töluverð snjóflóðahætta, eða óvissustig á Austfjörðum. Úrkoma síðustu nokkra daga hefur náð 150 millimetrum á mörgum veðurstöðvum á Austfjörðum.

Ekki er þó vitað um stór flóð síðan á föstudaginn var, þegar stórt flóð féll úr Svartfjalli við Oddsskarð.

Snjó hefur að miklu leyti tekið upp í neðri hluta fjallshlíða fyrir austan, en nú er einkum fylgst með hvort rigning og hlýindi koma af stað votum lausasnjóflóðum eða krapaflóðum úr blautum snjó í efri hluta hlíðanna.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×