Ætlar að flytja úr bænum eftir að gert var grín að honum á þorrablóti Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. janúar 2014 09:38 Hannes Friðriksson æltar að flytja úr Reykjanesbæ. „Hvernig á að vera hægt að byggja upp samfélag ef allir eru teknir fyrir eins og gert hefur verið við mig?“ spyr Hannes Friðriksson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Hann hefur ákveðið að flytja úr bænum eftir að orðið fyrir pólitískum árásum; nú síðast í annáli á þorrablóti Íþróttabandalags Keflavíkur. Þar var Hannes málaður sem annar af neikvæðustu mönnum Reykjanesbæjar. Hannesi þótti grínið lélegt og skilur ekki tilganginn með því. Þetta sé kornið sem fylli mælinn. Hannes var sjálfur ekki staddur á Þorrablótinu sem fór fram á laugardagskvöld. „Ég var ekki búinn að horfa á þetta fyrr en fólkið í kringum fór að segja mér frá þessu í gær. Öllum sem við mig töluðu þótti þetta lágkúrulegt grín. Ég get alveg tekið þessum hlutum, en fjölskyldan mín verður eiginlega verst fyrir þessu,“ útskýrir Hannes.Löng barátta Hann segir söguna á bakvið þessa baráttu langa. „Þetta mál teygir anga sína langt aftur í tímann. Ég er úr Kópavogi og flutti í Reykjanesbæ fyrir sjö árum síðan, konan mín er héðan. Ég hef aldrei verið pólitískur en ákvað að reyna að hafa áhrif á nærsamfélagið og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Þegar barist var um málefni Hitaveitunnar var ég ósammála ráðamönnum í flokknum. Ég safnaði undirskriftum gegn ákvörðunum meirihlutans og fékk hótanir frá samflokksmönnum. Að ef ég myndi stíga á móti þeim þá væri ég að stökkva yfir læk sem ég gæti dottið í og þá væri enginn til að hjálpa mér upp,“ rifjar hann upp. Þegar þarna var komið ætlaði Hannes sér að hætta afskiptum af stjórnmálum. „Ég hrökklaðist úr Sjálfstæðisflokknum og ætlaði að hætta afskiptum af stjórnmálum. En svo komu ýmis mál sem ég reyndi að hafa áhrif á og lét í mér heyra. Þá fann ég fyrir mikilli andúð í minn garð. Það sem mér hefur þótt verst er þegar ég hef verið einhversstaðar í bænum ásamt konunni minni, þá hefur líka verið horft á hana eins og hún sé holdsveik, eins og gert hefur verið við mig. Mér þykir það sárt,“ segir hann. Honum þykir tímasetningin á þessu gríni afar leiðinleg. „Ég var búinn að ákveða að hætta afskiptum af stjórnmálum að fullu eftir þetta kjörtímabil og var búinn að kynna þá ákvörðun fyrir mínum nánustu. Ég átti von á því að þeir væru hættir að hakka á mér endalaust,“ segir Hannes. Hér er hluti Þorrablótsnefndarinnar. Sævar Sævarsson, viðmælandi Vísis, er næst lengst til hægr. Hann harmar ákvörðun Hannesar að flytja úr bænum.Ætluðu ekki að særa neinn„Það var ekki ætlun okkar að særa einn né neinn heldur átti þetta að vera saklaust grín. Við vonum að góður og gegn samfélagsrýnir eins og Hannes er, sem er nauðsynlegur í hverju bæjarfélagi, sé ekki að flytja brott vegna saklauss gríns,“ segir Sævar Sævarsson sem situr í þorrablótsnefndinni ásamt sex öðrum, sá um skipulagningu ásamt því að vera einn af þessum svokölluðu handritshöfundum.Guðmundur Benediktsson segist ekkert vita um málið.Gerði vinnufélaga greiða„Ég hef ekkert um þetta að segja,“ segir Guðmundur Benediktsson fjölmiðlamaður sem las annálinn á myndband, sem sýnt var á þorrablótinu. Hann átti engan þátt í því að semja grínið. „Eina sem er að ég var beðinn um að lesa einhvern texta fyrir Þorrablótið. Ég þekki ekki einu sinni til mannsins. Gerði vinnufélaga greiða. Meira get ég ekki sagt,“ útskýrir Guðmundur. Hér að neðan má sjá annálinn frá þorrablótinu. Brandarinn um Hannes kemur eftir 17 mínútur og 51 sekúndu. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Hvernig á að vera hægt að byggja upp samfélag ef allir eru teknir fyrir eins og gert hefur verið við mig?“ spyr Hannes Friðriksson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Hann hefur ákveðið að flytja úr bænum eftir að orðið fyrir pólitískum árásum; nú síðast í annáli á þorrablóti Íþróttabandalags Keflavíkur. Þar var Hannes málaður sem annar af neikvæðustu mönnum Reykjanesbæjar. Hannesi þótti grínið lélegt og skilur ekki tilganginn með því. Þetta sé kornið sem fylli mælinn. Hannes var sjálfur ekki staddur á Þorrablótinu sem fór fram á laugardagskvöld. „Ég var ekki búinn að horfa á þetta fyrr en fólkið í kringum fór að segja mér frá þessu í gær. Öllum sem við mig töluðu þótti þetta lágkúrulegt grín. Ég get alveg tekið þessum hlutum, en fjölskyldan mín verður eiginlega verst fyrir þessu,“ útskýrir Hannes.Löng barátta Hann segir söguna á bakvið þessa baráttu langa. „Þetta mál teygir anga sína langt aftur í tímann. Ég er úr Kópavogi og flutti í Reykjanesbæ fyrir sjö árum síðan, konan mín er héðan. Ég hef aldrei verið pólitískur en ákvað að reyna að hafa áhrif á nærsamfélagið og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Þegar barist var um málefni Hitaveitunnar var ég ósammála ráðamönnum í flokknum. Ég safnaði undirskriftum gegn ákvörðunum meirihlutans og fékk hótanir frá samflokksmönnum. Að ef ég myndi stíga á móti þeim þá væri ég að stökkva yfir læk sem ég gæti dottið í og þá væri enginn til að hjálpa mér upp,“ rifjar hann upp. Þegar þarna var komið ætlaði Hannes sér að hætta afskiptum af stjórnmálum. „Ég hrökklaðist úr Sjálfstæðisflokknum og ætlaði að hætta afskiptum af stjórnmálum. En svo komu ýmis mál sem ég reyndi að hafa áhrif á og lét í mér heyra. Þá fann ég fyrir mikilli andúð í minn garð. Það sem mér hefur þótt verst er þegar ég hef verið einhversstaðar í bænum ásamt konunni minni, þá hefur líka verið horft á hana eins og hún sé holdsveik, eins og gert hefur verið við mig. Mér þykir það sárt,“ segir hann. Honum þykir tímasetningin á þessu gríni afar leiðinleg. „Ég var búinn að ákveða að hætta afskiptum af stjórnmálum að fullu eftir þetta kjörtímabil og var búinn að kynna þá ákvörðun fyrir mínum nánustu. Ég átti von á því að þeir væru hættir að hakka á mér endalaust,“ segir Hannes. Hér er hluti Þorrablótsnefndarinnar. Sævar Sævarsson, viðmælandi Vísis, er næst lengst til hægr. Hann harmar ákvörðun Hannesar að flytja úr bænum.Ætluðu ekki að særa neinn„Það var ekki ætlun okkar að særa einn né neinn heldur átti þetta að vera saklaust grín. Við vonum að góður og gegn samfélagsrýnir eins og Hannes er, sem er nauðsynlegur í hverju bæjarfélagi, sé ekki að flytja brott vegna saklauss gríns,“ segir Sævar Sævarsson sem situr í þorrablótsnefndinni ásamt sex öðrum, sá um skipulagningu ásamt því að vera einn af þessum svokölluðu handritshöfundum.Guðmundur Benediktsson segist ekkert vita um málið.Gerði vinnufélaga greiða„Ég hef ekkert um þetta að segja,“ segir Guðmundur Benediktsson fjölmiðlamaður sem las annálinn á myndband, sem sýnt var á þorrablótinu. Hann átti engan þátt í því að semja grínið. „Eina sem er að ég var beðinn um að lesa einhvern texta fyrir Þorrablótið. Ég þekki ekki einu sinni til mannsins. Gerði vinnufélaga greiða. Meira get ég ekki sagt,“ útskýrir Guðmundur. Hér að neðan má sjá annálinn frá þorrablótinu. Brandarinn um Hannes kemur eftir 17 mínútur og 51 sekúndu.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira