Ætlar að flytja úr bænum eftir að gert var grín að honum á þorrablóti Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. janúar 2014 09:38 Hannes Friðriksson æltar að flytja úr Reykjanesbæ. „Hvernig á að vera hægt að byggja upp samfélag ef allir eru teknir fyrir eins og gert hefur verið við mig?“ spyr Hannes Friðriksson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Hann hefur ákveðið að flytja úr bænum eftir að orðið fyrir pólitískum árásum; nú síðast í annáli á þorrablóti Íþróttabandalags Keflavíkur. Þar var Hannes málaður sem annar af neikvæðustu mönnum Reykjanesbæjar. Hannesi þótti grínið lélegt og skilur ekki tilganginn með því. Þetta sé kornið sem fylli mælinn. Hannes var sjálfur ekki staddur á Þorrablótinu sem fór fram á laugardagskvöld. „Ég var ekki búinn að horfa á þetta fyrr en fólkið í kringum fór að segja mér frá þessu í gær. Öllum sem við mig töluðu þótti þetta lágkúrulegt grín. Ég get alveg tekið þessum hlutum, en fjölskyldan mín verður eiginlega verst fyrir þessu,“ útskýrir Hannes.Löng barátta Hann segir söguna á bakvið þessa baráttu langa. „Þetta mál teygir anga sína langt aftur í tímann. Ég er úr Kópavogi og flutti í Reykjanesbæ fyrir sjö árum síðan, konan mín er héðan. Ég hef aldrei verið pólitískur en ákvað að reyna að hafa áhrif á nærsamfélagið og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Þegar barist var um málefni Hitaveitunnar var ég ósammála ráðamönnum í flokknum. Ég safnaði undirskriftum gegn ákvörðunum meirihlutans og fékk hótanir frá samflokksmönnum. Að ef ég myndi stíga á móti þeim þá væri ég að stökkva yfir læk sem ég gæti dottið í og þá væri enginn til að hjálpa mér upp,“ rifjar hann upp. Þegar þarna var komið ætlaði Hannes sér að hætta afskiptum af stjórnmálum. „Ég hrökklaðist úr Sjálfstæðisflokknum og ætlaði að hætta afskiptum af stjórnmálum. En svo komu ýmis mál sem ég reyndi að hafa áhrif á og lét í mér heyra. Þá fann ég fyrir mikilli andúð í minn garð. Það sem mér hefur þótt verst er þegar ég hef verið einhversstaðar í bænum ásamt konunni minni, þá hefur líka verið horft á hana eins og hún sé holdsveik, eins og gert hefur verið við mig. Mér þykir það sárt,“ segir hann. Honum þykir tímasetningin á þessu gríni afar leiðinleg. „Ég var búinn að ákveða að hætta afskiptum af stjórnmálum að fullu eftir þetta kjörtímabil og var búinn að kynna þá ákvörðun fyrir mínum nánustu. Ég átti von á því að þeir væru hættir að hakka á mér endalaust,“ segir Hannes. Hér er hluti Þorrablótsnefndarinnar. Sævar Sævarsson, viðmælandi Vísis, er næst lengst til hægr. Hann harmar ákvörðun Hannesar að flytja úr bænum.Ætluðu ekki að særa neinn„Það var ekki ætlun okkar að særa einn né neinn heldur átti þetta að vera saklaust grín. Við vonum að góður og gegn samfélagsrýnir eins og Hannes er, sem er nauðsynlegur í hverju bæjarfélagi, sé ekki að flytja brott vegna saklauss gríns,“ segir Sævar Sævarsson sem situr í þorrablótsnefndinni ásamt sex öðrum, sá um skipulagningu ásamt því að vera einn af þessum svokölluðu handritshöfundum.Guðmundur Benediktsson segist ekkert vita um málið.Gerði vinnufélaga greiða„Ég hef ekkert um þetta að segja,“ segir Guðmundur Benediktsson fjölmiðlamaður sem las annálinn á myndband, sem sýnt var á þorrablótinu. Hann átti engan þátt í því að semja grínið. „Eina sem er að ég var beðinn um að lesa einhvern texta fyrir Þorrablótið. Ég þekki ekki einu sinni til mannsins. Gerði vinnufélaga greiða. Meira get ég ekki sagt,“ útskýrir Guðmundur. Hér að neðan má sjá annálinn frá þorrablótinu. Brandarinn um Hannes kemur eftir 17 mínútur og 51 sekúndu. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
„Hvernig á að vera hægt að byggja upp samfélag ef allir eru teknir fyrir eins og gert hefur verið við mig?“ spyr Hannes Friðriksson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Hann hefur ákveðið að flytja úr bænum eftir að orðið fyrir pólitískum árásum; nú síðast í annáli á þorrablóti Íþróttabandalags Keflavíkur. Þar var Hannes málaður sem annar af neikvæðustu mönnum Reykjanesbæjar. Hannesi þótti grínið lélegt og skilur ekki tilganginn með því. Þetta sé kornið sem fylli mælinn. Hannes var sjálfur ekki staddur á Þorrablótinu sem fór fram á laugardagskvöld. „Ég var ekki búinn að horfa á þetta fyrr en fólkið í kringum fór að segja mér frá þessu í gær. Öllum sem við mig töluðu þótti þetta lágkúrulegt grín. Ég get alveg tekið þessum hlutum, en fjölskyldan mín verður eiginlega verst fyrir þessu,“ útskýrir Hannes.Löng barátta Hann segir söguna á bakvið þessa baráttu langa. „Þetta mál teygir anga sína langt aftur í tímann. Ég er úr Kópavogi og flutti í Reykjanesbæ fyrir sjö árum síðan, konan mín er héðan. Ég hef aldrei verið pólitískur en ákvað að reyna að hafa áhrif á nærsamfélagið og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Þegar barist var um málefni Hitaveitunnar var ég ósammála ráðamönnum í flokknum. Ég safnaði undirskriftum gegn ákvörðunum meirihlutans og fékk hótanir frá samflokksmönnum. Að ef ég myndi stíga á móti þeim þá væri ég að stökkva yfir læk sem ég gæti dottið í og þá væri enginn til að hjálpa mér upp,“ rifjar hann upp. Þegar þarna var komið ætlaði Hannes sér að hætta afskiptum af stjórnmálum. „Ég hrökklaðist úr Sjálfstæðisflokknum og ætlaði að hætta afskiptum af stjórnmálum. En svo komu ýmis mál sem ég reyndi að hafa áhrif á og lét í mér heyra. Þá fann ég fyrir mikilli andúð í minn garð. Það sem mér hefur þótt verst er þegar ég hef verið einhversstaðar í bænum ásamt konunni minni, þá hefur líka verið horft á hana eins og hún sé holdsveik, eins og gert hefur verið við mig. Mér þykir það sárt,“ segir hann. Honum þykir tímasetningin á þessu gríni afar leiðinleg. „Ég var búinn að ákveða að hætta afskiptum af stjórnmálum að fullu eftir þetta kjörtímabil og var búinn að kynna þá ákvörðun fyrir mínum nánustu. Ég átti von á því að þeir væru hættir að hakka á mér endalaust,“ segir Hannes. Hér er hluti Þorrablótsnefndarinnar. Sævar Sævarsson, viðmælandi Vísis, er næst lengst til hægr. Hann harmar ákvörðun Hannesar að flytja úr bænum.Ætluðu ekki að særa neinn„Það var ekki ætlun okkar að særa einn né neinn heldur átti þetta að vera saklaust grín. Við vonum að góður og gegn samfélagsrýnir eins og Hannes er, sem er nauðsynlegur í hverju bæjarfélagi, sé ekki að flytja brott vegna saklauss gríns,“ segir Sævar Sævarsson sem situr í þorrablótsnefndinni ásamt sex öðrum, sá um skipulagningu ásamt því að vera einn af þessum svokölluðu handritshöfundum.Guðmundur Benediktsson segist ekkert vita um málið.Gerði vinnufélaga greiða„Ég hef ekkert um þetta að segja,“ segir Guðmundur Benediktsson fjölmiðlamaður sem las annálinn á myndband, sem sýnt var á þorrablótinu. Hann átti engan þátt í því að semja grínið. „Eina sem er að ég var beðinn um að lesa einhvern texta fyrir Þorrablótið. Ég þekki ekki einu sinni til mannsins. Gerði vinnufélaga greiða. Meira get ég ekki sagt,“ útskýrir Guðmundur. Hér að neðan má sjá annálinn frá þorrablótinu. Brandarinn um Hannes kemur eftir 17 mínútur og 51 sekúndu.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira