„Flest bendir til að verið sé að færa fjármuni frá tekjulægri til tekjuhærri“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2014 16:18 Oddgeir gagnrýndi í dag niðurfærslu á verðtryggðum lánum. mynd/samsett Oddgeir Ágúst Ottesen, varaþingmaður Sjálfsstæðisflokksins, gagnrýndi í dag niðurfærslu á verðtryggðum lánum í ræðu sinni á Alþingi í dag en þar fjallaði hann um hagfræðileg áhrif tillagna sérfræðihóps um niðurfærslu á verðtryggðum lánum. Oddgeir er með doktorsgráða í hagfræði.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kynnti tillögur sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar á neytendalánum á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hópurinn mun síðan kynna sínar tillögur í lok vikunnar. „Ég tel að nokkurs misskilnings gæti um mikilvægi þess að efnahagslegar aðgerðir hafi jákvæð áhrif á hagvöxt til skamms tíma. Aðgerðir sem örva eftirspurn og hagvöxt tímabundið þurfa nefnilega alls ekki að vera þjóðhagslega hagkvæmar.“ Oddgeir tók dæmi sér til stuðnings og nefndi til sögunnar að ef Alþingi keypti sjónvörp og gæfi hluta heimila landsins myndi slík aðgerð auka landsframleiðslu lítillega. „Einhver myndi fá greitt fyrir að flytja sjónvörpin til landsins, einhverjir mundu hagnast á því að selja sjónvörpin til Alþingis en þetta væri alls ekki hagkvæm efnahagsleg aðgerð sem mundi auka verðmætasköpun í landinu. Aukinn innflutningur myndi auka gengi krónunnar og auka verðbólgu. Hagvöxtur í framtíðinni mundi dragast saman.“ Að mati Oddgeirs er slík aðgerð sambærileg við niðurgreiðslu á verðtryggðum skuldum heimila landsins. „Slíkar greiðslur auka fyrst og fremst einkaneyslu og innflutning tímabundið en hafa lítil eða engin áhrif á verðmætasköpun í landinu. Greiðsla verðbólgubóta leiðir til þess að gengi krónunnar veikist og verðbólga eykst, annað er óbreytt. Aðgerðin er ekki efnahagslega hagkvæm aðgerð. Sérfræðihópur sem mat efnahagsleg áhrif greiðslu verðbólgubóta komust að þeirri niðurstöðu að aðgerðin mundi ekki auka verðbólgu. Ástæðan er sú að í þeim líkönum sem sérfræðihópurinn notaði leiðir aukinn innflutningur á vörum og þjónustu til að gengi krónunnar styrkist, þ.e. ef Íslendingar fara að kaupa meira af innfluttum vörum styrkist krónan í líkaninu, sem er ákveðin þversögn.“ Oddgeir sagði því næst að slík niðurstaða gengi gegn lögmálinu um framboð og eftirspurn sem væri ekki umdeilt lögmál innan hagfræðinnar. „Það eru áratugir síðan ég heyrði stjórnmálamenn tala um að hagfræðilögmálin virkuðu ekki á Íslandi en ég vona að alþingismenn taki ekki ákvarðanir þegar á þeirri forsendu. Aðgerðin er ekki einungis óhagkvæm, hún er einnig að mörgu leyti óréttlát. Margir af þeim sem fá verðbólgubætur, ef tillögur sérfræðihópsins verða samþykktar af Alþingi, hafa hagnast af fasteignaviðskiptum. Þeir sem til dæmis keyptu íbúð 2004 mundu ekki vilja fara aftur til baka og fara á leigumarkaðinn á þeim tíma. Seðlabankinn hefur skoðað áhrif þess að skattpeningar séu notaðir til að greiða niður verðtryggð lán heimilanna. Flest virðist benda til þess að að meðaltali feli slíkar aðgerðir í sér til færslu á fjármunum frá tekjulægri hópum þjóðfélagsins til þeirra tekjuhærri, frá þeim eignaminni til þeirra eignameiri. Slík ráðstöfun fjármuna truflar mig mjög mikið og ég er hissa ef hún truflar ekki alla þingmenn.“ Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Oddgeir Ágúst Ottesen, varaþingmaður Sjálfsstæðisflokksins, gagnrýndi í dag niðurfærslu á verðtryggðum lánum í ræðu sinni á Alþingi í dag en þar fjallaði hann um hagfræðileg áhrif tillagna sérfræðihóps um niðurfærslu á verðtryggðum lánum. Oddgeir er með doktorsgráða í hagfræði.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kynnti tillögur sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar á neytendalánum á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hópurinn mun síðan kynna sínar tillögur í lok vikunnar. „Ég tel að nokkurs misskilnings gæti um mikilvægi þess að efnahagslegar aðgerðir hafi jákvæð áhrif á hagvöxt til skamms tíma. Aðgerðir sem örva eftirspurn og hagvöxt tímabundið þurfa nefnilega alls ekki að vera þjóðhagslega hagkvæmar.“ Oddgeir tók dæmi sér til stuðnings og nefndi til sögunnar að ef Alþingi keypti sjónvörp og gæfi hluta heimila landsins myndi slík aðgerð auka landsframleiðslu lítillega. „Einhver myndi fá greitt fyrir að flytja sjónvörpin til landsins, einhverjir mundu hagnast á því að selja sjónvörpin til Alþingis en þetta væri alls ekki hagkvæm efnahagsleg aðgerð sem mundi auka verðmætasköpun í landinu. Aukinn innflutningur myndi auka gengi krónunnar og auka verðbólgu. Hagvöxtur í framtíðinni mundi dragast saman.“ Að mati Oddgeirs er slík aðgerð sambærileg við niðurgreiðslu á verðtryggðum skuldum heimila landsins. „Slíkar greiðslur auka fyrst og fremst einkaneyslu og innflutning tímabundið en hafa lítil eða engin áhrif á verðmætasköpun í landinu. Greiðsla verðbólgubóta leiðir til þess að gengi krónunnar veikist og verðbólga eykst, annað er óbreytt. Aðgerðin er ekki efnahagslega hagkvæm aðgerð. Sérfræðihópur sem mat efnahagsleg áhrif greiðslu verðbólgubóta komust að þeirri niðurstöðu að aðgerðin mundi ekki auka verðbólgu. Ástæðan er sú að í þeim líkönum sem sérfræðihópurinn notaði leiðir aukinn innflutningur á vörum og þjónustu til að gengi krónunnar styrkist, þ.e. ef Íslendingar fara að kaupa meira af innfluttum vörum styrkist krónan í líkaninu, sem er ákveðin þversögn.“ Oddgeir sagði því næst að slík niðurstaða gengi gegn lögmálinu um framboð og eftirspurn sem væri ekki umdeilt lögmál innan hagfræðinnar. „Það eru áratugir síðan ég heyrði stjórnmálamenn tala um að hagfræðilögmálin virkuðu ekki á Íslandi en ég vona að alþingismenn taki ekki ákvarðanir þegar á þeirri forsendu. Aðgerðin er ekki einungis óhagkvæm, hún er einnig að mörgu leyti óréttlát. Margir af þeim sem fá verðbólgubætur, ef tillögur sérfræðihópsins verða samþykktar af Alþingi, hafa hagnast af fasteignaviðskiptum. Þeir sem til dæmis keyptu íbúð 2004 mundu ekki vilja fara aftur til baka og fara á leigumarkaðinn á þeim tíma. Seðlabankinn hefur skoðað áhrif þess að skattpeningar séu notaðir til að greiða niður verðtryggð lán heimilanna. Flest virðist benda til þess að að meðaltali feli slíkar aðgerðir í sér til færslu á fjármunum frá tekjulægri hópum þjóðfélagsins til þeirra tekjuhærri, frá þeim eignaminni til þeirra eignameiri. Slík ráðstöfun fjármuna truflar mig mjög mikið og ég er hissa ef hún truflar ekki alla þingmenn.“
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira