„Flest bendir til að verið sé að færa fjármuni frá tekjulægri til tekjuhærri“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2014 16:18 Oddgeir gagnrýndi í dag niðurfærslu á verðtryggðum lánum. mynd/samsett Oddgeir Ágúst Ottesen, varaþingmaður Sjálfsstæðisflokksins, gagnrýndi í dag niðurfærslu á verðtryggðum lánum í ræðu sinni á Alþingi í dag en þar fjallaði hann um hagfræðileg áhrif tillagna sérfræðihóps um niðurfærslu á verðtryggðum lánum. Oddgeir er með doktorsgráða í hagfræði.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kynnti tillögur sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar á neytendalánum á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hópurinn mun síðan kynna sínar tillögur í lok vikunnar. „Ég tel að nokkurs misskilnings gæti um mikilvægi þess að efnahagslegar aðgerðir hafi jákvæð áhrif á hagvöxt til skamms tíma. Aðgerðir sem örva eftirspurn og hagvöxt tímabundið þurfa nefnilega alls ekki að vera þjóðhagslega hagkvæmar.“ Oddgeir tók dæmi sér til stuðnings og nefndi til sögunnar að ef Alþingi keypti sjónvörp og gæfi hluta heimila landsins myndi slík aðgerð auka landsframleiðslu lítillega. „Einhver myndi fá greitt fyrir að flytja sjónvörpin til landsins, einhverjir mundu hagnast á því að selja sjónvörpin til Alþingis en þetta væri alls ekki hagkvæm efnahagsleg aðgerð sem mundi auka verðmætasköpun í landinu. Aukinn innflutningur myndi auka gengi krónunnar og auka verðbólgu. Hagvöxtur í framtíðinni mundi dragast saman.“ Að mati Oddgeirs er slík aðgerð sambærileg við niðurgreiðslu á verðtryggðum skuldum heimila landsins. „Slíkar greiðslur auka fyrst og fremst einkaneyslu og innflutning tímabundið en hafa lítil eða engin áhrif á verðmætasköpun í landinu. Greiðsla verðbólgubóta leiðir til þess að gengi krónunnar veikist og verðbólga eykst, annað er óbreytt. Aðgerðin er ekki efnahagslega hagkvæm aðgerð. Sérfræðihópur sem mat efnahagsleg áhrif greiðslu verðbólgubóta komust að þeirri niðurstöðu að aðgerðin mundi ekki auka verðbólgu. Ástæðan er sú að í þeim líkönum sem sérfræðihópurinn notaði leiðir aukinn innflutningur á vörum og þjónustu til að gengi krónunnar styrkist, þ.e. ef Íslendingar fara að kaupa meira af innfluttum vörum styrkist krónan í líkaninu, sem er ákveðin þversögn.“ Oddgeir sagði því næst að slík niðurstaða gengi gegn lögmálinu um framboð og eftirspurn sem væri ekki umdeilt lögmál innan hagfræðinnar. „Það eru áratugir síðan ég heyrði stjórnmálamenn tala um að hagfræðilögmálin virkuðu ekki á Íslandi en ég vona að alþingismenn taki ekki ákvarðanir þegar á þeirri forsendu. Aðgerðin er ekki einungis óhagkvæm, hún er einnig að mörgu leyti óréttlát. Margir af þeim sem fá verðbólgubætur, ef tillögur sérfræðihópsins verða samþykktar af Alþingi, hafa hagnast af fasteignaviðskiptum. Þeir sem til dæmis keyptu íbúð 2004 mundu ekki vilja fara aftur til baka og fara á leigumarkaðinn á þeim tíma. Seðlabankinn hefur skoðað áhrif þess að skattpeningar séu notaðir til að greiða niður verðtryggð lán heimilanna. Flest virðist benda til þess að að meðaltali feli slíkar aðgerðir í sér til færslu á fjármunum frá tekjulægri hópum þjóðfélagsins til þeirra tekjuhærri, frá þeim eignaminni til þeirra eignameiri. Slík ráðstöfun fjármuna truflar mig mjög mikið og ég er hissa ef hún truflar ekki alla þingmenn.“ Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Oddgeir Ágúst Ottesen, varaþingmaður Sjálfsstæðisflokksins, gagnrýndi í dag niðurfærslu á verðtryggðum lánum í ræðu sinni á Alþingi í dag en þar fjallaði hann um hagfræðileg áhrif tillagna sérfræðihóps um niðurfærslu á verðtryggðum lánum. Oddgeir er með doktorsgráða í hagfræði.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kynnti tillögur sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar á neytendalánum á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hópurinn mun síðan kynna sínar tillögur í lok vikunnar. „Ég tel að nokkurs misskilnings gæti um mikilvægi þess að efnahagslegar aðgerðir hafi jákvæð áhrif á hagvöxt til skamms tíma. Aðgerðir sem örva eftirspurn og hagvöxt tímabundið þurfa nefnilega alls ekki að vera þjóðhagslega hagkvæmar.“ Oddgeir tók dæmi sér til stuðnings og nefndi til sögunnar að ef Alþingi keypti sjónvörp og gæfi hluta heimila landsins myndi slík aðgerð auka landsframleiðslu lítillega. „Einhver myndi fá greitt fyrir að flytja sjónvörpin til landsins, einhverjir mundu hagnast á því að selja sjónvörpin til Alþingis en þetta væri alls ekki hagkvæm efnahagsleg aðgerð sem mundi auka verðmætasköpun í landinu. Aukinn innflutningur myndi auka gengi krónunnar og auka verðbólgu. Hagvöxtur í framtíðinni mundi dragast saman.“ Að mati Oddgeirs er slík aðgerð sambærileg við niðurgreiðslu á verðtryggðum skuldum heimila landsins. „Slíkar greiðslur auka fyrst og fremst einkaneyslu og innflutning tímabundið en hafa lítil eða engin áhrif á verðmætasköpun í landinu. Greiðsla verðbólgubóta leiðir til þess að gengi krónunnar veikist og verðbólga eykst, annað er óbreytt. Aðgerðin er ekki efnahagslega hagkvæm aðgerð. Sérfræðihópur sem mat efnahagsleg áhrif greiðslu verðbólgubóta komust að þeirri niðurstöðu að aðgerðin mundi ekki auka verðbólgu. Ástæðan er sú að í þeim líkönum sem sérfræðihópurinn notaði leiðir aukinn innflutningur á vörum og þjónustu til að gengi krónunnar styrkist, þ.e. ef Íslendingar fara að kaupa meira af innfluttum vörum styrkist krónan í líkaninu, sem er ákveðin þversögn.“ Oddgeir sagði því næst að slík niðurstaða gengi gegn lögmálinu um framboð og eftirspurn sem væri ekki umdeilt lögmál innan hagfræðinnar. „Það eru áratugir síðan ég heyrði stjórnmálamenn tala um að hagfræðilögmálin virkuðu ekki á Íslandi en ég vona að alþingismenn taki ekki ákvarðanir þegar á þeirri forsendu. Aðgerðin er ekki einungis óhagkvæm, hún er einnig að mörgu leyti óréttlát. Margir af þeim sem fá verðbólgubætur, ef tillögur sérfræðihópsins verða samþykktar af Alþingi, hafa hagnast af fasteignaviðskiptum. Þeir sem til dæmis keyptu íbúð 2004 mundu ekki vilja fara aftur til baka og fara á leigumarkaðinn á þeim tíma. Seðlabankinn hefur skoðað áhrif þess að skattpeningar séu notaðir til að greiða niður verðtryggð lán heimilanna. Flest virðist benda til þess að að meðaltali feli slíkar aðgerðir í sér til færslu á fjármunum frá tekjulægri hópum þjóðfélagsins til þeirra tekjuhærri, frá þeim eignaminni til þeirra eignameiri. Slík ráðstöfun fjármuna truflar mig mjög mikið og ég er hissa ef hún truflar ekki alla þingmenn.“
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira