Innlent

Ljósmyndasafn Reykjavíkur eitt af bestu söfnum Evrópu

The Guardian telur Ljósmyndasafn Reykjavíkur sem eitt af bestu söfnum Evrópu þar sem aðgangur er ókeypis.
The Guardian telur Ljósmyndasafn Reykjavíkur sem eitt af bestu söfnum Evrópu þar sem aðgangur er ókeypis.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur er í hópi 10 af bestu ókeypis söfnum í Evrópu að mati breska dagblaðsins Guardian.

„Ef þú hélst að 642 myndirnar þínar úr fríunum þínum, sem þú átt á iPhoto-reikningnum þínum, væru flottar, bíddu bara; Á Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru um fimm milljón ljósmyndir, þær elstu frá 1870, auk safngripa sem tengjast ljósmyndun, eftir samtímaljósmyndara,“ segir í umsögn Guardian um Ljósmyndasafnið.

Önnur söfn sem The Guardian tilnefnir á listann eru:

Nýlistasafnið í París

Borgarsafn Amsterdam

Minningarreitur við Berlínarmúrinn

Þjóðminjasafn Danmerkur í Kaupmannahöfn

Bernardo-safnið í Lissabon

Beaux-Arts listasafnið í Nice

Florence Nightingale-safnið í Istanbul

Frelsissafnið í Róm

Prado-safnið í Madrid




Fleiri fréttir

Sjá meira


×