Innlent

Kom allstaðar að lokuðum dyrum

Birta Björnsdóttir skrifar
„Hann var í mörg mörg ár fárveikur bæði á líkama og sál. Hann og móðir hans grátbáðu um hjálp og hann þráði heitt að komast inn á deild 33 A á Landspítalanum því hann hafði þá trú að það myndi hjálpa honum. Þar komst hann ekki að þar sem hann hafði ekki farið í gegnum geðgreiningu,“  segir Bjarni Sigurður Jóhannesson, en átakanleg minningargrein Bjarna um son hans, Arnar Óla, birtist í Morgunblaðinu í dag.

Þar kemur meðal annars fram að Arnar Óli hafi verið látinn í íbúð sinni í sex daga áður en hann fannst, þrátt fyrir að móðir hans hafi ítrekað óskað eftir að leitað yrði að honum.

„Vandamálið er að það er ekkert sem tekur við að lokinni meðferð fíkla, og varla er nein þjónusta til staðar fyrir aðstandendur. Okkur fannst við vera búin að reyna öll þau úrræði sem í boði voru. Þú kemur að lokuðum dyrum allstaðar,“ segir Bjarni og segir að heildstæð úrræði vanti sárlega fyrir fíkla og aðstandendur þeirra hér á landi

Viðtalið við Bjarna verður sýnt í heild sinni í fréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18.30 í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×