Er óhætt að láta lita á sér hárið? Hrund Þórsdóttir skrifar 23. janúar 2014 20:00 Norsku neytendasamtökin hafa sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er varað við því að lita á sér hárið. Samtökin efnagreindu 12 hárliti sem allir reyndust innihalda öfluga ofnæmisvalda auk þess sem hormónaraskandi efni fundust í tíu þeirra. Þau benda á að þrói fólk með sér ofnæmi fyrir hárlitum hverfi það aldrei og geti versnað sé notkun haldið áfram. Sérstaklega er varað við því að börn og konur sem ganga með börn eða eru með börn á brjósti, láti lita hár sitt. Ofnæmissérfræðingur sem við ræddum við í dag segir ekki ástæðu til að óttast hárlitun. Allar snyrtivörur geti valdið ofnæmisviðbrögðum en hættan sé ekki meiri í tengslum við hárliti en annað. En hvað skyldi hárgreiðslufólk hafa um þetta að segja? „Eins og með lyf, þá fer litur líka á húðina að minnsta kosti í einhverjum tilfellum og að sjálfsögðu fer hann þá eitthvað inn í blóðrásina,“ segir Ævar Österby, einn eigenda Slippsins hárgreiðslustofu. Fyrir átta árum var kona Ævars ólétt og sóttu þau foreldranámskeið í Kaupmannahöfn. „Ljósmæðurnar sögðu mér þá, ég tek þó fram að þær hafa skipt um skoðun síðan, að það væri ekki sannað að hárlitir myndu skaða fóstur á nokkurn hátt en þá fór ég að velta fyrir mér hvort það væri nokkuð búið að afsanna það,“ segir Ævar. Í kjölfarið mótaðist afstaða hans. „Ég reyni eins og ég get að komast hjá því að lita óléttar konur eða konur sem eru með barn á brjósti og ef ég geri það vil ég helst setja litinn í álpappír en ekki á húðina,“ segir hann. Ævar minnir á að hingað til lands komi engir litir nema Evrópusambandið hafi samþykkt þá en segir mikilvægt að leita til fagfólks. Litar þú á þér hárið? „Nei, ég reyni að vera ekki of fallegur og sleppi því,“ segir Ævar að lokum. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Norsku neytendasamtökin hafa sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er varað við því að lita á sér hárið. Samtökin efnagreindu 12 hárliti sem allir reyndust innihalda öfluga ofnæmisvalda auk þess sem hormónaraskandi efni fundust í tíu þeirra. Þau benda á að þrói fólk með sér ofnæmi fyrir hárlitum hverfi það aldrei og geti versnað sé notkun haldið áfram. Sérstaklega er varað við því að börn og konur sem ganga með börn eða eru með börn á brjósti, láti lita hár sitt. Ofnæmissérfræðingur sem við ræddum við í dag segir ekki ástæðu til að óttast hárlitun. Allar snyrtivörur geti valdið ofnæmisviðbrögðum en hættan sé ekki meiri í tengslum við hárliti en annað. En hvað skyldi hárgreiðslufólk hafa um þetta að segja? „Eins og með lyf, þá fer litur líka á húðina að minnsta kosti í einhverjum tilfellum og að sjálfsögðu fer hann þá eitthvað inn í blóðrásina,“ segir Ævar Österby, einn eigenda Slippsins hárgreiðslustofu. Fyrir átta árum var kona Ævars ólétt og sóttu þau foreldranámskeið í Kaupmannahöfn. „Ljósmæðurnar sögðu mér þá, ég tek þó fram að þær hafa skipt um skoðun síðan, að það væri ekki sannað að hárlitir myndu skaða fóstur á nokkurn hátt en þá fór ég að velta fyrir mér hvort það væri nokkuð búið að afsanna það,“ segir Ævar. Í kjölfarið mótaðist afstaða hans. „Ég reyni eins og ég get að komast hjá því að lita óléttar konur eða konur sem eru með barn á brjósti og ef ég geri það vil ég helst setja litinn í álpappír en ekki á húðina,“ segir hann. Ævar minnir á að hingað til lands komi engir litir nema Evrópusambandið hafi samþykkt þá en segir mikilvægt að leita til fagfólks. Litar þú á þér hárið? „Nei, ég reyni að vera ekki of fallegur og sleppi því,“ segir Ævar að lokum.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira