Ungt fólk borgar brúsann Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2014 14:00 Kristín Soffía. Allt ber að sama brunni, ungt fólk fær einkum að súpa seyðið af hruninu. mynd/einkasafn Kristín Soffía Jónsdóttir segir ekki möguleika á því fyrir ungt fólk að komast inn í húsnæðismarkaðinn, það býr við dýran og ótraustan leigumarkað og því er svo gert að borga reikninginn. Verið að skerða möguleika fólks til atvinnu og náms. Kristín horfir meðal annars til nýlegrar umræðu um aðgerðir er varða verðtryggingu og skuldaniðurfærslur þeirra sem eiga húsnæði. Í raun ber allt að sama brunni. Kristín Soffía, sem er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, var í viðtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon í vikunni og vakti þá athygli fyrir skelegga framgöngu. „Já, ég myndi segja það að unga fólkið sé látið borga brúsann,“ segir Kristín aðspurð, í samtali við Vísi. „Ég held að það sé orðið alltof auðvelt að senda ungu fólki reikninginn. Mikið af ungu fólki hefur lýst yfir frati og áhugaleysi á pólitíkinni. Það má ekki gleyma því að áhugaleysi á pólitík er ekki tvíhliða samningur. Stjórnvöld geta haft jafn mikil afskipti af þér þó þú hafir ekki afskipti af þeim.“ Kristín segir sterkir hagsmunahópar virka sem berjast fyrir sínum hagsmunum. Og ungt fólk, sem hagsmunahópur, hefur ekki verið að rækja sína skyldu í þeim efnum. Stjórnvöld eru þar af leiðandi ekkert hrædd við unga fólkið. En, þeir ættu í raun að vera það. Vegna þess að það er gengið svo mikið á réttindi þess.“ Kristín skrifaði brýningu þessa efnis inn á Facebooksíðu sína og tóku margir undir með henni en einnig voru nokkrir sem brugðust ókvæða við. „Að ég væri að kenna ungu fólki um stöðu mála og þessa ríkisstjórn. Sem er ekki inntakið í því sem ég er að segja. En það er kominn tími, fyrir löngu, að ungt fólk láti í sér heyra, hressilega og sýni að þetta er sterkur og voldugur hópur. Sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Eða, öllu heldur, hann verður að hætta því. Ég vona að bara með því að draga aðeins saman þessar aðgerðir, og þá heildarmynd sem er að teiknast upp, að þá átti fólk sig á því að ungt fólk eftir hrun ber enga ábyrgð á þessu hruni en situr eftir með sárt ennið.“Nokkur atriði til umhugsunar Kristín segir ekki eitt, heldur allt, sem ber að þeim ósi að ungt fólk fái hrunið einkum í hausinn:• Innritunargjöld í Háskóla Íslands voru hækkuð, en aðeins hluti þeirra fer til HÍ. Í reynd eru innritunargjöldin því nefskattur á háskólanema.• Námslán halda ekki í við verðbólgu og lækka því að raungildi.• Niðurskurður í Rannís, Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarsjóði, og í sjóðum skapandi greina, kemur niður á ungu fólki í námi og þeim sem eru að stíga fyrstu skref í nýsköpun og sprotafyrirtækjum.• „Leiðrétting“ lána með „stóru millifærslu“ ríkisstjórnarinnar er útfærð þannig að hún felst að miklu leyti í peningagjöfum til miðaldra og eldra fólks sem á gott borð fyrir báru í fasteignum sínum. Reikningurinn er sendur til ungs fólks og komandi kynslóða í gegn um skuldir ríkissjóðs og mikla fyrirsjáanlega vaxtabyrði á komandi árum og áratugum - sem ungt fólk greiðir með sköttum framtíðar.• „Leiðréttinguna“ á meðal annars að greiða með því að lækka vaxtabætur.• Staðan er samt sú að það krefst margra milljóna króna innborgunar að komast inn á fasteignamarkaðinn.• Ný neytendalög setja síðan enn meiri kröfur á eigið fé við kaup á fasteign.• Leiga er það há að fólk í venjulegu leiguhúsnæði safnar ekki krónu.• Spáð er hratt hækkandi fasteignaverði á næstu árum sem eykur vanda ungs fólks enn frekar.• Skattalækkanir skv. fjárlögum eru í skattþrepi 2 sem gagnast hvorki fólki í hlutstarfi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir segir ekki möguleika á því fyrir ungt fólk að komast inn í húsnæðismarkaðinn, það býr við dýran og ótraustan leigumarkað og því er svo gert að borga reikninginn. Verið að skerða möguleika fólks til atvinnu og náms. Kristín horfir meðal annars til nýlegrar umræðu um aðgerðir er varða verðtryggingu og skuldaniðurfærslur þeirra sem eiga húsnæði. Í raun ber allt að sama brunni. Kristín Soffía, sem er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, var í viðtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon í vikunni og vakti þá athygli fyrir skelegga framgöngu. „Já, ég myndi segja það að unga fólkið sé látið borga brúsann,“ segir Kristín aðspurð, í samtali við Vísi. „Ég held að það sé orðið alltof auðvelt að senda ungu fólki reikninginn. Mikið af ungu fólki hefur lýst yfir frati og áhugaleysi á pólitíkinni. Það má ekki gleyma því að áhugaleysi á pólitík er ekki tvíhliða samningur. Stjórnvöld geta haft jafn mikil afskipti af þér þó þú hafir ekki afskipti af þeim.“ Kristín segir sterkir hagsmunahópar virka sem berjast fyrir sínum hagsmunum. Og ungt fólk, sem hagsmunahópur, hefur ekki verið að rækja sína skyldu í þeim efnum. Stjórnvöld eru þar af leiðandi ekkert hrædd við unga fólkið. En, þeir ættu í raun að vera það. Vegna þess að það er gengið svo mikið á réttindi þess.“ Kristín skrifaði brýningu þessa efnis inn á Facebooksíðu sína og tóku margir undir með henni en einnig voru nokkrir sem brugðust ókvæða við. „Að ég væri að kenna ungu fólki um stöðu mála og þessa ríkisstjórn. Sem er ekki inntakið í því sem ég er að segja. En það er kominn tími, fyrir löngu, að ungt fólk láti í sér heyra, hressilega og sýni að þetta er sterkur og voldugur hópur. Sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Eða, öllu heldur, hann verður að hætta því. Ég vona að bara með því að draga aðeins saman þessar aðgerðir, og þá heildarmynd sem er að teiknast upp, að þá átti fólk sig á því að ungt fólk eftir hrun ber enga ábyrgð á þessu hruni en situr eftir með sárt ennið.“Nokkur atriði til umhugsunar Kristín segir ekki eitt, heldur allt, sem ber að þeim ósi að ungt fólk fái hrunið einkum í hausinn:• Innritunargjöld í Háskóla Íslands voru hækkuð, en aðeins hluti þeirra fer til HÍ. Í reynd eru innritunargjöldin því nefskattur á háskólanema.• Námslán halda ekki í við verðbólgu og lækka því að raungildi.• Niðurskurður í Rannís, Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarsjóði, og í sjóðum skapandi greina, kemur niður á ungu fólki í námi og þeim sem eru að stíga fyrstu skref í nýsköpun og sprotafyrirtækjum.• „Leiðrétting“ lána með „stóru millifærslu“ ríkisstjórnarinnar er útfærð þannig að hún felst að miklu leyti í peningagjöfum til miðaldra og eldra fólks sem á gott borð fyrir báru í fasteignum sínum. Reikningurinn er sendur til ungs fólks og komandi kynslóða í gegn um skuldir ríkissjóðs og mikla fyrirsjáanlega vaxtabyrði á komandi árum og áratugum - sem ungt fólk greiðir með sköttum framtíðar.• „Leiðréttinguna“ á meðal annars að greiða með því að lækka vaxtabætur.• Staðan er samt sú að það krefst margra milljóna króna innborgunar að komast inn á fasteignamarkaðinn.• Ný neytendalög setja síðan enn meiri kröfur á eigið fé við kaup á fasteign.• Leiga er það há að fólk í venjulegu leiguhúsnæði safnar ekki krónu.• Spáð er hratt hækkandi fasteignaverði á næstu árum sem eykur vanda ungs fólks enn frekar.• Skattalækkanir skv. fjárlögum eru í skattþrepi 2 sem gagnast hvorki fólki í hlutstarfi
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira