Vekja athygli á bágri stöðu stúdenta Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2014 13:12 Mynd/Stúdentaráð Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur efnt til vitundarvakningar á meðal stúdenta með herferðinni „Stúdentar Athugið!“ Strætóskýlum um alla borg skarta nú plakötum sem vekja eiga stúdenta og almenning til umhugsunar um þau kjör sem stúdentum er boðið upp á. Allt ítarefni um herferðina og um hvert plakat fyrir sig má finna á studentarathugid.is.www.studentarathugid.is „Stúdentum er gjarnan stillt upp sem forréttindahóp sem kjökrar yfir ömurlegum kjörum og málaðar eru upp myndir af lötum og frekum einstaklingum sem eiga helst að prísa sig sæla að fá að mennta sig yfir höfuð. Slík orðræða ýtir undir að stúdentar veigri sér við því að berjast fyrir kjörum sínum og taka því hverju högginu á fætur öðru þegjandi og hljóðalaust. Afleiðingin er einföld; kjör okkar stúdenta munu halda áfram að skerðast. Þess vegna verða stúdentar að fara láta í sér heyra,“ segir í tilkynningu frá Stúdentaráði. Þá bendir stúdentaráð á sjö punkta málstað sínum til stuðnings. Háskóli Íslands hefur mátt þola 6 ár af niðurskurði í röð: Það hefur haft veruleg áhrif á gæði náms og kennslu sem hefur þegar til lengri tíma er litið gífurlegar samfélagslegar afleiðingar í för með sér. Skrásetningargjöld hafa hækkað úr 45 þúsund krónum í 75 þúsund krónur á tveimur árum: Af þeim 180 milljónum sem áttu að koma til skólans með hækkun skrásetningargjalda munu aðeins 39 milljónir skila sér til skólans, rest í ríkissjóð. Þetta er því bein skattlagning á námsmenn og þeir standa straum af kostnaði við niðurskurðinn. Ekki fæst fjárframlag fyrir 350 nemendum við skólann: Það þýðir einfaldlega að í Háskóla Íslands eru 350 nemendur sem fá fulla þjónustu og kennslu en skólinn sjálfur fær ekkert fjárframlag frá ríkinu til að standa straum af þeirri þjónustu sem leiðir að verri þjónustu við nemendur og erfiðari starfsvettvang fyrir starfsfólk. Verðlag hefur hækkað: Það bitnar jafn mikið á námsmönnum og öðrum stéttum samfélagsins. Það finna allir fyrir þessari þróun og hún er vond. Húsaleigumarkaðurinn er óbærilegur: Það er ekki á færi allra stúdenta að búa í foreldrahúsum eða njóta stuðnings frá velunnurum. Þeir þurfa því eins og annað fólk að eiga þak yfir höfuðið og þá er tvennt í stöðunni: að sækja um á Stúdentagörðum eða leigja á hinum almenna leigumarkaði. Um 1.000 manns eru á biðlista eftir stúdentaíbúðum eins og staðan er í dag og því liggur það í augum uppi að verulegur hluti stúdenta verða að reiða sig á almennan leigumarkað. Strætókortið hefur hækkað gífurlega: Á tveimur árum hefur strætókortið hækkað úr rúmum 15.000 krónum í 42.000 krónur. Óvissa ríkir um atvinnuhorfur stúdenta.Mynd/StúdentaráðÁ sama tíma og stúdentar taka á sig þessar gífurlegu skerðingar er skammarlegt fylgjast með þróun hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Grunnframfærsla námsmannsins er 144.000 krónur á mánuði, gert er ráð fyrir því að stúdentinn þurfi aðeins á 1.300 krónum dag að halda í mat og hann á samkvæmt framfærslunni aðeins leigja íbúð fyrir 83.000 krónur á mánuði,“ segir í tilkynningunni. Hann má aðeins vinna sér inn 750.000 krónur á ári án þess að lán skerðist. Frítekjumark námsmanna hefur ekki hækkað síðan 2009 og á sama tíma hefur verðlag hækkað verulega og ætti í raun að vera að minnsta kosti 940.000 krónur í dag. Stúdentinn er að vísu að þyggja styrk frá ríkinu í formi lágrar vaxtarprósentu en kerfið er það úr sig gengið að eftir því sem hann tekur meira lán þá fær hann meiri styrk (þar sem líkur á endurgreiðslum minnka) og eftir því sem hann er skilvísari fær hann minni styrk. Stúdentaráð setur stórt spurningarmerki við slíkt hvatakerfi. Þetta eru kjörin sem eru í boði. En ljóst er að það er kjaraskerðing framundan. Hækka á námsframvindukröfur í 22 einingar fyrir næsta skólaár á þeim forsendum að eðlilegt sé að gera sömu námsframvindukröfur hér og á Norðurlöndum og að þetta sé kerfi sem hafi tíðkast hér áður fyrr. Þar með verður sá hópur sem fær yfir höfuð námslán þrengri og því verulega vegið að jafnrétti til náms. Við höfum hrakið norrænu rökin ítrekað og sömuleiðis bent á að áður fyrr hafi þetta verið 22 einingar á ársgrundvelli en ekki á annargrundvelli. Þegar lánakerfið er byggt á því að nemendur reiða sig á yfirdrátt frá bönkunum fyrirfram og fá svo eingreiðslu frá LÍN í janúar og júní þá eru slíkar aðgerðir bagalegar og munu hafa verulega íþyngjandi áhrif á stúdenta. Stúdentaráð Háskóla Íslands hvetur námsmenn til að láta í sér heyra og hafna þessum kjörum sem okkur er boðið. Forsenda hagvaxtar og velsældar í samfélögum er gott og öflugt menntakerfi. Menntakerfi þar sem staðið er vörð um hagsmuni og kjör stúdenta. Það er grátleg þróun ef það að mennta sig verður ekki lengur fýsilegur kostur, ef fólk flosnar upp úr námi einvörðungu vegna bágra kjara. Stúdentaráð Háskóla Íslands hvetur ríkisstjórn Íslands að snúa þróuninni við og standa vörð um kjör stúdenta.Mynd/Stúdentaráð Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur efnt til vitundarvakningar á meðal stúdenta með herferðinni „Stúdentar Athugið!“ Strætóskýlum um alla borg skarta nú plakötum sem vekja eiga stúdenta og almenning til umhugsunar um þau kjör sem stúdentum er boðið upp á. Allt ítarefni um herferðina og um hvert plakat fyrir sig má finna á studentarathugid.is.www.studentarathugid.is „Stúdentum er gjarnan stillt upp sem forréttindahóp sem kjökrar yfir ömurlegum kjörum og málaðar eru upp myndir af lötum og frekum einstaklingum sem eiga helst að prísa sig sæla að fá að mennta sig yfir höfuð. Slík orðræða ýtir undir að stúdentar veigri sér við því að berjast fyrir kjörum sínum og taka því hverju högginu á fætur öðru þegjandi og hljóðalaust. Afleiðingin er einföld; kjör okkar stúdenta munu halda áfram að skerðast. Þess vegna verða stúdentar að fara láta í sér heyra,“ segir í tilkynningu frá Stúdentaráði. Þá bendir stúdentaráð á sjö punkta málstað sínum til stuðnings. Háskóli Íslands hefur mátt þola 6 ár af niðurskurði í röð: Það hefur haft veruleg áhrif á gæði náms og kennslu sem hefur þegar til lengri tíma er litið gífurlegar samfélagslegar afleiðingar í för með sér. Skrásetningargjöld hafa hækkað úr 45 þúsund krónum í 75 þúsund krónur á tveimur árum: Af þeim 180 milljónum sem áttu að koma til skólans með hækkun skrásetningargjalda munu aðeins 39 milljónir skila sér til skólans, rest í ríkissjóð. Þetta er því bein skattlagning á námsmenn og þeir standa straum af kostnaði við niðurskurðinn. Ekki fæst fjárframlag fyrir 350 nemendum við skólann: Það þýðir einfaldlega að í Háskóla Íslands eru 350 nemendur sem fá fulla þjónustu og kennslu en skólinn sjálfur fær ekkert fjárframlag frá ríkinu til að standa straum af þeirri þjónustu sem leiðir að verri þjónustu við nemendur og erfiðari starfsvettvang fyrir starfsfólk. Verðlag hefur hækkað: Það bitnar jafn mikið á námsmönnum og öðrum stéttum samfélagsins. Það finna allir fyrir þessari þróun og hún er vond. Húsaleigumarkaðurinn er óbærilegur: Það er ekki á færi allra stúdenta að búa í foreldrahúsum eða njóta stuðnings frá velunnurum. Þeir þurfa því eins og annað fólk að eiga þak yfir höfuðið og þá er tvennt í stöðunni: að sækja um á Stúdentagörðum eða leigja á hinum almenna leigumarkaði. Um 1.000 manns eru á biðlista eftir stúdentaíbúðum eins og staðan er í dag og því liggur það í augum uppi að verulegur hluti stúdenta verða að reiða sig á almennan leigumarkað. Strætókortið hefur hækkað gífurlega: Á tveimur árum hefur strætókortið hækkað úr rúmum 15.000 krónum í 42.000 krónur. Óvissa ríkir um atvinnuhorfur stúdenta.Mynd/StúdentaráðÁ sama tíma og stúdentar taka á sig þessar gífurlegu skerðingar er skammarlegt fylgjast með þróun hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Grunnframfærsla námsmannsins er 144.000 krónur á mánuði, gert er ráð fyrir því að stúdentinn þurfi aðeins á 1.300 krónum dag að halda í mat og hann á samkvæmt framfærslunni aðeins leigja íbúð fyrir 83.000 krónur á mánuði,“ segir í tilkynningunni. Hann má aðeins vinna sér inn 750.000 krónur á ári án þess að lán skerðist. Frítekjumark námsmanna hefur ekki hækkað síðan 2009 og á sama tíma hefur verðlag hækkað verulega og ætti í raun að vera að minnsta kosti 940.000 krónur í dag. Stúdentinn er að vísu að þyggja styrk frá ríkinu í formi lágrar vaxtarprósentu en kerfið er það úr sig gengið að eftir því sem hann tekur meira lán þá fær hann meiri styrk (þar sem líkur á endurgreiðslum minnka) og eftir því sem hann er skilvísari fær hann minni styrk. Stúdentaráð setur stórt spurningarmerki við slíkt hvatakerfi. Þetta eru kjörin sem eru í boði. En ljóst er að það er kjaraskerðing framundan. Hækka á námsframvindukröfur í 22 einingar fyrir næsta skólaár á þeim forsendum að eðlilegt sé að gera sömu námsframvindukröfur hér og á Norðurlöndum og að þetta sé kerfi sem hafi tíðkast hér áður fyrr. Þar með verður sá hópur sem fær yfir höfuð námslán þrengri og því verulega vegið að jafnrétti til náms. Við höfum hrakið norrænu rökin ítrekað og sömuleiðis bent á að áður fyrr hafi þetta verið 22 einingar á ársgrundvelli en ekki á annargrundvelli. Þegar lánakerfið er byggt á því að nemendur reiða sig á yfirdrátt frá bönkunum fyrirfram og fá svo eingreiðslu frá LÍN í janúar og júní þá eru slíkar aðgerðir bagalegar og munu hafa verulega íþyngjandi áhrif á stúdenta. Stúdentaráð Háskóla Íslands hvetur námsmenn til að láta í sér heyra og hafna þessum kjörum sem okkur er boðið. Forsenda hagvaxtar og velsældar í samfélögum er gott og öflugt menntakerfi. Menntakerfi þar sem staðið er vörð um hagsmuni og kjör stúdenta. Það er grátleg þróun ef það að mennta sig verður ekki lengur fýsilegur kostur, ef fólk flosnar upp úr námi einvörðungu vegna bágra kjara. Stúdentaráð Háskóla Íslands hvetur ríkisstjórn Íslands að snúa þróuninni við og standa vörð um kjör stúdenta.Mynd/Stúdentaráð
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira