Þingmaður varð fyrir einelti í æsku: „Búinn með þann kafla að vera hræddur við lífið“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 29. janúar 2014 07:00 Helgi tók sæti á Alþingi síðasta haust. vísir/pjetur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði frá einelti sem hann varð fyrir í ræðu sinni á Alþingi í gær þegar umræður um almenn hegningarlög fóru fram. Hann varð fyrir miklu einelti í æsku og þurfti á endanum að skipta um grunnskóla. „Það er kannski bara gott að opinberar persónur tali um svona hluti til að krakkar sem eru í þessum aðstæðum viti að þau eru ekki ein,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir grófasta eineltið hafa staðið yfir í um fjögur ár, frá því hann var sjö eða átta ára og þar til hann varð tólf. „Það sem einkennir einelti er að það lifir með manni lengur en það raunverulega átti sér stað. Þetta var meðal annars líkamlegt ofbeldi sem meira og minna allir tóku þátt í, eða það var að minnsta kosti mín upplifun.“Hrækt og sparkað Eftir að Helgi skipti um skóla varð hann fyrir einstaka stríðni en hann segir stjórn þess skóla hafa verið mun skilningsríkari. „Mér fannst ég reyndar lengi vera eitthvað frík í þeim skóla en það er allt annað en þegar maður upplifir að allir séu á móti manni. Það pirrar mig svolítið þegar stjórnmálamenn tala um einelti, þá er það oft sett fram eins og þetta sé bara einstaka hálfviti að stríða.“ Helgi segist meðal annars hafa lent í því að sparkað hafi verið í hann, hrækt á hann, og hann hafi verið felldur. Hann segist þó hafa komist ágætlega frá eineltinu en er meðvitaður um þau áhrif sem það hafði á líf hans, skólagöngu og alla hegðun. „Það sem gerir einelti svo erfitt er að við manneskjur erum félagslegar verur. Við getum ekkert ein og erum háð því að vinna með öðru fólki. Homo sapiens fríkar út ef það er ekki í sambandi við annað fólk. Maður upplifir sig algjörlega einan í samfélagi og er einhvers konar viðundur. Þess vegna finnst mér þetta sambærilegt kynferðisofbeldi. Þetta snertir svo mikilvægan hluta af okkar tilvist.“Helgi segist vera búinn með þann kafla að vera hræddur við lífið og samfélagið.vísir/pjetur„Ég er óttalaus“ Helgi segist telja að sér hafi tekist að ná tökum á fylgifiskum eineltisins en bætir því við að sjálfsskoðun sé erfið. „Maður er svo blindur á sjálfan sig, enda sér maður út um augun en ekki inn. En í dag krefst ég ekki samþykkis samfélagsins og geri ekki hluti byggt á því hvað öðrum finnst. Ég er óttalaus og búinn með þann kafla að vera hræddur við lífið og samfélagið.“ Hann segir það ferli hafa tekið mörg ár og að líðanin vegna eineltisins hafi ekki lagast af alvöru fyrr en hann var kominn á fullorðinsár. „Það sem hjálpaði mér mest var að kynnast fólki sem hafði gengið í gegn um eitthvað svipað. Það er svo mikið af fólki sem lendir í svo miklum hryllingi en kemst samt einhvern veginn yfir það.“Litið á krakka sem leikföng Helgi segist ekki hafa hitt marga af þeim sem lögðu hann í einelti eftir að hann skipti um skóla. Aðspurður segir hann engan hafa beðið sig afsökunar á ofbeldinu. „Nei ekki svo ég muni. Ég hitti einu sinni einn strákinn á förnum vegi þegar ég var 18 eða 19 ára. Hann var að horfa eitthvert langt í burtu, voða töffaralegur. Ég gekk til hans og kynnti mig og spurði hvort hann myndi eftir mér. Hann neitaði því og kannaðist heldur ekki við mig eftir að ég sagði honum að við hefðum verið saman í skóla. Hann mundi ekkert eftir mér. Það var pínulítið sárt, þar sem hann hafði verið einn af þeim grófustu, en þetta undirstrikar líka að þessir krakkar vita ekkert hvað þeir eru að gera. Þeir líta bara á aðra krakka sem leikföng.“ Helgi segir að þeir fáu sem hann hafi hitt eftir eineltið hafi allir lent í mun verri hlutum en hann sjálfur. „Það virðist vera satt sem sagt er, að þeir sem hagi sér verst við annað fólk séu langlíklegastir til að verða að einhverjum aumingjum sjálfir.“ Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði frá einelti sem hann varð fyrir í ræðu sinni á Alþingi í gær þegar umræður um almenn hegningarlög fóru fram. Hann varð fyrir miklu einelti í æsku og þurfti á endanum að skipta um grunnskóla. „Það er kannski bara gott að opinberar persónur tali um svona hluti til að krakkar sem eru í þessum aðstæðum viti að þau eru ekki ein,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir grófasta eineltið hafa staðið yfir í um fjögur ár, frá því hann var sjö eða átta ára og þar til hann varð tólf. „Það sem einkennir einelti er að það lifir með manni lengur en það raunverulega átti sér stað. Þetta var meðal annars líkamlegt ofbeldi sem meira og minna allir tóku þátt í, eða það var að minnsta kosti mín upplifun.“Hrækt og sparkað Eftir að Helgi skipti um skóla varð hann fyrir einstaka stríðni en hann segir stjórn þess skóla hafa verið mun skilningsríkari. „Mér fannst ég reyndar lengi vera eitthvað frík í þeim skóla en það er allt annað en þegar maður upplifir að allir séu á móti manni. Það pirrar mig svolítið þegar stjórnmálamenn tala um einelti, þá er það oft sett fram eins og þetta sé bara einstaka hálfviti að stríða.“ Helgi segist meðal annars hafa lent í því að sparkað hafi verið í hann, hrækt á hann, og hann hafi verið felldur. Hann segist þó hafa komist ágætlega frá eineltinu en er meðvitaður um þau áhrif sem það hafði á líf hans, skólagöngu og alla hegðun. „Það sem gerir einelti svo erfitt er að við manneskjur erum félagslegar verur. Við getum ekkert ein og erum háð því að vinna með öðru fólki. Homo sapiens fríkar út ef það er ekki í sambandi við annað fólk. Maður upplifir sig algjörlega einan í samfélagi og er einhvers konar viðundur. Þess vegna finnst mér þetta sambærilegt kynferðisofbeldi. Þetta snertir svo mikilvægan hluta af okkar tilvist.“Helgi segist vera búinn með þann kafla að vera hræddur við lífið og samfélagið.vísir/pjetur„Ég er óttalaus“ Helgi segist telja að sér hafi tekist að ná tökum á fylgifiskum eineltisins en bætir því við að sjálfsskoðun sé erfið. „Maður er svo blindur á sjálfan sig, enda sér maður út um augun en ekki inn. En í dag krefst ég ekki samþykkis samfélagsins og geri ekki hluti byggt á því hvað öðrum finnst. Ég er óttalaus og búinn með þann kafla að vera hræddur við lífið og samfélagið.“ Hann segir það ferli hafa tekið mörg ár og að líðanin vegna eineltisins hafi ekki lagast af alvöru fyrr en hann var kominn á fullorðinsár. „Það sem hjálpaði mér mest var að kynnast fólki sem hafði gengið í gegn um eitthvað svipað. Það er svo mikið af fólki sem lendir í svo miklum hryllingi en kemst samt einhvern veginn yfir það.“Litið á krakka sem leikföng Helgi segist ekki hafa hitt marga af þeim sem lögðu hann í einelti eftir að hann skipti um skóla. Aðspurður segir hann engan hafa beðið sig afsökunar á ofbeldinu. „Nei ekki svo ég muni. Ég hitti einu sinni einn strákinn á förnum vegi þegar ég var 18 eða 19 ára. Hann var að horfa eitthvert langt í burtu, voða töffaralegur. Ég gekk til hans og kynnti mig og spurði hvort hann myndi eftir mér. Hann neitaði því og kannaðist heldur ekki við mig eftir að ég sagði honum að við hefðum verið saman í skóla. Hann mundi ekkert eftir mér. Það var pínulítið sárt, þar sem hann hafði verið einn af þeim grófustu, en þetta undirstrikar líka að þessir krakkar vita ekkert hvað þeir eru að gera. Þeir líta bara á aðra krakka sem leikföng.“ Helgi segir að þeir fáu sem hann hafi hitt eftir eineltið hafi allir lent í mun verri hlutum en hann sjálfur. „Það virðist vera satt sem sagt er, að þeir sem hagi sér verst við annað fólk séu langlíklegastir til að verða að einhverjum aumingjum sjálfir.“
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira