„Hún er í rauninni margfalt fórnarlamb“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. janúar 2014 07:00 Katrín Oddsdóttir, lögmaður, segir að spænska konan hafi verið neydd til verksins. mynd/samsett „Hún er í rauninni margfalt fórnarlamb,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður, um spænsku konuna sem dæmd var í 12 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn kókaín þrátt fyrir að dómari tæki sögu hennar, að hún hafi verið neydd til verksins, trúanlega. Konan sagði frá því að hún hafi verið neydd til þess að flytja inn um 433 grömm af kókaíni af tveimur mönnum frá Spáni. Mennirnir gengu meira að svo langt að troða pakkningum af kókaíni upp í leggöng hennar. Athygli vakti að saga konunnar var tekin trúanleg, en samt var hún dæmd í 12 mánaða fangelsi. Í dómsorði var styrkleiki kókaínsins notaður til þess að ákvarða refsinguna. Katrín segir mál af þessu tagi vera afar erfið. „Hún er neydd til þess að flytja efnin inn og í raun beitt ofbeldi við það að troða efnunum inn í líkama hennar. Ofan á þetta þarf hún að sitja inni heillengi. Hversu sanngjarnt er það?“ Katrín vill að löggjafinn bregðist við til að reyna að verja fólk sem lendir í svona aðstöðu. „Svona mál eru oft erfið. Ef svona athæfi verður gert refsilaust þá eykst hvatinn til þess að flytja efni inn á þennan hátt. Þetta er ekki alltaf svart og hvítt eða klippt og skorið. En í þessu máli virðst allir sammála um að taka sögu konunnar trúanlega. Þess vegna hefði mátt skoða einhverja aðra lausn. Því þarna er kona sem er beitt misbeitingu og nauðung, það getur eiginlega ekki orðið skýrara.“ Katrín bendir ennfremur á að áhugavert væri að skoða aðstæður í nágrannalöndunum og hvort þar fyrirfinnist betri vörn fyrir fórnarlömb í málum sem þessum. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
„Hún er í rauninni margfalt fórnarlamb,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður, um spænsku konuna sem dæmd var í 12 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn kókaín þrátt fyrir að dómari tæki sögu hennar, að hún hafi verið neydd til verksins, trúanlega. Konan sagði frá því að hún hafi verið neydd til þess að flytja inn um 433 grömm af kókaíni af tveimur mönnum frá Spáni. Mennirnir gengu meira að svo langt að troða pakkningum af kókaíni upp í leggöng hennar. Athygli vakti að saga konunnar var tekin trúanleg, en samt var hún dæmd í 12 mánaða fangelsi. Í dómsorði var styrkleiki kókaínsins notaður til þess að ákvarða refsinguna. Katrín segir mál af þessu tagi vera afar erfið. „Hún er neydd til þess að flytja efnin inn og í raun beitt ofbeldi við það að troða efnunum inn í líkama hennar. Ofan á þetta þarf hún að sitja inni heillengi. Hversu sanngjarnt er það?“ Katrín vill að löggjafinn bregðist við til að reyna að verja fólk sem lendir í svona aðstöðu. „Svona mál eru oft erfið. Ef svona athæfi verður gert refsilaust þá eykst hvatinn til þess að flytja efni inn á þennan hátt. Þetta er ekki alltaf svart og hvítt eða klippt og skorið. En í þessu máli virðst allir sammála um að taka sögu konunnar trúanlega. Þess vegna hefði mátt skoða einhverja aðra lausn. Því þarna er kona sem er beitt misbeitingu og nauðung, það getur eiginlega ekki orðið skýrara.“ Katrín bendir ennfremur á að áhugavert væri að skoða aðstæður í nágrannalöndunum og hvort þar fyrirfinnist betri vörn fyrir fórnarlömb í málum sem þessum.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira