Samsæri um bankana og kynvitund á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2014 19:23 Meint samsæri leiðtoga fyrri ríkisstjórnar og refsiákvæði hegningarlaga varðandi kynvitund voru meðal mála sem rædd voru á Alþingi í dag. Flest mannlegt kemur til umræðu á Alþingi. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vakti m.a. athygli á bréfi Víglundar Þorsteinssonar til þingsins þar sem alvarlegar ásakanir koma fram. Málið snýst um hvernig síðasta ríkisstjórn stóð að samningum við kröfuhafa um aðkomu þeirra að stofnun nýju bankanna, en Víglundur vitnar í fundargerðir stýrirnefndar stjórnvalda frá 2009 í þeim efnum. „Þar kemur fram sú skoðun höfundar þessa bréfs að þegar fundargerðirnar séu lesnar í samfellu verði ekki annað ráðið en að frá upphafi hafi ríkisstjórnin haft í huga að afhenda erlendu kröfuhöfunum alla þrjá nýju bankana til að friðþægja þá. Ég tek það fram, virðulegur forseti, að þetta er skoðun höfundar bréfsins,“ sagði Vigdís. „Trúa menn því hér á Alþingi Íslendinga að á árinu 2009 hafi nokkrir æðstu embættismenn þriggja ráðuneyta, Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið, Ríkisendurskoðun, Bankasýsla ríkisins, fyrirtækið Landslög ... og fleiri myndað eitt víðtækt samsæri gegn hagsmunum landsins? Því er haldið fram í þessari grein,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra. Og lokaumræða um breytingar á hegningarlögum fór fram á Alþingi í dag þar sem hugtakinu „kynvitund“ er bætt inn í lögin. Breytingin varðar ákvæði hegningarlaga um refsingar við því að hæðast að, rógbera eða ógna manni eða hópum manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða og kynhneigðar nái einnig yfir kynvitund. En Píratar telja refsiákvæði laganna um allt að tveggja ára fangelsi skerða um of tjáningarfrelsið en breytingartillaga þeirra í málinu var felld. „Þetta er í raun og veru ákveðinn friðarsamningur sem ég er að reyna að leggja hér á borð, þannig að við getum samþykkt þetta frumvarp, kynvitundarákvæðið kæmi til, orðabreytingin kæmi til en þá væri það líka skýrara að þetta væri skref í átt að meira tjáningarfrelsi líka,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata. Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira
Meint samsæri leiðtoga fyrri ríkisstjórnar og refsiákvæði hegningarlaga varðandi kynvitund voru meðal mála sem rædd voru á Alþingi í dag. Flest mannlegt kemur til umræðu á Alþingi. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vakti m.a. athygli á bréfi Víglundar Þorsteinssonar til þingsins þar sem alvarlegar ásakanir koma fram. Málið snýst um hvernig síðasta ríkisstjórn stóð að samningum við kröfuhafa um aðkomu þeirra að stofnun nýju bankanna, en Víglundur vitnar í fundargerðir stýrirnefndar stjórnvalda frá 2009 í þeim efnum. „Þar kemur fram sú skoðun höfundar þessa bréfs að þegar fundargerðirnar séu lesnar í samfellu verði ekki annað ráðið en að frá upphafi hafi ríkisstjórnin haft í huga að afhenda erlendu kröfuhöfunum alla þrjá nýju bankana til að friðþægja þá. Ég tek það fram, virðulegur forseti, að þetta er skoðun höfundar bréfsins,“ sagði Vigdís. „Trúa menn því hér á Alþingi Íslendinga að á árinu 2009 hafi nokkrir æðstu embættismenn þriggja ráðuneyta, Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið, Ríkisendurskoðun, Bankasýsla ríkisins, fyrirtækið Landslög ... og fleiri myndað eitt víðtækt samsæri gegn hagsmunum landsins? Því er haldið fram í þessari grein,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra. Og lokaumræða um breytingar á hegningarlögum fór fram á Alþingi í dag þar sem hugtakinu „kynvitund“ er bætt inn í lögin. Breytingin varðar ákvæði hegningarlaga um refsingar við því að hæðast að, rógbera eða ógna manni eða hópum manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða og kynhneigðar nái einnig yfir kynvitund. En Píratar telja refsiákvæði laganna um allt að tveggja ára fangelsi skerða um of tjáningarfrelsið en breytingartillaga þeirra í málinu var felld. „Þetta er í raun og veru ákveðinn friðarsamningur sem ég er að reyna að leggja hér á borð, þannig að við getum samþykkt þetta frumvarp, kynvitundarákvæðið kæmi til, orðabreytingin kæmi til en þá væri það líka skýrara að þetta væri skref í átt að meira tjáningarfrelsi líka,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata.
Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira