Segir gagnrýni sína ekki lúta að tannslípun grísa Elimar Hauksson skrifar 29. janúar 2014 12:00 Sif telur sóknarfæri vera til staðar í vistvænni ræktun á grísum. Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir Hörð Harðarson, formann Svínaræktarfélags Íslands, líta framhjá megingagnrýni samtaka hennar á verksmiðjubúskap svína á Íslandi. Hörður hefur gagnrýnt Sif og sagt ummæli hennar sem dýralæknis lýsa vanþekkingu. Sif segir hins vegar að vandamálið sé ekki tannslípun grísa, eins og Hörður hafi haldið fram. „Vandamálið felst í því að grísir hafa verið geltir og hali þeirra klipptur án deyfingar. Samkvæmt nýju lögunum um velferð dýra verður áfram leyfilegt að klippa hala og gelda grísi. Það er eðlilegt að grísir séu geltir til að koma í veg fyrir galtarbragð af kjötinu,“ segir Sif. Hún bætir þó við að þetta verði þó að gera í samræmi við nýju lögin. „Þetta verður að gerast með deyfingu og verkjastillingu og það er það sem við viljum að sé fylgt eftir. Varðandi halann þá er það þannig að ef eðlislægum þörfum svína er sinnt þá þarf ekki að klippa halann á þeim af því að þá eru þau ekki að naga halann á hvoru öðru,“ segir Sif.Svín ættu ekki að sólbrenna á ÍslandiHörður hefur einnig sagt að svín séu húsdýr og að þau séu viðkvæm fyrir sól, því sé ekki endilega best fyrir þau að vera mikið úti við. Þau séu með þunna húð og brenni auðveldlega í sólinni. Sif segir auðvelt að koma í veg fyrir slíkt enda sé sólin ekki stórt vandamál hér á landi. „Svín eru með gisnari feld heldur en önnur spendýr. Þau geta brunnið ef það er mikil og sterk sól en það má auðveldlega leysa með varnaraðgerðum. Þegar svín eru úti velta þau sér uppúr mold til að vernda húðina, auk þess er hægt að hafa skjól þannig að þau geti leitað í skugga í mikilli sól. Fyrir utan það þá er of mikil sól ekki teljandi vandamál hér á Íslandi. Svínin í húsdýragarðinum fara út á sumrin og ég hef aldrei heyrt um að þau hafi sólbrunnið.“Reglur þarf yfirleitt til að bæta aðbúnaðSif segist skilja málsstað formanns Svínaræktarfélagsins enda sé samkeppni á markaðnum hér á landi hörð. Hún segir vistvæna svínarækt hins vegar geta verið arðbæra fyrir þá aðila sem hafi áhuga á að reyna slíkt. „Svínaræktin er þannig að það er rosaleg samkeppni og þess vegna þarf yfirleitt reglur til þess að breytingar verði til batnaðar. það eru örfáir svínabændur eftir á íslandi vegna þess að samþjöppun hefur orðið í greininni því búin eru að stækka og eigendur eru færri. Hér eru hinsvegar rosaleg sóknarfæri fyrir þá sem hafa áhuga á vistvænni ræktun, því fyrir þá vöru er hægt að fá hærra verð fyrir. Ég held að það sé hópur fólks sem myndi greiða hærra verð fyrir slíka vöru,“ segir Sif. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir Hörð Harðarson, formann Svínaræktarfélags Íslands, líta framhjá megingagnrýni samtaka hennar á verksmiðjubúskap svína á Íslandi. Hörður hefur gagnrýnt Sif og sagt ummæli hennar sem dýralæknis lýsa vanþekkingu. Sif segir hins vegar að vandamálið sé ekki tannslípun grísa, eins og Hörður hafi haldið fram. „Vandamálið felst í því að grísir hafa verið geltir og hali þeirra klipptur án deyfingar. Samkvæmt nýju lögunum um velferð dýra verður áfram leyfilegt að klippa hala og gelda grísi. Það er eðlilegt að grísir séu geltir til að koma í veg fyrir galtarbragð af kjötinu,“ segir Sif. Hún bætir þó við að þetta verði þó að gera í samræmi við nýju lögin. „Þetta verður að gerast með deyfingu og verkjastillingu og það er það sem við viljum að sé fylgt eftir. Varðandi halann þá er það þannig að ef eðlislægum þörfum svína er sinnt þá þarf ekki að klippa halann á þeim af því að þá eru þau ekki að naga halann á hvoru öðru,“ segir Sif.Svín ættu ekki að sólbrenna á ÍslandiHörður hefur einnig sagt að svín séu húsdýr og að þau séu viðkvæm fyrir sól, því sé ekki endilega best fyrir þau að vera mikið úti við. Þau séu með þunna húð og brenni auðveldlega í sólinni. Sif segir auðvelt að koma í veg fyrir slíkt enda sé sólin ekki stórt vandamál hér á landi. „Svín eru með gisnari feld heldur en önnur spendýr. Þau geta brunnið ef það er mikil og sterk sól en það má auðveldlega leysa með varnaraðgerðum. Þegar svín eru úti velta þau sér uppúr mold til að vernda húðina, auk þess er hægt að hafa skjól þannig að þau geti leitað í skugga í mikilli sól. Fyrir utan það þá er of mikil sól ekki teljandi vandamál hér á Íslandi. Svínin í húsdýragarðinum fara út á sumrin og ég hef aldrei heyrt um að þau hafi sólbrunnið.“Reglur þarf yfirleitt til að bæta aðbúnaðSif segist skilja málsstað formanns Svínaræktarfélagsins enda sé samkeppni á markaðnum hér á landi hörð. Hún segir vistvæna svínarækt hins vegar geta verið arðbæra fyrir þá aðila sem hafi áhuga á að reyna slíkt. „Svínaræktin er þannig að það er rosaleg samkeppni og þess vegna þarf yfirleitt reglur til þess að breytingar verði til batnaðar. það eru örfáir svínabændur eftir á íslandi vegna þess að samþjöppun hefur orðið í greininni því búin eru að stækka og eigendur eru færri. Hér eru hinsvegar rosaleg sóknarfæri fyrir þá sem hafa áhuga á vistvænni ræktun, því fyrir þá vöru er hægt að fá hærra verð fyrir. Ég held að það sé hópur fólks sem myndi greiða hærra verð fyrir slíka vöru,“ segir Sif.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira