Segir gagnrýni sína ekki lúta að tannslípun grísa Elimar Hauksson skrifar 29. janúar 2014 12:00 Sif telur sóknarfæri vera til staðar í vistvænni ræktun á grísum. Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir Hörð Harðarson, formann Svínaræktarfélags Íslands, líta framhjá megingagnrýni samtaka hennar á verksmiðjubúskap svína á Íslandi. Hörður hefur gagnrýnt Sif og sagt ummæli hennar sem dýralæknis lýsa vanþekkingu. Sif segir hins vegar að vandamálið sé ekki tannslípun grísa, eins og Hörður hafi haldið fram. „Vandamálið felst í því að grísir hafa verið geltir og hali þeirra klipptur án deyfingar. Samkvæmt nýju lögunum um velferð dýra verður áfram leyfilegt að klippa hala og gelda grísi. Það er eðlilegt að grísir séu geltir til að koma í veg fyrir galtarbragð af kjötinu,“ segir Sif. Hún bætir þó við að þetta verði þó að gera í samræmi við nýju lögin. „Þetta verður að gerast með deyfingu og verkjastillingu og það er það sem við viljum að sé fylgt eftir. Varðandi halann þá er það þannig að ef eðlislægum þörfum svína er sinnt þá þarf ekki að klippa halann á þeim af því að þá eru þau ekki að naga halann á hvoru öðru,“ segir Sif.Svín ættu ekki að sólbrenna á ÍslandiHörður hefur einnig sagt að svín séu húsdýr og að þau séu viðkvæm fyrir sól, því sé ekki endilega best fyrir þau að vera mikið úti við. Þau séu með þunna húð og brenni auðveldlega í sólinni. Sif segir auðvelt að koma í veg fyrir slíkt enda sé sólin ekki stórt vandamál hér á landi. „Svín eru með gisnari feld heldur en önnur spendýr. Þau geta brunnið ef það er mikil og sterk sól en það má auðveldlega leysa með varnaraðgerðum. Þegar svín eru úti velta þau sér uppúr mold til að vernda húðina, auk þess er hægt að hafa skjól þannig að þau geti leitað í skugga í mikilli sól. Fyrir utan það þá er of mikil sól ekki teljandi vandamál hér á Íslandi. Svínin í húsdýragarðinum fara út á sumrin og ég hef aldrei heyrt um að þau hafi sólbrunnið.“Reglur þarf yfirleitt til að bæta aðbúnaðSif segist skilja málsstað formanns Svínaræktarfélagsins enda sé samkeppni á markaðnum hér á landi hörð. Hún segir vistvæna svínarækt hins vegar geta verið arðbæra fyrir þá aðila sem hafi áhuga á að reyna slíkt. „Svínaræktin er þannig að það er rosaleg samkeppni og þess vegna þarf yfirleitt reglur til þess að breytingar verði til batnaðar. það eru örfáir svínabændur eftir á íslandi vegna þess að samþjöppun hefur orðið í greininni því búin eru að stækka og eigendur eru færri. Hér eru hinsvegar rosaleg sóknarfæri fyrir þá sem hafa áhuga á vistvænni ræktun, því fyrir þá vöru er hægt að fá hærra verð fyrir. Ég held að það sé hópur fólks sem myndi greiða hærra verð fyrir slíka vöru,“ segir Sif. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands, segir Hörð Harðarson, formann Svínaræktarfélags Íslands, líta framhjá megingagnrýni samtaka hennar á verksmiðjubúskap svína á Íslandi. Hörður hefur gagnrýnt Sif og sagt ummæli hennar sem dýralæknis lýsa vanþekkingu. Sif segir hins vegar að vandamálið sé ekki tannslípun grísa, eins og Hörður hafi haldið fram. „Vandamálið felst í því að grísir hafa verið geltir og hali þeirra klipptur án deyfingar. Samkvæmt nýju lögunum um velferð dýra verður áfram leyfilegt að klippa hala og gelda grísi. Það er eðlilegt að grísir séu geltir til að koma í veg fyrir galtarbragð af kjötinu,“ segir Sif. Hún bætir þó við að þetta verði þó að gera í samræmi við nýju lögin. „Þetta verður að gerast með deyfingu og verkjastillingu og það er það sem við viljum að sé fylgt eftir. Varðandi halann þá er það þannig að ef eðlislægum þörfum svína er sinnt þá þarf ekki að klippa halann á þeim af því að þá eru þau ekki að naga halann á hvoru öðru,“ segir Sif.Svín ættu ekki að sólbrenna á ÍslandiHörður hefur einnig sagt að svín séu húsdýr og að þau séu viðkvæm fyrir sól, því sé ekki endilega best fyrir þau að vera mikið úti við. Þau séu með þunna húð og brenni auðveldlega í sólinni. Sif segir auðvelt að koma í veg fyrir slíkt enda sé sólin ekki stórt vandamál hér á landi. „Svín eru með gisnari feld heldur en önnur spendýr. Þau geta brunnið ef það er mikil og sterk sól en það má auðveldlega leysa með varnaraðgerðum. Þegar svín eru úti velta þau sér uppúr mold til að vernda húðina, auk þess er hægt að hafa skjól þannig að þau geti leitað í skugga í mikilli sól. Fyrir utan það þá er of mikil sól ekki teljandi vandamál hér á Íslandi. Svínin í húsdýragarðinum fara út á sumrin og ég hef aldrei heyrt um að þau hafi sólbrunnið.“Reglur þarf yfirleitt til að bæta aðbúnaðSif segist skilja málsstað formanns Svínaræktarfélagsins enda sé samkeppni á markaðnum hér á landi hörð. Hún segir vistvæna svínarækt hins vegar geta verið arðbæra fyrir þá aðila sem hafi áhuga á að reyna slíkt. „Svínaræktin er þannig að það er rosaleg samkeppni og þess vegna þarf yfirleitt reglur til þess að breytingar verði til batnaðar. það eru örfáir svínabændur eftir á íslandi vegna þess að samþjöppun hefur orðið í greininni því búin eru að stækka og eigendur eru færri. Hér eru hinsvegar rosaleg sóknarfæri fyrir þá sem hafa áhuga á vistvænni ræktun, því fyrir þá vöru er hægt að fá hærra verð fyrir. Ég held að það sé hópur fólks sem myndi greiða hærra verð fyrir slíka vöru,“ segir Sif.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira