Engin krafa frá læknum eftir kannabis sem lyfi Þorgils Jónsson skrifar 10. janúar 2014 11:51 Kannabisreykur getur haft einhver áhrif á einkenni alvarlegra sjúkdóma, segir Þórarinn Tyrfingsson, en lækningargildi hefur ekki verið sannað. Engin krafa er uppi meðal lækna um að fá kannabis inn sem lyf segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi inntur út í viðbrögð við frétt Vísis frá í morgun um að krabbameinssjúklingar hér á landi nota kannabisefni til að deyfa verki sem sjúkdómnum fylgja. Þar sagði Þórunn K. Guðmundsdóttir, klínískur lyfjafræðingur hjá Landspítalanum, meðal annars að fólk spyrði oft hvort gagn væri af slíkri neyslu. Þórarinn segir kannabisneyslu vera almenn í þjóðfélaginu, líkt og áfengisneysla. „Það eru sjúklingar sem nota áfengi við ýmsum sjúkdómum, við verkjum, svefntruflunum, hjartaöng og ýmsu og á sama hátt er ekkert óeðlilegt við það að sjúklingar noti kannabisefni þegar svona stendur á,“ segir Þórarinn„En sem lyf, ef menn hugleiða hvort kannabisreykur geti valdið framförum í læknisfræði eða bætt einhverju við þau lyf sem fyrir eru, þá er ekkert slíkt í spilunum. Ekki frekar en að eitthvað bendi til þess að áfengi geti bætt heilbrigðisþjónustu Íslendinga.“ Þórarinn bætir því við að þegar á móti blási í lífi fólks sem noti áfengi eða kannabis, sé ekki auðvelt að hætta því og enginn vilji vera vondur við veikt fólk með því að taka slíkt af þeim. Hann segir umræðuna um læknisfræðilegt gildi kannabis ekki hafa breyst í eðli sínu. Eitt sinn hafi verið rætt um kosti kannabis fyrir alnæmissjúklinga, meðal annars þar sem neysla átti að geta aðstoðað þá við að þyngjast.„En á móti kemur að það eru til sannfærandi rannsóknir sem sýna að með neyslu munu þeir lifa skemur.“ Viðkvæmasta umræðan var um notkun kannabis við einkennum MS, til dæmis vöðvakrömpum, sem kannabis átti að geta haft góð áhrif gegn.„Hins vegar eru nú komin ný lyf við MS og þó kannabis gæti hugsanlega lagað einhver einkenni breytir það engu um gang sjúkdómsins. Á móti kemur að kannabis hefur víðtæk áhrif á heilastarfsemi að öðru leyti og getur skert minni og hugræna getu fólks. En barátta þessara sjúklinga snýst einmitt að miklu leyti um að halda fullri hugrænni getu og virkni þegar glímt er við svo alvarlegan sjúkdóm. Þannig myndi engum heilvita manni detta í hug að ráðleggja MS sjúklingum að nota kannabis.“ Þórarinn segir að eftir að efnið í kannabis, sem veldur vímu, hafi verið einangrað hafi stóru lyfjafyrirtækin lagst í miklar rannsóknir á áttunda áratugnum, tengdar hugsanlegum lækningarmætti kannabis, ekki orðið ágengt.„Það hefur lítið breyst. Síðasta efnið sem reynt var að nota var andefni kannabis, sem átti að vera lysthemjandi og minnka kólesteról og vinna gegn áhættuþáttum við sykursýki og hjartasjúkdómum, en svo kom í ljós að það efni gat valdið vanlíðan og jafnvel tilraunum til sjálfsvíga, þannig að það var tekið af markaði. Það er það síðasta sem fréttist af þessum málum.“ Þórarinn segir að umræðan þessa stundina einkennist öðru fremur af spuna.„En það er engin krafa af hendi lækna um að fá kannabis inn sem lyf og enginn hópur lækna eða sérfræðinga sem vill slíkt eða hefur áhuga á að auka rannsóknir á þeim efnum. Aftur á móti eru tóbaksfyrirtæki áhugasöm um kannabisreykingar þar sem þær hafa verið lögleiddar, til dæmis í sumum ríkjum Bandaríkjanna og vilja komast þar inn.“ Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Engin krafa er uppi meðal lækna um að fá kannabis inn sem lyf segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi inntur út í viðbrögð við frétt Vísis frá í morgun um að krabbameinssjúklingar hér á landi nota kannabisefni til að deyfa verki sem sjúkdómnum fylgja. Þar sagði Þórunn K. Guðmundsdóttir, klínískur lyfjafræðingur hjá Landspítalanum, meðal annars að fólk spyrði oft hvort gagn væri af slíkri neyslu. Þórarinn segir kannabisneyslu vera almenn í þjóðfélaginu, líkt og áfengisneysla. „Það eru sjúklingar sem nota áfengi við ýmsum sjúkdómum, við verkjum, svefntruflunum, hjartaöng og ýmsu og á sama hátt er ekkert óeðlilegt við það að sjúklingar noti kannabisefni þegar svona stendur á,“ segir Þórarinn„En sem lyf, ef menn hugleiða hvort kannabisreykur geti valdið framförum í læknisfræði eða bætt einhverju við þau lyf sem fyrir eru, þá er ekkert slíkt í spilunum. Ekki frekar en að eitthvað bendi til þess að áfengi geti bætt heilbrigðisþjónustu Íslendinga.“ Þórarinn bætir því við að þegar á móti blási í lífi fólks sem noti áfengi eða kannabis, sé ekki auðvelt að hætta því og enginn vilji vera vondur við veikt fólk með því að taka slíkt af þeim. Hann segir umræðuna um læknisfræðilegt gildi kannabis ekki hafa breyst í eðli sínu. Eitt sinn hafi verið rætt um kosti kannabis fyrir alnæmissjúklinga, meðal annars þar sem neysla átti að geta aðstoðað þá við að þyngjast.„En á móti kemur að það eru til sannfærandi rannsóknir sem sýna að með neyslu munu þeir lifa skemur.“ Viðkvæmasta umræðan var um notkun kannabis við einkennum MS, til dæmis vöðvakrömpum, sem kannabis átti að geta haft góð áhrif gegn.„Hins vegar eru nú komin ný lyf við MS og þó kannabis gæti hugsanlega lagað einhver einkenni breytir það engu um gang sjúkdómsins. Á móti kemur að kannabis hefur víðtæk áhrif á heilastarfsemi að öðru leyti og getur skert minni og hugræna getu fólks. En barátta þessara sjúklinga snýst einmitt að miklu leyti um að halda fullri hugrænni getu og virkni þegar glímt er við svo alvarlegan sjúkdóm. Þannig myndi engum heilvita manni detta í hug að ráðleggja MS sjúklingum að nota kannabis.“ Þórarinn segir að eftir að efnið í kannabis, sem veldur vímu, hafi verið einangrað hafi stóru lyfjafyrirtækin lagst í miklar rannsóknir á áttunda áratugnum, tengdar hugsanlegum lækningarmætti kannabis, ekki orðið ágengt.„Það hefur lítið breyst. Síðasta efnið sem reynt var að nota var andefni kannabis, sem átti að vera lysthemjandi og minnka kólesteról og vinna gegn áhættuþáttum við sykursýki og hjartasjúkdómum, en svo kom í ljós að það efni gat valdið vanlíðan og jafnvel tilraunum til sjálfsvíga, þannig að það var tekið af markaði. Það er það síðasta sem fréttist af þessum málum.“ Þórarinn segir að umræðan þessa stundina einkennist öðru fremur af spuna.„En það er engin krafa af hendi lækna um að fá kannabis inn sem lyf og enginn hópur lækna eða sérfræðinga sem vill slíkt eða hefur áhuga á að auka rannsóknir á þeim efnum. Aftur á móti eru tóbaksfyrirtæki áhugasöm um kannabisreykingar þar sem þær hafa verið lögleiddar, til dæmis í sumum ríkjum Bandaríkjanna og vilja komast þar inn.“
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira