Íslenskir krabbameinssjúklingar neyta kannabisefna við verkjum Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2014 07:30 Mynd/Getty Dæmi eru um að krabbameinssjúklingar hér á landi nota kannabisefni til að deyfa verki sem sjúkdómnum fylgja. „Kannabisefni koma stundum við sögu og í einu mjög sérstöku tilfelli, að vel ígrunduðu máli og þegar hefðbundin úrræði virkuðu ekki, höfum við hjálpað einstaklingi við að verða sér út um löglegt lyf sem inniheldur kannabis og er ekki markaðssett hér á landi,“ segir Þórunn K. Guðmundsdóttir, klínískur lyfjafræðingur hjá Landspítalanum. „Einstaka sinnum segist fólk vera að nota marijúana eða sambærileg lyf, sem þau verða sér út um á ólöglegum markaði. Þannig að það eru jú einhver tilfelli. Ég veit ekki hve algengt það er en fólk spyr oft hvort það sé gagn af þessu,“ segir Þórunn. Þá hafi krabbameinssjúklingar spurt fagaðila hvort þau þurfi að fara á svarta markaðinn til að verða sér út um kannabisefni og með því brjóta lög.Lögleiðing kannabisefna í Coloradoríki í Bandaríkjunum hefur vakið mikla athygli að undanförnu, en marijúna hefur lengi verið notað sem stuðningslyf af sjúku fólki. Þá er það notað gegn sársauka, ógleði og uppköstum og einnig til að auka matarlyst. „Það er mjög misjafnt hverjum þetta gagnast, sumum gagnast þetta en öðrum ekki. Mér finnst líka óljóst af hverju fólk er að nota þetta. Að mestu eru kannabisefni notuð til að vinna gegn ógleði og uppköstum og til að auka matarlyst. Það eru þó til mörg önnur úrræði sem virka betur,“ segir Þórunn.Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir, segist ekki vera hrifinn af notkun marijúana sem stuðningslyfi fyrir krabbameinssjúklinga. „Það er mikið talað um að nota marijúana í lækningaskyni, en þetta læknar ekki eitt né neitt því er það rangnefni.“ „Í það heila er ekkert sérstaklega góð reynsla af marijúana sem stuðningsmeðferð hjá krabbameinssjúkum eins og til dæmis gegn ógleði. Það eru til önnur lyf sem eru mun betri og það fylgja talsverðar aukaverkanir notkun marijúana sérstaklega hjá þeim sem ekki hafa notað það áður. Það er til í töfluformi og það hefur verið notað hérna heima, en af því var ekkert sérstaklega góður árangur.“ Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Dæmi eru um að krabbameinssjúklingar hér á landi nota kannabisefni til að deyfa verki sem sjúkdómnum fylgja. „Kannabisefni koma stundum við sögu og í einu mjög sérstöku tilfelli, að vel ígrunduðu máli og þegar hefðbundin úrræði virkuðu ekki, höfum við hjálpað einstaklingi við að verða sér út um löglegt lyf sem inniheldur kannabis og er ekki markaðssett hér á landi,“ segir Þórunn K. Guðmundsdóttir, klínískur lyfjafræðingur hjá Landspítalanum. „Einstaka sinnum segist fólk vera að nota marijúana eða sambærileg lyf, sem þau verða sér út um á ólöglegum markaði. Þannig að það eru jú einhver tilfelli. Ég veit ekki hve algengt það er en fólk spyr oft hvort það sé gagn af þessu,“ segir Þórunn. Þá hafi krabbameinssjúklingar spurt fagaðila hvort þau þurfi að fara á svarta markaðinn til að verða sér út um kannabisefni og með því brjóta lög.Lögleiðing kannabisefna í Coloradoríki í Bandaríkjunum hefur vakið mikla athygli að undanförnu, en marijúna hefur lengi verið notað sem stuðningslyf af sjúku fólki. Þá er það notað gegn sársauka, ógleði og uppköstum og einnig til að auka matarlyst. „Það er mjög misjafnt hverjum þetta gagnast, sumum gagnast þetta en öðrum ekki. Mér finnst líka óljóst af hverju fólk er að nota þetta. Að mestu eru kannabisefni notuð til að vinna gegn ógleði og uppköstum og til að auka matarlyst. Það eru þó til mörg önnur úrræði sem virka betur,“ segir Þórunn.Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir, segist ekki vera hrifinn af notkun marijúana sem stuðningslyfi fyrir krabbameinssjúklinga. „Það er mikið talað um að nota marijúana í lækningaskyni, en þetta læknar ekki eitt né neitt því er það rangnefni.“ „Í það heila er ekkert sérstaklega góð reynsla af marijúana sem stuðningsmeðferð hjá krabbameinssjúkum eins og til dæmis gegn ógleði. Það eru til önnur lyf sem eru mun betri og það fylgja talsverðar aukaverkanir notkun marijúana sérstaklega hjá þeim sem ekki hafa notað það áður. Það er til í töfluformi og það hefur verið notað hérna heima, en af því var ekkert sérstaklega góður árangur.“
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira