Innlent

Kannabisræktun í fataskáp

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Fíkniefni fundust víða í húsinu.
Fíkniefni fundust víða í húsinu. Vísir/Stefán
Löreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í fataskáp í Suðurnesjum um helgina. Upp komst um ræktunina eftir húsleit eftir dómsúrskurð. Jafnframt fannst poki með meintu MDMA í öðrum fataskáp í húsinu og poki með meira kannabisi undir rúmi. Alls fundust á fimmta tug kannabisplantna í húsinu.

Húsráðandi var heima þegar lögreglan bankaði upp á og gekkst við því að eiga efnin. Hann var handtekinn og látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Þetta var ekki eina fíkniefnamálið á Suðurnesjum um helgina. Lögreglan fann fíkniefni á manni sem hún þurfti að hafa afskipti af vegna óláta. Lítill poki datt niður eftir buxnaskálm mannsins innanverðri og niður á götuna þar sem maðurinn stóð. Strax vaknaði grunur um að hér væri um fíkniefni að ræða og var maðurinn færður á lögreglustöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×