Miðborgin tekur algerum stakkaskiptum á næstu árum Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2014 20:22 Formleg kynning á skipulagi Hörpureitsins hófst í dag þar sem til stendur að byggja um 63 þúsund fermetra hús á fjórum lóðum undir fjölbreytta starfsemi og íbúðarbyggð. Reiturinn gæti orðið full byggður eftir um þrjú til fjögur ár. Útsýnið frá Arnarhóli, einu frægasta kennileiti í miðborg Reykjavíkur, mun taka algerum stakkaskiptum nái þessi byggingaráform öll fram að ganga. En þá verður útsýnið eitthvað í líkingu við það sem sjá má á þessari mynd. Húsin á lóðunum neðst til vinstri á myndinni hér að ofan rísa þar sem nú eru bílastæði við hlið Tollhússins við Tryggvagötu. Um tíu þúsund fermetra hús rísa á hvorri lóð og verða íbúðir í húsinu næst Tollhúsinu en blönduð starfsemi í húsinu við Lækjargötuna. Ef við færum okkur hins vegar yfir Geirsgötuna í átt að Hörpu verður hótelbygging í húsinu við hafnarkantinn en enn á eftir að bjóða út húsin þar fyrir framan sem verður gert þegar kynningu á deiliskipulaginu lýkur eftir um sex vikur.Og þar sem nú er stór hola í jörðinni framan við Hörpu verður til ný göngugata í Reykjavík. „Já, ný göngugata, ný verslunargata sem tengir Lækjartorg við Hörpu og mun vonandi og örugglega færa mikið líf í þetta hverfi.,“ segir Páll Hjalti Hjaltason formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Til að koma í veg fyrir að vindsveipir myndist í nýju götunni verða vindbrjótar settir á útveggi. En húsin hafa almennt verið lækkuð frá fyrri tillögu úr sjö hæðum í sex. Og fólk mun einnig komast neðanjarðar um svæðið. „Já, hérna er ráðgerður töluvert mikill bílakjallari sem tengist undir Geirsgötuna og alveg að Tryggvagötu. Þannig að það verður hægt að labba hér neðanjarðar alveg frá Hörpu að Lækjartorgi,“ segir Páll Hjalti.Hvenær eru menn að gera sér vonir um að þessari gífurlega miklu uppbyggingu í miðbænum verði lokið?„Framkvæmdir sem þessar taka alltaf þrjú, fjögur ár. Þetta eru miklar framkvæmdir. En maður vonar að þeir byrji sem fyrst. Það stendur alla vega ekki á skipulagsmálum lengur þegar þetta er búið (kyningin á deiliskipulaginu) eftir tvo mánuði,“ segir Páll Hjalti.Þannig að árið 2017 eða 2018 gætu menn staðið þar sem holan mikla er fyrir framan Hörpu í dag og þar væru þá risnar nýjar og flottar byggingar?„Já, það er ekki ólíklegt að þá værum við að labba eftir hinni nýju Reykjagötu,“ segir formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira
Formleg kynning á skipulagi Hörpureitsins hófst í dag þar sem til stendur að byggja um 63 þúsund fermetra hús á fjórum lóðum undir fjölbreytta starfsemi og íbúðarbyggð. Reiturinn gæti orðið full byggður eftir um þrjú til fjögur ár. Útsýnið frá Arnarhóli, einu frægasta kennileiti í miðborg Reykjavíkur, mun taka algerum stakkaskiptum nái þessi byggingaráform öll fram að ganga. En þá verður útsýnið eitthvað í líkingu við það sem sjá má á þessari mynd. Húsin á lóðunum neðst til vinstri á myndinni hér að ofan rísa þar sem nú eru bílastæði við hlið Tollhússins við Tryggvagötu. Um tíu þúsund fermetra hús rísa á hvorri lóð og verða íbúðir í húsinu næst Tollhúsinu en blönduð starfsemi í húsinu við Lækjargötuna. Ef við færum okkur hins vegar yfir Geirsgötuna í átt að Hörpu verður hótelbygging í húsinu við hafnarkantinn en enn á eftir að bjóða út húsin þar fyrir framan sem verður gert þegar kynningu á deiliskipulaginu lýkur eftir um sex vikur.Og þar sem nú er stór hola í jörðinni framan við Hörpu verður til ný göngugata í Reykjavík. „Já, ný göngugata, ný verslunargata sem tengir Lækjartorg við Hörpu og mun vonandi og örugglega færa mikið líf í þetta hverfi.,“ segir Páll Hjalti Hjaltason formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Til að koma í veg fyrir að vindsveipir myndist í nýju götunni verða vindbrjótar settir á útveggi. En húsin hafa almennt verið lækkuð frá fyrri tillögu úr sjö hæðum í sex. Og fólk mun einnig komast neðanjarðar um svæðið. „Já, hérna er ráðgerður töluvert mikill bílakjallari sem tengist undir Geirsgötuna og alveg að Tryggvagötu. Þannig að það verður hægt að labba hér neðanjarðar alveg frá Hörpu að Lækjartorgi,“ segir Páll Hjalti.Hvenær eru menn að gera sér vonir um að þessari gífurlega miklu uppbyggingu í miðbænum verði lokið?„Framkvæmdir sem þessar taka alltaf þrjú, fjögur ár. Þetta eru miklar framkvæmdir. En maður vonar að þeir byrji sem fyrst. Það stendur alla vega ekki á skipulagsmálum lengur þegar þetta er búið (kyningin á deiliskipulaginu) eftir tvo mánuði,“ segir Páll Hjalti.Þannig að árið 2017 eða 2018 gætu menn staðið þar sem holan mikla er fyrir framan Hörpu í dag og þar væru þá risnar nýjar og flottar byggingar?„Já, það er ekki ólíklegt að þá værum við að labba eftir hinni nýju Reykjagötu,“ segir formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira