Miðborgin tekur algerum stakkaskiptum á næstu árum Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2014 20:22 Formleg kynning á skipulagi Hörpureitsins hófst í dag þar sem til stendur að byggja um 63 þúsund fermetra hús á fjórum lóðum undir fjölbreytta starfsemi og íbúðarbyggð. Reiturinn gæti orðið full byggður eftir um þrjú til fjögur ár. Útsýnið frá Arnarhóli, einu frægasta kennileiti í miðborg Reykjavíkur, mun taka algerum stakkaskiptum nái þessi byggingaráform öll fram að ganga. En þá verður útsýnið eitthvað í líkingu við það sem sjá má á þessari mynd. Húsin á lóðunum neðst til vinstri á myndinni hér að ofan rísa þar sem nú eru bílastæði við hlið Tollhússins við Tryggvagötu. Um tíu þúsund fermetra hús rísa á hvorri lóð og verða íbúðir í húsinu næst Tollhúsinu en blönduð starfsemi í húsinu við Lækjargötuna. Ef við færum okkur hins vegar yfir Geirsgötuna í átt að Hörpu verður hótelbygging í húsinu við hafnarkantinn en enn á eftir að bjóða út húsin þar fyrir framan sem verður gert þegar kynningu á deiliskipulaginu lýkur eftir um sex vikur.Og þar sem nú er stór hola í jörðinni framan við Hörpu verður til ný göngugata í Reykjavík. „Já, ný göngugata, ný verslunargata sem tengir Lækjartorg við Hörpu og mun vonandi og örugglega færa mikið líf í þetta hverfi.,“ segir Páll Hjalti Hjaltason formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Til að koma í veg fyrir að vindsveipir myndist í nýju götunni verða vindbrjótar settir á útveggi. En húsin hafa almennt verið lækkuð frá fyrri tillögu úr sjö hæðum í sex. Og fólk mun einnig komast neðanjarðar um svæðið. „Já, hérna er ráðgerður töluvert mikill bílakjallari sem tengist undir Geirsgötuna og alveg að Tryggvagötu. Þannig að það verður hægt að labba hér neðanjarðar alveg frá Hörpu að Lækjartorgi,“ segir Páll Hjalti.Hvenær eru menn að gera sér vonir um að þessari gífurlega miklu uppbyggingu í miðbænum verði lokið?„Framkvæmdir sem þessar taka alltaf þrjú, fjögur ár. Þetta eru miklar framkvæmdir. En maður vonar að þeir byrji sem fyrst. Það stendur alla vega ekki á skipulagsmálum lengur þegar þetta er búið (kyningin á deiliskipulaginu) eftir tvo mánuði,“ segir Páll Hjalti.Þannig að árið 2017 eða 2018 gætu menn staðið þar sem holan mikla er fyrir framan Hörpu í dag og þar væru þá risnar nýjar og flottar byggingar?„Já, það er ekki ólíklegt að þá værum við að labba eftir hinni nýju Reykjagötu,“ segir formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Formleg kynning á skipulagi Hörpureitsins hófst í dag þar sem til stendur að byggja um 63 þúsund fermetra hús á fjórum lóðum undir fjölbreytta starfsemi og íbúðarbyggð. Reiturinn gæti orðið full byggður eftir um þrjú til fjögur ár. Útsýnið frá Arnarhóli, einu frægasta kennileiti í miðborg Reykjavíkur, mun taka algerum stakkaskiptum nái þessi byggingaráform öll fram að ganga. En þá verður útsýnið eitthvað í líkingu við það sem sjá má á þessari mynd. Húsin á lóðunum neðst til vinstri á myndinni hér að ofan rísa þar sem nú eru bílastæði við hlið Tollhússins við Tryggvagötu. Um tíu þúsund fermetra hús rísa á hvorri lóð og verða íbúðir í húsinu næst Tollhúsinu en blönduð starfsemi í húsinu við Lækjargötuna. Ef við færum okkur hins vegar yfir Geirsgötuna í átt að Hörpu verður hótelbygging í húsinu við hafnarkantinn en enn á eftir að bjóða út húsin þar fyrir framan sem verður gert þegar kynningu á deiliskipulaginu lýkur eftir um sex vikur.Og þar sem nú er stór hola í jörðinni framan við Hörpu verður til ný göngugata í Reykjavík. „Já, ný göngugata, ný verslunargata sem tengir Lækjartorg við Hörpu og mun vonandi og örugglega færa mikið líf í þetta hverfi.,“ segir Páll Hjalti Hjaltason formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Til að koma í veg fyrir að vindsveipir myndist í nýju götunni verða vindbrjótar settir á útveggi. En húsin hafa almennt verið lækkuð frá fyrri tillögu úr sjö hæðum í sex. Og fólk mun einnig komast neðanjarðar um svæðið. „Já, hérna er ráðgerður töluvert mikill bílakjallari sem tengist undir Geirsgötuna og alveg að Tryggvagötu. Þannig að það verður hægt að labba hér neðanjarðar alveg frá Hörpu að Lækjartorgi,“ segir Páll Hjalti.Hvenær eru menn að gera sér vonir um að þessari gífurlega miklu uppbyggingu í miðbænum verði lokið?„Framkvæmdir sem þessar taka alltaf þrjú, fjögur ár. Þetta eru miklar framkvæmdir. En maður vonar að þeir byrji sem fyrst. Það stendur alla vega ekki á skipulagsmálum lengur þegar þetta er búið (kyningin á deiliskipulaginu) eftir tvo mánuði,“ segir Páll Hjalti.Þannig að árið 2017 eða 2018 gætu menn staðið þar sem holan mikla er fyrir framan Hörpu í dag og þar væru þá risnar nýjar og flottar byggingar?„Já, það er ekki ólíklegt að þá værum við að labba eftir hinni nýju Reykjagötu,“ segir formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira