Metfjöldi skráður í fermingu Siðmenntar Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2014 11:09 Jóhann Björnsson, kennari og heimspekingur, er umsjónarmaður fermingarnámskeiðs Siðmenntar. Vísir/Rósa 300 ungmenni hafa skráð sig í borgaralega fermingu Siðmenntar á þessu ári og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. Alls fermdust 209 borgaralega á síðasta ári og 214 árið áður. Það er 44 prósent aukning á milli ára og nú kjósa 7,3 prósent ungmenna á fermingaraldri námskeið og athöfn félagsins. Á þessu ári verða samtals níu athafnir á sex stöðum á landinu. Þrjár verða í Reykjavík, tvær í Kópavogi og ein á Akureyri, Fljótsdalshéraði, Suðurlandi og á Höfn í Hornafirði. „Á þeim 25 árum sem Siðmennt hefur boðið borgaralega fermingu sem valkost ungmenna, hafa vinsældir hennar aukist stöðugt. Það var árið 1989 sem fyrsta athöfnin fór fram á vegum Siðmenntar og voru 16 ungmenni í fyrsta árganginum. Fjölgunin hefur verið stöðug síðan þá,“ segir í tilkynningu frá Siðmennt. Í tilkynningu frá Siðmennt segir að fermingarbörn á vegum félagsins sæki vandað námskeið þar sem þau undirbúa það að verða fullorðin með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. „Á undirbúningsnámskeiðinu er það talinn kostur hversu ólíkir þátttakendur eru þegar kemur að lífsafstöðu þeirra og skoðunum, enda hefur það margoft sannast á námskeiðunum að þrátt fyrir ólíkan bakgrunn og mismunandi skoðanir hafa þátttakendur vel getað rökrætt og átt samskipti á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.“ Umfjöllunarefni námskeiðsins eru fjölbreytt og er þar til dæmis farið yfir samskipti unglinga og fullorðinna, fjölskylduna, siðfræði, gagnrýna hugsun, mismunandi lífsviðhorf, frelsi, ábyrgð og margt fleira. Foreldrum eða forráðamönnum fermingarbarnanna er síðan boðið að koma í eina kennslustund.Ungmennum sem skrá sig í borgaralega fermingu Siðmenntar hefur fjölgað mikið.Mynd/Siðmennt Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
300 ungmenni hafa skráð sig í borgaralega fermingu Siðmenntar á þessu ári og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. Alls fermdust 209 borgaralega á síðasta ári og 214 árið áður. Það er 44 prósent aukning á milli ára og nú kjósa 7,3 prósent ungmenna á fermingaraldri námskeið og athöfn félagsins. Á þessu ári verða samtals níu athafnir á sex stöðum á landinu. Þrjár verða í Reykjavík, tvær í Kópavogi og ein á Akureyri, Fljótsdalshéraði, Suðurlandi og á Höfn í Hornafirði. „Á þeim 25 árum sem Siðmennt hefur boðið borgaralega fermingu sem valkost ungmenna, hafa vinsældir hennar aukist stöðugt. Það var árið 1989 sem fyrsta athöfnin fór fram á vegum Siðmenntar og voru 16 ungmenni í fyrsta árganginum. Fjölgunin hefur verið stöðug síðan þá,“ segir í tilkynningu frá Siðmennt. Í tilkynningu frá Siðmennt segir að fermingarbörn á vegum félagsins sæki vandað námskeið þar sem þau undirbúa það að verða fullorðin með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. „Á undirbúningsnámskeiðinu er það talinn kostur hversu ólíkir þátttakendur eru þegar kemur að lífsafstöðu þeirra og skoðunum, enda hefur það margoft sannast á námskeiðunum að þrátt fyrir ólíkan bakgrunn og mismunandi skoðanir hafa þátttakendur vel getað rökrætt og átt samskipti á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.“ Umfjöllunarefni námskeiðsins eru fjölbreytt og er þar til dæmis farið yfir samskipti unglinga og fullorðinna, fjölskylduna, siðfræði, gagnrýna hugsun, mismunandi lífsviðhorf, frelsi, ábyrgð og margt fleira. Foreldrum eða forráðamönnum fermingarbarnanna er síðan boðið að koma í eina kennslustund.Ungmennum sem skrá sig í borgaralega fermingu Siðmenntar hefur fjölgað mikið.Mynd/Siðmennt
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira