Innlent

Hægt að taka ótakmarkað magn vökva í flug

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
"Á næstu tveimur árum er ætlunin að útvíkka heimildir farþega um magn vökva sem þeir geta tekið með sér,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu.
"Á næstu tveimur árum er ætlunin að útvíkka heimildir farþega um magn vökva sem þeir geta tekið með sér,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu.
Isavia sem sem sér um rekstur Keflavíkurflugvallar hefur keypt skanna til þess að skima vökva sem flugfarþegar hyggjast taka með sér um borð í millilandaflug.

Nýjar reglur Evrópusambandsins  um magn og skimun vökva sem farþegar geta tekið með sér taka gildi næstu mánaðarmót.

Farþegar mega taka með sér lyf og sérfæði, til dæmis barnamat, en gerð verður krafa um að skima að lágmarki tiltekið hlutfall af öllum slíkum vökvum með þegar farið er í gegnum leitarstöð á flugvellinum.

Farþegar mega einnig hafa með sér vökva sem keytpur er í fríhöfn eða um borð í flugvél en jafnframt verður gerð krafa um að skima tiltekið hlutfall af þessum vökva.

Eins og verið hefur má áfram taka með sér 100 ml af vökva í hverri einingu umbúða. En lokatakmarkið verður að allir farþegar geti tekið með sér ótakmarkað magn vökva um borð.

„Á næstu tveimur árum er ætlunin að útvíkka heimildir farþega um magn vökva sem þeir geta tekið með sér,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu.

Breytingarnar sem eiga sér stað næstu mánaðarmót er fyrsta skrefið af nokkrum þar sem lokatakmarkið verður að flugfarþegar geti tekið með sér ótakmarkað magn vökva í flug eins og lengi var hægt.

Að sögn Friðþórs Eydal, talsmanns Isavia, kostuðu tækin um 20 milljónir. Þessa dagana er verið að þjálfa öryggisverði og annað starfsfólk í að skima vökva. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×