Horfa á herþyrlur og herskip sem vel búin björgunartæki Kristján Már Unnarsson skrifar 16. janúar 2014 19:00 Herþyrla frá danska sjóhernum gengst nú undir viðamikið viðhald í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er liður í björgunarsamstarfi Íslendinga og Dana, sem gæti raskast ef áform Jóns Gnarr borgarstjóra um herlausa borg ná fram að ganga. Í skýli Landhelgisgæslunnar er Lynx-þyrla frá danska sjóhernum í reglubundinni skoðun auk þess sem verið er að skipta um annan hreyfil hennar. Þyrlan kom inn í síðustu viku og verður fram yfir næstu helgi.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir þetta hluta af samvinnu Gæslunnar og danska sjóhersins, samkvæmt samstarfssamningi frá árinu 1996. Danir komi reglulega með skip til Reykjavíkur til að taka olíu og vistir og til að skipta um áhöfn. Um leið sé oft farið með þyrlur þeirra til viðhalds í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Flugvirkjar frá danska hernum annast viðhald þyrlunnar en hún er notuð á dönsku herskipunum við Grænland. Danir eru þakklátir fyrir að fá að nota skýli Gæslunnar til viðgerða, eins og fram kom í viðtali við Carsten Basse þyrluflugstjóra í fréttum Stöðvar 2.Carsten Basse, þyrluflugstjóri í danska sjóhernum.Stöð 2/Arnar„Við erum mjög ánægðir með það vegna þess að þetta er ekki hægt að gera um borð í skipunum. Þetta er því eini möguleikinn sem við höfum til viðhaldskoðana hérna á Norður-Atlantshafi,” segir Carsten Basse. Þetta sparar danska hernum bæði tíma og fjármuni að þurfa ekki að flytja þyrlurnar alla leið til Danmerkur og þær komast því fyrr í gagnið á ný. „Við fáum þyrlurnar fljótt aftur í notkun eftir skoðun til að vera tiltækar í verkefni okkar eins og leit-og björgun og eftirlit á Norður-Atlantshafinu til aðstoðar þeim sem sigla hér um,” segir danski þyrluflugstjórinn. Danir borga ekkert fyrir aðstöðuna. Þetta er greiði gegn greiða. „Á móti kemur að þeir eru ávallt tilbúnir að veita okkur alla þá aðstoð sem þeir geta veitt,” segir Ásgrímur. Þannig hafa dönsku þyrlurnar oft hjálpað Íslendingum í leitar- og björgunaraðgerðum og þær eru jafnan á bakvakt fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar þegar dönsku skipin eru við Ísland. „Þeir hafa bjargað íslenskum sjómönnum og þeir hafa líka bjargað fólki hérna inni á landi,” segir Ásgrímur og rifjar meðal annars upp frækilegt björgunarafrek þyrluáhafnar danska sjóhersins sem lagði sig í mikla hættu þegar flutningaskipið Suðurland sökk í hafinu milli Íslands og Noregs á jólanótt árið 1986. Dönsk þyrla bjargaði þá fimm skipverjum en sex fórust.Flugvirkjar danska hersins vinna við hreyfilskipti í flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag.Stöð 2/ArnarCarsten Basse hefur meðal annars tekið þátt í að bjarga Íslendingum ofan af jökli og íslenskum kajakræðurum úr sjávarháska við Austur-Grænland. „Við hjálpum hver öðrum eins og við getum. Þetta er afbragðsgott samstarf,” segir Carsten Basse. Hvorugur vill lýsa skoðun á þeirri pólitík borgarstjórans að banna hernaðartól í Reykjavík. Hjá Gæslunni segjast þeir horfa á þetta sem björgunarþyrlu. „Og við horfum á varðskipin þeirra raun og veru sem björgunarskip. Það gerum við með þau herskip sem eru hér á siglingu í hafinu umhverfis Íslands og jafnvel koma hér til lands. Við horfum á þetta sem bara vel búin björgunarskip,” segir aðgerðastjóri Landhelgisgæslunnar. Tengdar fréttir Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn Jón Gnarr stefnir að því að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti sem borgarstjóri í vor. 2. janúar 2014 19:46 Áramótaheit borgarstjóra: Reykjavík verði herlaust svæði Jón Gnarr borgarstjóri vill að Reykjavík verði yfirlýst herlaust svæði. Þetta kemur fram á Facebook síðu borgarstjórans þar sem hann segir að áramótaheit sitt í þetta skiptið sé að ná þessu í gegn, áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor. 2. janúar 2014 07:40 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Herþyrla frá danska sjóhernum gengst nú undir viðamikið viðhald í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er liður í björgunarsamstarfi Íslendinga og Dana, sem gæti raskast ef áform Jóns Gnarr borgarstjóra um herlausa borg ná fram að ganga. Í skýli Landhelgisgæslunnar er Lynx-þyrla frá danska sjóhernum í reglubundinni skoðun auk þess sem verið er að skipta um annan hreyfil hennar. Þyrlan kom inn í síðustu viku og verður fram yfir næstu helgi.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir þetta hluta af samvinnu Gæslunnar og danska sjóhersins, samkvæmt samstarfssamningi frá árinu 1996. Danir komi reglulega með skip til Reykjavíkur til að taka olíu og vistir og til að skipta um áhöfn. Um leið sé oft farið með þyrlur þeirra til viðhalds í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Flugvirkjar frá danska hernum annast viðhald þyrlunnar en hún er notuð á dönsku herskipunum við Grænland. Danir eru þakklátir fyrir að fá að nota skýli Gæslunnar til viðgerða, eins og fram kom í viðtali við Carsten Basse þyrluflugstjóra í fréttum Stöðvar 2.Carsten Basse, þyrluflugstjóri í danska sjóhernum.Stöð 2/Arnar„Við erum mjög ánægðir með það vegna þess að þetta er ekki hægt að gera um borð í skipunum. Þetta er því eini möguleikinn sem við höfum til viðhaldskoðana hérna á Norður-Atlantshafi,” segir Carsten Basse. Þetta sparar danska hernum bæði tíma og fjármuni að þurfa ekki að flytja þyrlurnar alla leið til Danmerkur og þær komast því fyrr í gagnið á ný. „Við fáum þyrlurnar fljótt aftur í notkun eftir skoðun til að vera tiltækar í verkefni okkar eins og leit-og björgun og eftirlit á Norður-Atlantshafinu til aðstoðar þeim sem sigla hér um,” segir danski þyrluflugstjórinn. Danir borga ekkert fyrir aðstöðuna. Þetta er greiði gegn greiða. „Á móti kemur að þeir eru ávallt tilbúnir að veita okkur alla þá aðstoð sem þeir geta veitt,” segir Ásgrímur. Þannig hafa dönsku þyrlurnar oft hjálpað Íslendingum í leitar- og björgunaraðgerðum og þær eru jafnan á bakvakt fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar þegar dönsku skipin eru við Ísland. „Þeir hafa bjargað íslenskum sjómönnum og þeir hafa líka bjargað fólki hérna inni á landi,” segir Ásgrímur og rifjar meðal annars upp frækilegt björgunarafrek þyrluáhafnar danska sjóhersins sem lagði sig í mikla hættu þegar flutningaskipið Suðurland sökk í hafinu milli Íslands og Noregs á jólanótt árið 1986. Dönsk þyrla bjargaði þá fimm skipverjum en sex fórust.Flugvirkjar danska hersins vinna við hreyfilskipti í flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag.Stöð 2/ArnarCarsten Basse hefur meðal annars tekið þátt í að bjarga Íslendingum ofan af jökli og íslenskum kajakræðurum úr sjávarháska við Austur-Grænland. „Við hjálpum hver öðrum eins og við getum. Þetta er afbragðsgott samstarf,” segir Carsten Basse. Hvorugur vill lýsa skoðun á þeirri pólitík borgarstjórans að banna hernaðartól í Reykjavík. Hjá Gæslunni segjast þeir horfa á þetta sem björgunarþyrlu. „Og við horfum á varðskipin þeirra raun og veru sem björgunarskip. Það gerum við með þau herskip sem eru hér á siglingu í hafinu umhverfis Íslands og jafnvel koma hér til lands. Við horfum á þetta sem bara vel búin björgunarskip,” segir aðgerðastjóri Landhelgisgæslunnar.
Tengdar fréttir Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn Jón Gnarr stefnir að því að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti sem borgarstjóri í vor. 2. janúar 2014 19:46 Áramótaheit borgarstjóra: Reykjavík verði herlaust svæði Jón Gnarr borgarstjóri vill að Reykjavík verði yfirlýst herlaust svæði. Þetta kemur fram á Facebook síðu borgarstjórans þar sem hann segir að áramótaheit sitt í þetta skiptið sé að ná þessu í gegn, áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor. 2. janúar 2014 07:40 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn Jón Gnarr stefnir að því að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti sem borgarstjóri í vor. 2. janúar 2014 19:46
Áramótaheit borgarstjóra: Reykjavík verði herlaust svæði Jón Gnarr borgarstjóri vill að Reykjavík verði yfirlýst herlaust svæði. Þetta kemur fram á Facebook síðu borgarstjórans þar sem hann segir að áramótaheit sitt í þetta skiptið sé að ná þessu í gegn, áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor. 2. janúar 2014 07:40
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent