Horfa á herþyrlur og herskip sem vel búin björgunartæki Kristján Már Unnarsson skrifar 16. janúar 2014 19:00 Herþyrla frá danska sjóhernum gengst nú undir viðamikið viðhald í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er liður í björgunarsamstarfi Íslendinga og Dana, sem gæti raskast ef áform Jóns Gnarr borgarstjóra um herlausa borg ná fram að ganga. Í skýli Landhelgisgæslunnar er Lynx-þyrla frá danska sjóhernum í reglubundinni skoðun auk þess sem verið er að skipta um annan hreyfil hennar. Þyrlan kom inn í síðustu viku og verður fram yfir næstu helgi.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir þetta hluta af samvinnu Gæslunnar og danska sjóhersins, samkvæmt samstarfssamningi frá árinu 1996. Danir komi reglulega með skip til Reykjavíkur til að taka olíu og vistir og til að skipta um áhöfn. Um leið sé oft farið með þyrlur þeirra til viðhalds í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Flugvirkjar frá danska hernum annast viðhald þyrlunnar en hún er notuð á dönsku herskipunum við Grænland. Danir eru þakklátir fyrir að fá að nota skýli Gæslunnar til viðgerða, eins og fram kom í viðtali við Carsten Basse þyrluflugstjóra í fréttum Stöðvar 2.Carsten Basse, þyrluflugstjóri í danska sjóhernum.Stöð 2/Arnar„Við erum mjög ánægðir með það vegna þess að þetta er ekki hægt að gera um borð í skipunum. Þetta er því eini möguleikinn sem við höfum til viðhaldskoðana hérna á Norður-Atlantshafi,” segir Carsten Basse. Þetta sparar danska hernum bæði tíma og fjármuni að þurfa ekki að flytja þyrlurnar alla leið til Danmerkur og þær komast því fyrr í gagnið á ný. „Við fáum þyrlurnar fljótt aftur í notkun eftir skoðun til að vera tiltækar í verkefni okkar eins og leit-og björgun og eftirlit á Norður-Atlantshafinu til aðstoðar þeim sem sigla hér um,” segir danski þyrluflugstjórinn. Danir borga ekkert fyrir aðstöðuna. Þetta er greiði gegn greiða. „Á móti kemur að þeir eru ávallt tilbúnir að veita okkur alla þá aðstoð sem þeir geta veitt,” segir Ásgrímur. Þannig hafa dönsku þyrlurnar oft hjálpað Íslendingum í leitar- og björgunaraðgerðum og þær eru jafnan á bakvakt fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar þegar dönsku skipin eru við Ísland. „Þeir hafa bjargað íslenskum sjómönnum og þeir hafa líka bjargað fólki hérna inni á landi,” segir Ásgrímur og rifjar meðal annars upp frækilegt björgunarafrek þyrluáhafnar danska sjóhersins sem lagði sig í mikla hættu þegar flutningaskipið Suðurland sökk í hafinu milli Íslands og Noregs á jólanótt árið 1986. Dönsk þyrla bjargaði þá fimm skipverjum en sex fórust.Flugvirkjar danska hersins vinna við hreyfilskipti í flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag.Stöð 2/ArnarCarsten Basse hefur meðal annars tekið þátt í að bjarga Íslendingum ofan af jökli og íslenskum kajakræðurum úr sjávarháska við Austur-Grænland. „Við hjálpum hver öðrum eins og við getum. Þetta er afbragðsgott samstarf,” segir Carsten Basse. Hvorugur vill lýsa skoðun á þeirri pólitík borgarstjórans að banna hernaðartól í Reykjavík. Hjá Gæslunni segjast þeir horfa á þetta sem björgunarþyrlu. „Og við horfum á varðskipin þeirra raun og veru sem björgunarskip. Það gerum við með þau herskip sem eru hér á siglingu í hafinu umhverfis Íslands og jafnvel koma hér til lands. Við horfum á þetta sem bara vel búin björgunarskip,” segir aðgerðastjóri Landhelgisgæslunnar. Tengdar fréttir Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn Jón Gnarr stefnir að því að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti sem borgarstjóri í vor. 2. janúar 2014 19:46 Áramótaheit borgarstjóra: Reykjavík verði herlaust svæði Jón Gnarr borgarstjóri vill að Reykjavík verði yfirlýst herlaust svæði. Þetta kemur fram á Facebook síðu borgarstjórans þar sem hann segir að áramótaheit sitt í þetta skiptið sé að ná þessu í gegn, áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor. 2. janúar 2014 07:40 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Herþyrla frá danska sjóhernum gengst nú undir viðamikið viðhald í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er liður í björgunarsamstarfi Íslendinga og Dana, sem gæti raskast ef áform Jóns Gnarr borgarstjóra um herlausa borg ná fram að ganga. Í skýli Landhelgisgæslunnar er Lynx-þyrla frá danska sjóhernum í reglubundinni skoðun auk þess sem verið er að skipta um annan hreyfil hennar. Þyrlan kom inn í síðustu viku og verður fram yfir næstu helgi.Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir þetta hluta af samvinnu Gæslunnar og danska sjóhersins, samkvæmt samstarfssamningi frá árinu 1996. Danir komi reglulega með skip til Reykjavíkur til að taka olíu og vistir og til að skipta um áhöfn. Um leið sé oft farið með þyrlur þeirra til viðhalds í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Flugvirkjar frá danska hernum annast viðhald þyrlunnar en hún er notuð á dönsku herskipunum við Grænland. Danir eru þakklátir fyrir að fá að nota skýli Gæslunnar til viðgerða, eins og fram kom í viðtali við Carsten Basse þyrluflugstjóra í fréttum Stöðvar 2.Carsten Basse, þyrluflugstjóri í danska sjóhernum.Stöð 2/Arnar„Við erum mjög ánægðir með það vegna þess að þetta er ekki hægt að gera um borð í skipunum. Þetta er því eini möguleikinn sem við höfum til viðhaldskoðana hérna á Norður-Atlantshafi,” segir Carsten Basse. Þetta sparar danska hernum bæði tíma og fjármuni að þurfa ekki að flytja þyrlurnar alla leið til Danmerkur og þær komast því fyrr í gagnið á ný. „Við fáum þyrlurnar fljótt aftur í notkun eftir skoðun til að vera tiltækar í verkefni okkar eins og leit-og björgun og eftirlit á Norður-Atlantshafinu til aðstoðar þeim sem sigla hér um,” segir danski þyrluflugstjórinn. Danir borga ekkert fyrir aðstöðuna. Þetta er greiði gegn greiða. „Á móti kemur að þeir eru ávallt tilbúnir að veita okkur alla þá aðstoð sem þeir geta veitt,” segir Ásgrímur. Þannig hafa dönsku þyrlurnar oft hjálpað Íslendingum í leitar- og björgunaraðgerðum og þær eru jafnan á bakvakt fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar þegar dönsku skipin eru við Ísland. „Þeir hafa bjargað íslenskum sjómönnum og þeir hafa líka bjargað fólki hérna inni á landi,” segir Ásgrímur og rifjar meðal annars upp frækilegt björgunarafrek þyrluáhafnar danska sjóhersins sem lagði sig í mikla hættu þegar flutningaskipið Suðurland sökk í hafinu milli Íslands og Noregs á jólanótt árið 1986. Dönsk þyrla bjargaði þá fimm skipverjum en sex fórust.Flugvirkjar danska hersins vinna við hreyfilskipti í flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag.Stöð 2/ArnarCarsten Basse hefur meðal annars tekið þátt í að bjarga Íslendingum ofan af jökli og íslenskum kajakræðurum úr sjávarháska við Austur-Grænland. „Við hjálpum hver öðrum eins og við getum. Þetta er afbragðsgott samstarf,” segir Carsten Basse. Hvorugur vill lýsa skoðun á þeirri pólitík borgarstjórans að banna hernaðartól í Reykjavík. Hjá Gæslunni segjast þeir horfa á þetta sem björgunarþyrlu. „Og við horfum á varðskipin þeirra raun og veru sem björgunarskip. Það gerum við með þau herskip sem eru hér á siglingu í hafinu umhverfis Íslands og jafnvel koma hér til lands. Við horfum á þetta sem bara vel búin björgunarskip,” segir aðgerðastjóri Landhelgisgæslunnar.
Tengdar fréttir Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn Jón Gnarr stefnir að því að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti sem borgarstjóri í vor. 2. janúar 2014 19:46 Áramótaheit borgarstjóra: Reykjavík verði herlaust svæði Jón Gnarr borgarstjóri vill að Reykjavík verði yfirlýst herlaust svæði. Þetta kemur fram á Facebook síðu borgarstjórans þar sem hann segir að áramótaheit sitt í þetta skiptið sé að ná þessu í gegn, áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor. 2. janúar 2014 07:40 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn Jón Gnarr stefnir að því að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti sem borgarstjóri í vor. 2. janúar 2014 19:46
Áramótaheit borgarstjóra: Reykjavík verði herlaust svæði Jón Gnarr borgarstjóri vill að Reykjavík verði yfirlýst herlaust svæði. Þetta kemur fram á Facebook síðu borgarstjórans þar sem hann segir að áramótaheit sitt í þetta skiptið sé að ná þessu í gegn, áður en hann lætur af embætti borgarstjóra í vor. 2. janúar 2014 07:40